Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019

Föstudagsgrín

Patrekur (Paddy) röltir inn á bar í Dublin, pantar þrjár kollur af Guinness og sest síðan út í horn. Þar sýpur hann – til skiptis – einn sopa í einu af hverri kollu. Þegar hann kemur aftur að barborðinu og pantar þrjár í viðbót, segir barþjónninn: “Þú veist líklega að bjórinn verður fljótt flatur, eftir að hann kemur úr krananum, mundi bjórinn ekki bragðast þér betur, ef þú keyptir eina kollu í einu? ” “Sjáðu til” segir Patrekur: “Ég á tvo bræður, annar er í Ameríku, hinn í Ástralíu og svo er ég hér í Dublin.” Þegar við fórum að heiman lofuðum við því að drekka svona, til þess að minnast gömlu góðu daganna, þegar við drukkum allir saman” Barþjónninn hefur ekki fleiri orð um flatan bjór og fellst á að þetta sé fallega hugsað. Patrekur verður síðan fastagestur og drekkur alltaf á þennan sama máta – pantar þrjá og sýpur af þeim til skiptis – einn sopa í einu. Dag nokkurn birtist hann og pantar aðeins tvær kollur. Þetta fer ekki framhjá neinum fastagestanna og þögn slær á hópinn. Svo pantar Patrekur næsta umgang og þá segir barþjónninn varfærnislega: “Þótt ég vilji síður ónáða þig í sorginni, langar mig að votta þér samúð mína: Ég samhryggist þér Paddy minn” Augnablik virðist Patrekur ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið, svo áttar hann sig og skellir upp úr. NEI, NEI Nei nei ! – Almáttugur minn – það er allt í lagi með alla. Það er bara ég …. Ég er nefnilega hættur að drekka.


ER ÚTÞENSLA "BÁKNSINS" ORÐIN ÓVIÐRÁÐANLEG??????

Hvað er orðið um slagorð Sjálfstæðisfokksins "BÁKNIÐ BURT"?  Nú stendur til að "SAMEINA Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands, sem hlýtur að vera hið besta mál, eða hvað?  Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi ER EKKI GERT RÁÐ FYRIR NEINNI HAGRÆÐINGU AF ÞESSUM SAMRUNA.  Hver er þá eiginlega tilgangurinn með þessari sameiningu?  Með öðrum orðum sagt að þá vitum við að það verður MIKILL kostnaður við þessa sameiningu (flutningar og fleira) en ENGINN hagnaður.  Þegar við vorum að ná okkur eftir "HRUNIÐ" þá þandist opinberi geirinn út á meðan einkageirinn og almenningur varð að taka ALLAN skellinn og svo var skorin niður framlög til Heilbrigðiskerfisins, Félagskerfisins, Löggæslunnar og fleira.  Svona er ekki hægt að halda áfram til eilífðarnóns, það er ekki endalaust hægt að hækka skatta endalaust, það kemur að því að fólk fær nóg.  Og hvað gerist þá????????


mbl.is Útgjöld ríkissjóðs aukin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝTT "KEIKÓ-ÆVINTÝRI" Í UPPSIGLINGU??????

Sirkusinn í sambandi við þessa mjaldra minnir óneitanlega á fárið í kringum "Keikó" á sínum tíma, þar sem átti að láta Íslendinga sitja uppi með "sirkusdýrið" sem menn vissu að var kominn á seinni hluta ævinnar og það varð að koma honum á "elliheimili" og svo mætti það ekki vekja of mikla athygli heimsbyggðarinnar, þegar hann dræpist, skítt með það þótt þetta vesen kostaði mikla peninga.  Þetta gekk upp með Keikó og gæti gengið upp aftur, í það minnsta finnst mönnum í lagi að reyna þetta aftur......


mbl.is Mjaldrarnir koma til landsins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ENN ELTAST MENN VIÐ SKOTTIÐ Á SÉR EINS OG HINIR HUNDARNIR.....

Það er orðið fullreynt að það verður aldrei hægt að vera með skipgenga höfn þarna.  Málið er bara að viðurkenna það, hætta þessum rándýra "SANDKASSALEIK" og fara að undirbúa "RAUNHÆFA" samgöngubót fyrir Vestmannaeyinga milli Lands og Eyja.........


mbl.is Þurfa að leigja 300 tonna krana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HUGLEIÐINGAR Í TILEFNI DAGSINS.......

Allt frá okkar fyrstu árum í skóla hefur okkur verið sagt að hin svokallaða þrískipting ríkisvaldsins sé grundvöllurinn að stjórnskipun lýðveldisins Íslands.

Eins og allir vita skiptist valdið í: LÖGGJAFARVALD, FRAMKVÆMDAVALD og DÓMSVALD.

En eftir að stöðuveitingar ráðherra komust í hámæli, þá fór ég nú að skoða þessa þrískiptingu ríkisvaldsins betur og miðað við þá skoðun þá komst ég að því að skilin þarna á milli eru orðin afskaplega óskýr og sum staðar eru þau bara alveg horfin, hafi þau einhvern tíma verið til staðar.

 

LÖGGJAFARVALD er samkvæmt stjórnarskránni í höndum Alþingis og forseta.  Alþingismenn og konur fá umboð sitt frá þjóðinni, til fjögurra ára í senn, þeirra hlutverk er að setja lög sem þjóðin á að fara eftir og forseti veitir þessum lögum samþykki sitt.

 

FRAMKVÆMDAVALD er ráðherra viðkomandi málaflokks og staðfestir forsetinn skipan viðkomandi ráðherra.  Viðkomandi ráðherra á að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi setur.

 

DÓMSVALD er í höndum dómara.

 

Þannig er þrískiptingu ríkisvaldsins háttað þessum ÞREMUR þáttum á að halda algjörlega aðskildum til að tryggja sem best lýðræði og réttláta meðferð þegna landsins gegn hinu opinbera.

 

En eitthvað virðist þetta hafa skolast til á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hægt er með nokkuð góðri samvisku að fullyrða það að þrískipting ríkisvaldsins hafi aldrei að fullu verið til framkvæmdar hér á landi.  Þessa fullyrðingu verður að skoða nánar og mun ég gera tilraun til þess hér á eftir.

Við skulum byrja á því að skoða LÖGGJAFARVALDIÐ:  Á Alþingi sitja 63 fulltrúar kjörnir af þjóðinni, það er óumdeilt, en af þessum 63 þingmönnum eru 11 ráðherrar, en í augnablikinu eru þeir 10 þar sem einn af ráðherrumSjálfstæðisflokksinsgegnir starfi Dómsmálaráðherra tímabundið..  Þarna er strax komin skörun.  Það er svo tilhögunin á Alþingi, að svokölluð ráðherrafrumvörp njóta forgangs í störfum þingsins, en þetta þýðir að þau frumvörp sem eru borin upp af ráðherra hafa forgang framyfir svokölluð þingmannafrumvörp.  Ég tel að þarna sé um að ræða brot á stjórnarskránni.  Samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins eiga ráðherrar ekki að hafa atkvæðisrétt á Alþingi og spurning hvort þeir eigi yfirhöfuð nokkuð að eiga sæti þar.  Það er spurning hvort störf Alþingis yrðu ekki bara “skilvirkari” ef ráðherrar myndu bara mæta einu sinni í viku eða sjaldnar í fyrirspurnartíma niður á þing?  Það er erfitt að skrifa nokkuð sérstaklega um FRAMKVÆMDAVALDIÐ vegna þess að þessi grein fjallar um það hvernig það hefur smám saman verið að “taka yfirLÖGGJAFARVALDIÐ og DÓMSVALDIÐ.  Það verður ekki um það deilt að FRAMKVÆMDAVALDIÐ er alltaf að verða fyrirferðarmeira í stjórnsýslu okkar Íslendinga.  Þá er eftir að fara yfir DÓMSVALDIÐ.  Ekki hefur það orðið útundan í þessari þróun.  DÓMSVALDIÐ á samkvæmt stjórnarskránni að standa alveg sjálfstætt.  En er það alveg sjálfstætt?  Ég verð að viðurkenna vankunnáttu mína þar en ég veit ekki hvenær ráðherra byrjaði að skipa dómara, en í stjórnarskránni stendur í 59 grein Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum (Tilvitnun líkur, leturbreytingar eru mínar), þá er það skilningur minn, samkvæmt þessu,að ráðherra eigi EKKI að skipa dómara og er þá ekki með góðu móti hægt að segja að stjórnarskráin hafi verið brotin í  mörg ár eða jafnvel áratugi?  Ekki einvörðungu hefur framkvæmdavaldið seilst til áhrifa í löggjafarvaldinu heldur er það einnig komið með puttana í dómsvaldið (sbr. Það að flestir dómarar, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti, eru orðnir pólitískt skipaðir) og ALLIR MUNA EFTIR „FARSANUM“ Í SAMBANDI VIÐ SKIPUN DÓMARA Í LANDSRÉTT.  En í því máli tel ég að hafi verið gerð AFDRIFARÍK MISTÖK.  Í dómi mannréttindadómstóls Evrópu kom fram að ALLIR DÓMARAR LANDSRÉTTAR VÆRU ÓLÖGLEGA SKIPAÐIR, EKKI BARA FJÓRIR, VEGNA ÞESS AÐ ALÞINGI HAFI EKKI STAÐIÐ RÉTT AÐ SKIPAN ÞEIRRA. ALÞINGI ÁTTI AÐ KJÓSA UM HVERN OG EINN ÞEIRRA Í STAÐ ÞESS AÐ KJÓSA UM ALLAN HÓPINN Í EINU.  þá kom einnig fram ádeila á FORSETA LÝÐVELDISINS fyrir hans afgreiðslu á málinu.  En minnsta ádeilan var á störf Dómsmálaráðherra, sem samt var sú eina í þessu máli, sem var „látin“ sæta ábyrgð.

 Það er mín skoðun að stjórnarskráin, sem slík sé mjög gott plagg og hefur hún þolað mjög vel tímans tönn en aftur á móti hef ég meiri áhyggjur af þeim sem eru á Alþingi og eiga að sjá til þess að það sé unnið í samræmi við stjórnarskrána m.a á að gæta þess að lög sem eru sett séu í samræmi við stjórnarskrána á því vill nú vera misbrestur.  Það er tími til kominn að stjórnarskráin verði virt og fyrsta skrefið í þá átt er að „MOKARÁÐHERRUNUM út af Alþingi enda eiga þeir alls ekki heima þar.  Sem dæmi má geta þess að það getur ekki verið eðlilegt að ráðherrarnir sitji heilu og hálfu dagana niðri á Alþingi og „bori bara í nefið á sér“.  Maður hefði haldið að það væri full vinna að stjórna landinu í það minnsta er ekki mjög trúverðugt að menn og konur geti bara gert þetta með annarri hendinni.  Svo eru þingmenn orðnir alt of margir.  Með því að henda ráðherrunum út úr Alþingishúsinu, væri stigið fyrsta skrefið í því að FÆKKA alþingismönnum, en þar væri einungis komið FYRSTA skrefið af mörgum.  Alþingismenn þurfa alls ekki að vera fleiri en 40 – 45, það sem þarf að gera er að störf Alþingis verði gerð markvissari og einfaldari.  Þegar sjónvarpað er frá þingfundi (nema „Eldhúsdagsumræðu“ hvers vegna hún hefur fengið þetta nafn er mér algjörlega hulin ráðgáta), er þingsalur yfirleitt hálftómur.  Þetta vekur þá spurningu hvort ekki væri hagstæðara að hafa þingfundi tvisvar í viku og þar af yrði annar dagurinn þar sem ráðherra tækju þátt og svöruðu fyrir embættisfærslur sínar.  Þrír dagar yrðu svo teknir í nefndastörf og önnur störf þingsins.  Það hefur verið alveg með ólíkindum að horfa upp á starfsemi þingsins og oft hefur það hvarflað að manni að þingið sé með öllu stjórnlaust, ég er alveg viss um að það væri búið að reka forseta þingsins fyrir stjórnleysi og handvömm ef hann væri að vinna í einkageiranum


OG ER EKKI FYRIRHUGAÐ AÐ AÐHAFAST NOKKURN SKAPAÐAN HLUT TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR STJÓRNLAUSA FJÖLGUN?????

Það þarf nú ekki annað en að líta til friðlandsins á Hornströndum til að sjá þróunina.  Það heyrir til tíðinda að menn sjái orðið MÓFUGL á Hornströndum og refurinn er orðinn svo gæfur að hann kippir sér ekkert upp við þó að maðurinn gefi honum að éta úr lófa sínum.  Það sama er hægt að segja um minkinn við Þingvallavatn.  Þessa óheillavænlegu þróun má sjá nokkuð víða um land og má að mestu leyti skrifa á svokallaða "Umhverfis Ayjatolla", sem eru öfgahópur algjörlega ójarðtengdra "umferfisverndarsinna", þeir segja "AÐ ÞETTA SÉU SVO "KRÚTTLEG" DÝR, SEM SÉU ÖRUGGLEGA VEGAN OG GERI EKKERT AF SÉR".  Menn hefðu betur gert eitthvað í málunum þegar Indriði á Skjaldfönn, skrifaði sem mest um þetta í Morgunblaðið, á sínum tíma.  Eru menn ekkert búnir að læra ennþá????


mbl.is Æ algengari sjón í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ "KVARNAST" ÚR HÓPI FYLGISMANNA ORKUPAKKA ÞRJÚ....

Nokkrir eru farnir að gera sér grein fyrir því hvað samþykkt þessarar þingsályktunartillögu felur í sér og það sem er enn alvarlegra er breyting á raforkulögum, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur mælt fyrir.  En vegna umræðunnar um orkupakka þrjú hefur þetta frumvarp ekki vakið neina athygli og er sjálfsagt ætlunin að "LAUMA" þessum lagafrumvarpi til forsetans og PLATA hann til að skrifa undir lögin, eða kannski þarf ekkert að PLATA hann til þess..............


mbl.is Samþykkir ekki orkupakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAR VIRKILEGA REIKNAÐ MEÐ MIKILLI SJÓVEIKI Í "RENNIBLÍÐU"???????

Þetta gefur ekki miklar og bjartar vonir um framhaldið.  Þessi flatbotna bryggjuprammi verður því miður ekki sú samgöngubót fyrir Vestmannaeyinga sem hann átti að verða.  Vonandi verður sumarið gott, þannig að hann geti sinnt ferðum milli Lands og Eyja þokkalega fram yfir Þjóðhátíð, en eftir það vandast málið.  Það verður ekki séð að "bryggjupramminn" ráði við siglingar milli Eyja og Þorlákshafnar, þegar fram líða stundir og ég get ekki ímyndað mér að hann hafi nokkra burði til að sigla við suðurströnd landsins yfir vetrartímann.  Er kannski áætlunin sú að "gamli Herjólfur" verði notaður þrjá til fjóra mánuði á ári í siglingarnar til og frá Þorlákshöfn og hvað með þá daga sem "bryggjupramminn" kemst ekki í Landeyjahöfn?  Því miður held ég að þarna sé stigið STÓRT skref afturábak í samgöngumálum Vestmannaeyinga......


mbl.is Allt gengið vel og enginn sjóveikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STORMUR Í VATNSGLASI.......

Kannski er það "að bera í bakkafullan lækinn" að vera eitthvað að fjalla um þetta væl í Tyrkjunum.  Hún "Tyrkja Gudda" (Sema Erla) þurfti nú eitthvað að tjá sig um þetta einhverra hluta vegna tókst henni að koma þessu í það að verið væri að niðurlægja múslima og þá sérstaklega af því að þarna væru Tyrkir á ferðinni.  En að sjálfsögðu áttar hún sig ekkert á því að Tyrkir eru utan Shcengen svæðisins og verða að gangast undir alþjóðlegar reglur sem gilda um flugumferð.  Tyrkirnir halda því fram að þeir hafi verið 180 mínútur í tollaeftirlitinu en ISAVIA segir að tíminn hafi verið 80 mínútur.  Þarna er himinn og haf á milli, ég hallast nú frekar að "opinberu skýringunni" ýmislegt fleira þykir mér benda til að það sé aðeins verið að að skapa einhverja "drullustemningu" í kringum þennan fótboltaleik, en mér finnst alveg óþarfi að blanda pólitík í þetta........


mbl.is Segir eitt verða yfir alla að ganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN ÆTLI HANN HAFI HUGSAÐ SINN GANG?????

Sjálfsagt ekki, til þess er hann OF HROKAFULLUR OG SJÁLFHVERFUR.  Margir hafa velt fyrir sér hvað hefur orðið um þennan "UMHVERFISVÆNA" flokk VG (WC)?  Það hefur ekki heyrst eitt einasta "múkk" frá þessu umhverfisvæna liði varðandi orkupakka þrjú, þó svo að það sé óumdeilt að með því að samþykkja hann, þá er verið að opna á það að hver einasta "spræna",verði virkjuð til að skaffa rafmagn fyrir Evrópu.  Hingað til hefur það verið þannig að ekki hefur mátt minnast á virkjun, þá fer þetta fólk alveg á límingunum, en það fer ekkert fyrir því núna.  ÞAÐ FÓR ALLT Á HLIÐINA Í FYRRA, ÞEGAR KÁLFFULLUR HVALUR VAR SKOTINN EN NÚNA LÝSIR FORSÆTISRÁÐHERRA VG ÞVÍ YFIR AÐ ENGIN TÍMAMÖRK ÆTTU AÐ VERA Á FÓSTUREYÐINGUM.  Er nema von að fólk spyrji HVAÐ HEFUR ORÐIÐ UM ÞENNAN STJÓRNMÁLAFLOKK VG?????????


mbl.is Menn hafi hugsað sinn gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband