MILLIVERÐLAGNING??????

Nú upp á síðkastið hafa verið MJÖG miklar verðhækkanir á sjávarafurðum (hjá okkur almenningi heitir þetta fiskur og afurðir úr fiski).  Kunningi minn er á frystitogara og hann kom að máli við mig og hann hafði fréttir af því að þorskur, sem fór í "fish and chips" í Bretlandi, hafði hækkað um rúmlega 98% en hann hafði ekki séð neina hækkun á sínum launum síðustu mánuði.  Hann sýndi mér nokkra síðustu launaseðla máli sínu til stuðnings.  Ég veit ekki betur en að fiskur af Frystitogurum hér á landi fari eða réttara sagt eigi að fara beint á markað og því verð hækkun á launum sjómanna þegar hækkun á fiski verður á markaði.  Eru Íslendingar kannski hættir að selja á markaði þar sem verð er hátt???????? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef þetta hentar SFS áður LíÚ (sem það gerir) þá verður ekkert gert en ef þetta hefði verið á hinn veginn þá hefði eitthvað heyrst frá þeim. 

Sigurður I B Guðmundsson, 6.7.2022 kl. 12:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf nú ekki neytt rosalega mikið ímyndunarafl til þess að gera sér í hugarlund hvernig farið sé að þessu Sigurður.  Ef ég myndi gera þetta yrði þetta umsvifalaust stöðvað og ég færi í fangelsi með það sama og sennilega yrði lyklinum að klefanum hent.......

Jóhann Elíasson, 6.7.2022 kl. 12:47

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég heyrði af stjórnendum útgerðarfyrirtækis sem hefðu stofnað olíufélag svo olíuverðshækkanir rynnu ekki allar milliliðalaust í ranga vasa.

Það fylgdi sögunni, sem ég sel ekki dýrari en ég keypti, að sjómönnum hefði þátttökukostnaður í olíukostnaði hafa hækkað óþægilega mikið. 

Hækkun á heimsmarkaðaverði er þó ærin.

Magnús Sigurðsson, 6.7.2022 kl. 13:12

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki eingöngu einhver "skítur" í gangi varðandi verðlagninguna, sem er í gangi, Magnús heldur eru fleiri þættir sem þyrfti að skoða......

Jóhann Elíasson, 6.7.2022 kl. 13:42

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

En svo kemur Svandís eins og hvítur stormsveipur og tekur til og lætur SFS (LÍÚ) ekkert komast upp með neitt múður! Kanntu annan?!!

Sigurður I B Guðmundsson, 6.7.2022 kl. 18:29

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst hún nú ekki sýnt af sér mikla "takta" hingað til og svona satt að segja á ég ekki von á miklu í framtíðinni heldur.... wink

Jóhann Elíasson, 6.7.2022 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband