Bloggfærslur mánaðarins, október 2022

ALÞINGI LÍTILSVIRÐIR RÍKISBORGARARÉTT LANDSINS........

Og svo eru menn hissa á því að Alþingi njóti ekki virðingar landsmanna????  Ég er örugglega ekki sá eini sem varð alveg kjaftbit, þegar ég las þessa frétt.  Þarna er stjórnarskráin lítilsvirt og þær almennu reglur sem gilda um veitingu ríkisborgararéttar.  Það er nú slatti af lögfræðingum á Alþingi og einhverja "glóru" hefði maður haldið að þetta fólk hefði um lög og rétt??  En eftir að hafa lesið þessa frétt  þá veltir maður fyrir sér hvort lögfræðigráður séu fáanlegar í Cheerios-pökkum?????????


mbl.is Með dóm en fékk ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN EITT "RUSLAHAUGARALLIÐ" HAFIÐ OG ÞJÓÐIN LÆTUR BLEKKJAST.....

Og HAFRÓ heldur þeirri blekkingu til streitu að þeir notist við "VÍSINDALEGAR" rannsóknaraðferðir.  Ég er svo oft búinn að lýsa þessum "VÍSINDALEGU" rannsóknaraðferðum HAFRÓ að ég nenni því ekki lengur en þess í stað set ég HLEKK á eitt af bloggum mínum sem fjallar um þetta málefni.........


mbl.is Haustrallið stendur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EIGA RÁÐHERRAR OG STJÓRNMÁLAMENN AÐ NJÓTA "FRIÐHELGI" AÐ STÖRFUM LOKNUM???

Var að lesa grein eftir Sighvat Björgvinsson í Fréttablaðinu í dag.  Þessi grein fjallar að mestu um ofsóknir á hendur "gömlum" hjónum, sem hafa neyðst til að flýja land vegna ofsókna sem á þeim dynja í "ellinni".  Ekki fer neitt á milli mála hver þessi "gömlu hjón" eru þó svo að Sighvatur Björgvinsson kjósi, einhverra hluta vegna að nefna ekki á nafn, þau eru að sjálfsgðu það mektarfólk Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson og er mér stórlega til efs að þau séu mjög ánægð með að fjallað sé um þau sem einhver "gömul hjón"?  Bryndís hefur alveg sloppið við ásakanir af ýmsu tagi þótt hún hafi ekki sloppið við kjaftasögur og öfund fólks vegna góðs gengis í lífinu og glæsileika.  Ekki hefur maður hennar, Jón Baldvin verið jafn "heppinn", en það skal tekið fram hér að Bryndís hefur staðið eins og klettur við hlið mannsins síns gegn þeim ásökunum sem hafa dunið á honum.  Ekki ætla ég hér að taka afstöðu til þess sem hefur verið borið á Jón Baldvin, en ég ætla að gera athugasemdir við ýmsar rangfærslur í grein Sighvats Björgvinssonar:

  • Í greininni segir Sighvatur að Jón Baldvin hafi siglt EES-samningnum í höfn og beri þar með höfuðábyrgð á því valdaframsali og brotum á stjórnarskránni sem þá voru framin.  Það voru helstu rök áhangenda EES-samningsins að þá fengjust niðurfellingar tolla og aðflutningsgjalda á sjávarafurða.  Fyrir rúmum tveimur árum kom í ljós að tollar og aðflutningsgjöld hafa ALDREI verið felld niður svo að hægt er að segja að EES- samningurinn hafi verið samþykktur á röngum forsendum og mikil óvissa er um það hvort hagur Íslands af EES-samningnum hafi verið svo mikill þegar tekið er tillit til alls??
  • Um þátt Jóns Baldvins Hannibalssonar í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna er ekki nokkur einasti vafi og framganga hans þar er aðdáunarverð og vonandi verður það aldrei tekið frá honum en þó finnst mér að  illa hafi verið vegið að honum þegar HÍ og fleiri efndu til hátíðardagskrár, í tilefni þess að 30 ár (reyndar 31 ár en vegna COVID var ekki hægt að halda daginn hátíðlegan) og honum var EKKI boðið að vera þar viðstaddur og flytja ávarp.
  • Þá kemur að alvarlegustu og jafnframt er ekki hægt að ímynda sér að jafn reyndur stjórnmálamaður eins og Sighvatur Björgvinsson hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann var beinlínis að fara með RANGT MÁL þegar hann fjallaði um þátt Jóns Baldvins í SKATTABREYTINGUNUM (breytinguna yfir í Virðisaukaskattinn og í staðgreiðslu skatta).  Við skulum byrja á því að fjalla um Virðisaukaskattinn (hér á eftir verður talað um VSK þegar Virðisaukaskatt ber á góma).  Það var fyrir árið 1970 (þegar Söluskattsprósentan var 11%) og el fyrir þann tíma er Jón Baldvin fór í stjórnmálin, sem hugmyndir um VSK litu dagsins ljós.  Það voru þá uppi hugmyndir um að Ísland gengi í EBE (forveri ESB) og meðal annars var það krafa EBE að ÖLL aðildarríki tækju upp VSK.  Það var árið 1971, sem Jón Sigurðsson, síðar Viðskiptaráðherra, skilaði skýrslu til Fjármálaráðherra skýrslu um fýsileika þess að taka upp VSK hér á landi.  Næst kom skýrsla um svipað efni árið 1975 og voru  höfundar þeirrar skýrslu þeir Þorsteinn Geirsson og Jón Gamalíelsson.  Það var svo árið 1986 sem undirbúningur fyrir upptöku VSK hófst af fullum krafti, en það var ekki fyrr en 1.janúar 1990 sem VSK var tekinn upp.  Þannig að Jón Baldvin Hannibalsson hafði frekar lítið  að gera með upptöku VSK hér á landi, það hittist þannig á að hann var ráðherra þegar VSK var tekinn upp.  Svipað er uppi á teningnum varðandi STAÐGREIÐSLU SKATTA en sá undirbúningur var búinn að standa yfir í fjölda ára en Jón Baldvin var ráðherra þegar breytingin tók gildi.

Það  er að sjálfsögðu fallegt og ber merki um hjartahlýju hjá Sighvati Björgvinssyni að hugsa svona vel til "gömlu hjónanna" Jóns Baldvins og Bryndísar en hugsar hann svona vel til allra eldri borgara?  Getur verið að kjör eldri borgara megi rekja til aðgerða Sighvats Björgvinssonar í ráðherratíð hans??????????????


FORMÚLA 1 ER ALÞJÓÐLEG ÍÞRÓTT OG ÞAÐ GILDA EKKERT NEINAR SÉRREGLUR Í JAPAN.....

Munurinn liggur aðallega í því að ef ekki tekst að klára einhverja keppni vegna tímaskorts, þá fær sigurvegarinn ekki fullan stigafjölda fyrir sigurinn ef ekki tekst að klára hálfa keppnina eða minna.  Verstappen kláraði 29 hringi af 53, þannig að hann kláraði meira en hálfa keppnina og hlaut þar með 25 stig fyrir sigurinn og þar með  var titillinn í höfn.  Og svo var fimm sekúndna refsingin sem LeClerc fékk í restina,sem varð til þess að Sergio Perez varð í öðru sæti í keppninni og var einnig þess valdandi að LeClerc, átti ekki lengur möguleika á því að ná Verstappen að stigum.  En svo það sé alveg á hreinu þá eru ENGAR SÉRREGLUR í formúlunni í Japan......


mbl.is Hollendingurinn heimsmeistari annað árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLÓTTAMANNABÚÐIR Í BORGARTÚNI !!!!!!!!!!!!

Kannski var það einhver "taktík" að koma FLÓTTAMANNABÚÐUNUM þarna fyrir, því þeir sem eru með starfsemi þarna vilja ekki sjá svona lagað á "sínu" svæði og þar af leiðandi eru líkur á því að forsvarsmenn þeirra fyrirtækja, sem eru með starfsemi þarna, grípi til AÐGERÐA til þess að FLÓTTAMENNIRNIR fari eitthvað annað þar sem þeir og viðskiptamenn þeirra sjái ekki svona lagað.  Enda held ég að það yrði ekki liðið að það yrðu  settar upp FLÓTTAMANNABÚÐIR á WALL STREET eða CITY í London............


AUÐVITAÐ SÉR ÞAÐ HVER HEILVITA MAÐUR AÐ "SÁTTATTILBOÐ" FELUR SJÁLFKRAFA Í SÉR VIÐURKENNINGU Á ÞVÍ AÐ EITTHVAÐ SÉ EKKI EINS OG ÞAÐ Á AÐ VERA....

En það voru fleiri en þessir tveir, sem kærðu úrslitin.  Hvað varð um þær kærur?????


mbl.is Ríkið reynt að ná sáttum í kærumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST ÍSLENDINGAR VERA TILBÚNIR TIL AÐ "EYÐILEGGJA" FIRÐINA , NÁTTÚRUNA OG LAXVEIÐIÁRNAR FYRIR ÖRFÁAR KRÓNUR.......

Það er með ÖLLU GALIÐ að stunda laxeldi í kvíum úti á sjó.  En menn "hanga" á því að STOFNKOSTNAÐURINN við landeldi sé svo hár.  en hvað svo???  Það er marg rannsakað mál að fiskur sem kemur úr "landeldi" er mun betri, betur á sig kominn og afföll eru mjög lítil.  Aðalorsökin er sú að í landeldinu hefur ræktandinn mun meiri stjórn á eldinu og þeim aðstæðum sem fiskurinn er í (þetta er nú bara nokkuð sem segir sig alveg sjálft).  Stærsti hluti skýringarinnar á þessu sjókvíaeldi á Íslandi eru skammtíma hagnaðarsjónarmið fiskeldisfyrirtækjanna sem stunda þetta eldi og náttúrulega það að Íslendingar skuli bera svo litla umhyggju fyrir nátt´runni sem raun ber vitni.   Á meðan stjórnvöld víða um heim eru að koma í veg fyrir þessi hryðjuverk og umhverfisspjöll sem kvíaeldi úti á sjó veldur, hleypa Íslendingar öllum óþverranum óheftum inn OG OFT Á TÍÐUM VIRÐIST ÞAÐ VERA TAKMARK ÞEIRRA SEM STJÓRNA MÁLUM HÉR Á LANDI AÐ GERA ÍSLAND AÐ "RUSLAHAUG" FYRIR ÖNNUR LÖND EVRÓPU OG JAFNVEL VÍÐAR........  


mbl.is Íslendingar hagnist á auðlindaskatti Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EITTHVAÐ HEFÐI NÚ VERIÐ SAGT EF PÚTÍN HEFÐI LÁTIÐ ÁLÍKA UMMÆLI FALLA.....

Ekki vottar nú mikið fyrir miklum friðarvilja hjá þessum manni.  Getur það verið að þeir sem heyja þetta stríð gegn Rússum í Úkraínu, séu búnir að lofa honum einhverjum vegtyllum í framtíðinni????????


mbl.is Selenskí við Rússa: Verðið drepnir einn af öðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband