Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2022

KANNSKI OPNAST ÞÁ MÖGULEIKI TIL AÐ ÞESSIR INNVIÐIR VERÐI Í EIGU ÍSLENDINGA???

Ég neita að trúa því að stjórnendur Símans ætli að leggjast "hundflatir" fyrir fætur Frakkanna og gera hvað sem er til að fá þá til að kaupa???????????


mbl.is Ardian sættir sig ekki við kaupsamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALVÖRU MANNESKJA OG TIL MIKILLAR FYRIRMYNDAR.........

Þetta er líka manneskja, sem sér það að með því að að tala og skilja tungumálið, verður hún mun VIRKARI þegn í þjóðfélaginu og getur fylgst með því sem er í gangi, ásamt því að nálgast öll sín réttindi og skyldur og það sem mest er um vert HÚN VERUR EKKI ÖÐRUM HÁÐ UM ALLA HLUTI.  Hún er góð fyrirmynd fyrir aðra sem koma til landsins til dvalar hvort sem er til lengri eða skemmri tíma........


mbl.is Með orðabók og talar íslensku við sjúklingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORSÆTISRÁÐHERRA KEMUR TIL MEÐ AÐ HAFA NÆGT EFNI Í GLÆPASAGNABÓKAFLOKK UPP Á 20 BINDI....

Það er kannski ekki seinna að vænna fyrir hana að fara að leggja drög að starfslokum sínum, kannski er hún farin að sjá einhverja bresti í stjórnarsamstarfinu og vill hafa vaðið fyrir neðan sig, enda getur enginn, með góðri samvisku, brigslað henni um að skorta vit.  Og ekki ætti að verða skortur á "raunverulegum" efnivið en reikna má með að eitthvað af þessu efni sé bundið TRÚNAÐI en hún ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að komast framhjá því, hingað til hafa lög og reglur ekki verið að þvælast fyrir henni og ættu ekki að vera nein fyrirstaða seinna meir heldur...........


ERUM VIÐ KANNSKI AÐ HORFA FRAMHJÁ "STÓRA SAMHENGINU"???????

Núna erum við að fá að  sjá alvöru málsins, talsmenn World Economic Forum (WEF) hafa lengi talað um það að mennirnir á jörðinni séu orðnir OF FJÖLMENNIR og það VERÐI AÐ FÆKKA ÞEIM.  En hvernig á framkvæmdin á þessu að verða?  Ef þetta er skoðað þá segja þeir að ÞAÐ VERÐI AÐ FÆKKA SVO MIKIÐ Í MANNKYNINU  AÐ "NÁTTÚRULEG"FÆKKUN DUGI EKKI TIL OG HVAÐ ÞÁ?  Klaus Schwab segir í bók sinni "COVIVID-19:THE GREAT RESET" að COVID hafi komið eins og "himnasending" og boðið upp á alveg gríðarleg tækifæri, en betur má ef duga skal:  Nú berast fréttir af því að 98 stórum matvælaverksmiðjum í Bandaríkjunum hafi verið lokað, sumir halda því fram að stríðinu í Ukrainu hafi verið "komið af stað" til að stöðva matvælaflutning til þróunarríkjanna, Hollensk stjórnvöld stefna að því að MINNKA MATVÆLAFRAMLEIÐSLU HOLLANDS UM AÐ MINNSTA KOSTI 30% og ýmislegt fleira er að koma í ljós.  Hvað er að gerast hérna á Íslandi?  JÚ VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ MINNKA HÉR FISKVEIÐAR Í TÆP 40 ÁR OG ENGINN SEGIR NOKKURN SKAPAÐAN HLUT.  Í rauninni veit enginn um það hversu lengi þessi samtök (WEF) hafa starfað.  Hingað til hefur verið hlegið að þessum mönnum talað um að þetta séu bara ríkir sérvitringar en núna eru menn að "VAKNA" upp við það að þessum mönnum var fúlasta alvara allan tímann og núna eru menn að átta sig á því að það á að FÆKKA mmannnkyninnu MEÐ ÞVÍ AÐ LÁTA ÞAÐ DREPAST ÚR HUNGRI.....


SKYLDI STANDA TIL AÐ GERA EITTHVAÐ VARÐANDI "KVÓTAÞAKIÐ"??????

Og alltaf verður SAMÞJÖPPUNIN í sjávarútvegnum meiri og meiri og um leið verða færri og færri í þessari grein.  Óhjákvæmilega verða þá fleiri sem verða margir "óþægilega" nálægt kvótaþakinu eða FARA jafnvel yfir það (það er náttúrulega mjög óþægilegt að þurfa alltaf að standa "kengboginn" vegna þess að það er of lágt til lofts).  En þetta hefur áhrif á marga á fleiri en einn aðila þó svo að Síldarvinnslan sé "kaupandi" að Vísi í Grindavík, þá er Samherji stærsti eigandi að Síldarvinnslunni og þó að sú eignaraðild sé ekki tekin með þá er Samherji ALVEG VIÐ KVÓTAÞAKIÐ.  Þannig að spurningin er:SAMÞYKKIR SAMKEPPNISEFTIRLITIРÞESSI VIÐSKIPTI????????


mbl.is Síldarvinnslan rýkur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG STENDUR EIGINLEG Á ÞVÍ AÐ ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLAR "LÁTA" ETJA SÉR ÚT AÐ TAKA ÞÁTT Í ÞESSUM FJÖLMIÐLASIRKUS?????

Það er einmitt svona "tilfinningavella" sem þessi hryðjuverkasamtök lifa á og heldur þeim gangandi, ef þeir fá ekki umfjöllun og eru bara látnir afskiptalausir þá "lognast þeir bara útaf og láta sigg bara hverfa með tímanum.  Þessa leið fóru vinir okkar og frændur Færeyingar fyrir nokkrum áarum, með góðm árangi fyrir nokkrum árum.  Reyndar  gengu þeir aðeins lengra og gerðu stólpagrín að þessum kálfum í Sea Sheperd (ég bið kálfana afsökunar á þessari samlíkingu).  Það er alveg á tæru að við getum lært mikið af Færeyingum, á sínum tíma skrifaði Jens Guð mörg afspyrnu skemmtileg blogg um þessi málefni: Jens Guð - jensgud.blog.is (ath að þessi "linkur" er eingöngu yfir á bloggið hjá Jens Guð, ekki á viðkomandi greinar).....


mbl.is „Í andlegu áfalli“ yfir hvalveiðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN SAMT SEM ÁÐUR HÆKKAR VERÐLAG EINS OG ENGINN SÉ MORGUNDAGURINN???

Það getur ekki verið annað en eitthvað mikið sé að þegar svoleiðis lagað  er?  Nú hefur eldsneyti verið að LÆKKA á heimsmarkaði undanfarið en samt sem áður bólar ekkert á verðlækkunum hér á landi.  Venjan hér hefur verið sú að um leið og verður hækkun á heimsmarkaðsverði, þá hækkar verð á eldsneyti hér og þá helst daginn áður og alltaf hittist þannig á að þegar heimsmarkaðsverð á eldsneyti hækkar þá er ekki til einn einasti dropi af eldsneytisbirgðum í landinu en þegar heimsmarkaðsverðið lækkar, þá eru til alveg heimspekilegt magn af eldsneytisbirgðum í landinu að það tekur marga mánuði að vinna birgðirnar niður.  Og eitthvað svipað virðist vera í gangi varðandi GENGIÐ, þegar gengislækkun verður þá hækkar almennt vöruverð í landinu með það sama en þegar gengisstyrking verður, gengisstyrkingin virðist aldrei hafa nein áhrif á vöruverð..............


mbl.is Krónan að styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FJÖLMIÐLARNIR HALDA "LÍFINU" Í ÞESSUM HRYÐJUVERKASAMTÖKUM....

Með því að vera að fjalla um þau.  Síðan hvenær er það þeirra hlutverk að "fylgjast" með hvalveiðum á Íslandi og hver hefur eiginlega beðið þau um það?  Eru það "samfélagslega nauðsynlegar fréttir" að landsmenn geti fylgst með þessu liði og í hverra þágu eru þessar "fréttir"??????????


mbl.is Sea Shepherd fylgist með hvalveiðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MILLIVERÐLAGNING??????

Nú upp á síðkastið hafa verið MJÖG miklar verðhækkanir á sjávarafurðum (hjá okkur almenningi heitir þetta fiskur og afurðir úr fiski).  Kunningi minn er á frystitogara og hann kom að máli við mig og hann hafði fréttir af því að þorskur, sem fór í "fish and chips" í Bretlandi, hafði hækkað um rúmlega 98% en hann hafði ekki séð neina hækkun á sínum launum síðustu mánuði.  Hann sýndi mér nokkra síðustu launaseðla máli sínu til stuðnings.  Ég veit ekki betur en að fiskur af Frystitogurum hér á landi fari eða réttara sagt eigi að fara beint á markað og því verð hækkun á launum sjómanna þegar hækkun á fiski verður á markaði.  Eru Íslendingar kannski hættir að selja á markaði þar sem verð er hátt???????? 


ENN EIN STAÐFESTINGIN Á KOLVITLAUSRI "FISKVEIÐIRÁÐGJÖF" HAFRÓ....

Það koma fréttir alls staðar af landinu að allt sé sneisafullt af fiski en samt er NIÐURSKURÐUR í fiskveiðiráðgjöf HAFRÓ ár eftir ár.  Ég hef nokkuð oft, skrifað hérna á bloggið um hinar "vísindalegu" aðferðir HAFRÓ og hversu marktækar ég tel að þær séu, nú hef ég lesið blaðagreinar eftir skipstjóra sem taka undir með mér og hefur mér fundist að "undiraldan" í þessum efum sé að þyngjast verulega í þessum efnum.  Ég og margir aðrir hafa löngum sett fram þá kröfu að handfæraveiðar smábáta verði gefnar frjálsar og það strax.  Þá koma ráðamenn (síðast Fjármálaráðherra) og segja: „af hverjum á þá að TAKA þann kvóta?“ Svarið er ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ TAKA ÞANN KVÓTA AF NEINUM.  Ég hef áður talað um það að „stofnstærðarmælingarnar“ hjá HAFRÓ eru ekki nein MERKILEG VÍSINDI og engin einasta ástæða til að fara að „veiðiráðgjöf“ þeirrar stofnunar upp á kíló.  Veiðigeta þeirra sem stunda handfæraveiðar er mjög sennilega ekki meiri en um það bil 20.000 tonn á ári án þess að nokkrar takmarkanir séu settar þar á (takmarkanir þarf reyndar að setja á fjölda báta stærð þeirra og annað).  En veðráttan og fleira setur á takmarkanir.  Svo þarf að taka af margar takmarkanir sem hafa verið settar á vega strandveiða til dæmis þetta veiðisvæðakjaftæði, annað hvort eru menn á handfæraveiðum eða ekki það skiptir ekki nokkru máli á hvaða „svæði“ þeir eru.  Að þeir megi ekki veiða nema eitthvað ákveðið magn í hverri veiðiferð er alveg FÁRÁNLEGT, suma daga veiðist vel og svo er ekkert að fá aðra daga, þannig er það bara.  Þá er eitt mál, ÞAÐ AÐ AÐEINS MEGI VERA EINN MAÐUR Á ÞESSUM STRANDVEIÐIBÁTUM ÆTTI HREINLEGA AÐ BANNA, ef eitthvað kemur uppá þar sem einungis er einn maður á bát getur sá maður ENGA BJÖRG SÉR VEITT, ÞETTA ER EINFALDLEGA ÖRYGGISATRIÐI.


mbl.is Þorskafli smábáta 37% meiri en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband