Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2023

ENN UM "VÍSINDALEG" VINNUBRÖGÐ HAFRÓ OG TRÚVERÐUGLEIKA ÞEIRRA

En eftir hvaða "vísindalegu ráðgjöf" eru Íslensk stjórnvöld að fara eftir í dag og síðustu áratugina?  En það er dapurlegt að sú stofnun skuli kenna rannsóknaraðferðir sínar við vísindi og það er kannski enn dapurlegra að hugsa til þess að Íslensk stjórnvöld skuli “kyngja þessari ráðgjöf” án nokkurrar sjáanlegrar gagnrýni.  Nú ætla ég að reyna að gera aðeins grein fyrir  “rannsóknaraðferðum” HAFRÓ en á niðurstöðum  þessara  “rannsókna”  byggja þeir ALLT stofnstærðarmat þorsks og annarra botnfiska við strendur Íslands á.  Í rétt um aldarfjórðung hefur HAFRÓ byggt ALLAR sínar STOFNSTÆRÐARÁÆTLANIR botnfiska í landhelginni og við strendur landsins á svokölluðu "TOGARALLI, sem er þannig útfært:  Togað er á fyrirfram ákveðnum stöðum í landhelginni á nákvæmlega sama tíma, á hverju ári, nákvæmlega jafn lengi, með nákvæmlega eins veiðarfærum.  Á þeim tæpu 40 árum, sem þetta hefur verið í gangi hafa orðið MJÖG MIKLAR breytingar í gerð veiðarfæra og ég tala nú ekki um skipin, ekki er í þessum “RANNSÓKNUM” tekið NOKKUÐ tillit til þess og meira að segja er orðið svo að til þess að geta endurnýjað þessi veiðarfæri og það sem með á að nota verða HAFRÓ menn að fara í hinar og þessar geymslur fyrir AFLÓGA og ÚRELT dót í þeirri von að fá varahluti til þess að geta haldið þessum “VÍSINDALEGU RANNSÓKNUM” sínum áfram á upphaflegum forsendum.  Miklar breytingar hafa orðið á hitastigi sjávar á þessum tíma, hitastig sjávar hefur hækkað, hér við land veiðast nú fiskitegundir sem eingöngu var hægt að lesa um áður og hefðbundnar tegundir við landið hafa FÆRT sig til t.d þegar ég var til sjós fyrir 30 árum fékkst ekki KARFI norðar en í sunnanverðum Víkurál en nú fæst karfinn mikið norðar til dæmis vestur á Hala og víðar og svona er um fleiri tegundir.  Svo er annað sem EKKI virðist vera tekið tillit til en það er að fiskurinn er með SPORÐ og notar hann óspart, þannig að fiskur sem var á rannsóknarsvæði 146 kl 14.07 1984 er þar ekki aftur á nákvæmlega sama tíma að ári og alls ekki 1985 eða 1995 og hvað þá 2022.  Það er ekki að sjá að tekið sé tillit til hafstrauma, sjávarfalla, tunglstöðu, átu í hafinu það er eins og menn haldi að hafið sé EITT STÓRT FISKABÚR sem sé algjörlega ÓHÁÐ ytri skilyrðum.  Svo eru menn HISSA á því að fiskistofnarnir við landið fari alltaf minnkandi.  Aðeins einn fiskifræðingur, hefur haldið uppi einhverri vitrænni gagnrýni á aðferðir HAFRÓ, en það er Jón Kristjánsson og hver hafa viðbrögðin verið?  Jú, í stað þess að taka gagnrýninni  og fara yfir rökin og staðreyndirnar, hafa yfirmenn HAFRÓ rægt hann og reynt að gera störf hans og rannsóknir ótrúverðugar.  Ég er orðinn það gamall að ég man vel eftir því, þegar "kvótakerfið" var sett á, þá var talað um að innan nokkurra ára yrði veiðin á botnfiski, eftir þessar aðgerðir, orðin um 500.000 tonn og myndi svo aukast með tímanum.  En hver hefur raunin orðið?  Við erum enn að "hjakka" í kringum 200.000 tonnin og verður ekki séð að við komumst neitt uppúr því með því að notast við þessar "vísindalegu aðferðir", sem HAFRÓ brúkar.  Enn er verið að taka almenning og þjóðina í ra....... í og VÍSINDUNUM borið við til að reyna að réttlæta óréttlætið og því miður er í gangi viss HJARÐHEGÐUN í þessu máli, eins og í mörgum öðrum, við látum mata okkur á þessari vitleysu og látum okkur vel líka (svona til viðmiðunar er rétt að  skoða COVID-19 faraldurinn en þar létum við TAKA af okkur stjórnarskrárvarin réttindi, án þess að sega nokkurn skapaðan hlut og allt var það gert í nafni VÍSINDANNA).  EN GETUR EKKI VERIÐ AÐ ÞAÐ SÉ HAGUR ÚTGERÐARINNAR AÐ ÞAÐ MEGI VEIÐA SEM MINNST, ÞVÍ ÞÁ VERÐUR VERÐIÐ Á VEIÐIHEIMILDUNUM HÆRRA, KANNSKI ER HAFRÓ BARA AÐ GERA EINS OG ÞEIM ER SAGT?  Er ekki tími til kominn að einhverjir fari að skoða þessar "VÍSINDALEGU RANNSÓKNARAÐFERÐIR" HAFRÓ af einhverri GAGNRÝNI?????????

 


mbl.is Strandveiðifélag Íslands boðar til mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HAFA LANDSMENN ENGAR BJARGIR GAGNVART RÁÐHERRUM SEM BRJÓTA LÖGIN???

Það er nokkuð fróðlegt að fara yfir feril þessarar manneskju í ráðherraembættum og hvernig vinnubrögð hennar hafa verið í gegnum tíðina.  Við skulum aðeins fara yfir þetta og þá sérstakleg hvernig hún hefur unnið fyrir landsmenn:

UMHVERFISRÁÐHERRA 2009-2012 en árið 2012 var nafni ráðuneytisins breytt í UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTIÐ og þar var hún til ársins 2013:  Ekki get ég með  nokkru móti fundið nokkurn skapaðan hlut sem hún gerði í þessu ráðneyti til að efla hag landsmanna en aftur á móti er það mér í fersku minni að hún GAF kolefniskvóta landsmanna úr landi, hún barðist fyrir því með kjafti og klóm að hvergi yrði VIRKJAÐ en hún talaði mikið um að landsmenn yrðu að flýta svokölluðum ORKUSKIPTUM OG SVO MÁ EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ HÚN FÉKK DÓM Á BAKIÐ FYRIR AÐ GERAST BROTLEG VIÐ LÖG.  En ekki hafði það nein áhrif á ferilinn hjá henni, eða það var í það minnsta ekki merkjanlegt.

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA 2017-2021:  Ekki get ég munað eftir neinu jákvæðu sem hún gerði í þessari ráðherratíð sinni, en aftur á móti er mér í fersku minni LIÐSKIPTAAÐGERÐIRNAR Í SVÍÞJÓÐ SEM KOSTUÐ ÞRISVAR SINNUM MEIRA EN EF HEFÐI VERIÐ SAMIÐ VIÐ EINKAAÐILA HÉR Á LANDI vegna þess að VEGNA HENNAR PERSÓNULEGU SKOÐANA "MÁTTI EKKI LÁTA EINKAAÐILA SJÁ UM ÞESSI VERK".  En það alvarlegasta sem hún gerði í tíð sinni sem HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur EKKI verið tekið fyrir enn þann dag  í dag, EN ÞAÐ ERU HINIR SVOKÖLLUÐU BÓLUEFNASAMNINGAR SEM ALÞINGI ÍSLENDINGA HEFUR  EKKI FENGIÐ AÐ SJÁ ENN ÞANN DAG Í DAG.  En samkvæmt STJÓRNARSKRÁNNI er EKKI HEIMILT að SKULDBINDA ríkissjóð ÁN aðkomu ALÞINGIS.  Mér vitanlega hefur ENGINN þingmaður eða nokkur annar gert athugsemd við þessi vinnubrögð að einu eða neinu  leiti á meðan svo er halda ráðherrarnir "sólóleiknum" áfram og bæta bara í.

SJÁVARÚTVEGS - OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA 2021-2022 en árið 2022 var nafni ráðuneytisins breytt í MATVÆLARÁÐUNEYTIÐ og þar er hún ennþá og á að vera til ársins 2026 en ég er þess fullviss að  kosningar til Alþingis verði í haust og þá er ég þess fullviss um að dagar hennar í því ráðuneyti séu taldir og jafnvel á Alþingi líka.  Og enn man ég ekki eftir neinu jákvæðu sem hún hefur gert en listinn yfir það neikvæða er MJÖG LANGUR og ekki nenni ég að telja það allt upp hér.  En hefst þá upptalningin hér: Ekki hefur hún séð nokkra ástæðu til að taka á BLÓÐMERAHALDINU,  STRANDVEIÐARNAR hafa verið stöðvaðar og ENGIN LAUSN er þar í sjónmáli í þeim málum frekar en öðrum sem eru á hennar borði.  Fyrir nokkrum dögum kom út skýrsla um ERFÐABLÖNDUN Norsks eldislax við Íslenska villta laxastofna vegna "slysasleppinga" úr laxeldiskvíum í sjó.  EKKI HEF ÉG ORÐIÐ VAR VIÐ AÐ HÚN SJÁI NOKKRA ÁSTÆÐU TIL AÐ BREGÐAST Á NOKKURN HÁTT VIÐ ÞESSU STÓRALVARLEGA MÁLI.  Og þá er það stóra málið núna en það er AÐFÖRIN AÐ HVALVEIÐUNUM.  Þarna tel ég að hún hafi farið nokkuð LANGT YFIR STRIKIÐ (enda má færa fyrir því rök að þegar menn byrja á lögbrotum þá sé alltaf gengið lengra og lengra, til að sjá hvar "mörkin" liggja).  Það er alveg á tæru að með þessari ákvörðun sinni að "FRESTA" HVALVEIÐUM, einum degi áður en hvalveiðar áttu  að hefjast, braut hún MINNST fjórar greinar ALMENNRA LAGA OG AUK ÞESS BRAUT HÚN TVÆR GREINAR Í STJÓRNARSKRÁNNI OG ÉG NEITA AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ ÞETTA EIGI EKKI EFTIR AÐ HAFA NEINAR AFLEIÐINGAR FYRIR HANA.

Allir vita hver persónuleg afstaða Forsætisráðherra er og þar af leiðandi er það enn alvarlegra að Kata litla hefur ekki enn tekið á þess alvarlega broti ráðherrans og að forráðamenn samstarfsflokka VG í ríkisstjórn hafi ekki beitt sér í þessu alvarlega máli.  ÞORA ÞEIR EKKI AÐ "RUGGA BÁTNUM" Á ÞESSUM SÍÐUSTU OG VERSTU TÍMUM??????


mbl.is Ekki útilokað að bannið lengist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEFUR ALDREI STAÐIÐ TIL AÐ STJÓRNVÖLD FÆRU AÐ UNDIRBÚA SIG FYRIR GOS......

Það er bar gert ráð fyrir því að björgunarsveitirnar taki að sér gæslu á gossvæðunum og það í sjálfboðavinnu og það er meira að segja innheimtur virðisaukaskattur af öllum tækjum og tólum björgunarsveitanna, því ráðherrarnir þurfa að þvælast erlendis og spreða peningum í allar áttir í alls konar þvælu, sem hafa ekkert með okkur landsmenn að gera.  Nei ráðamenn þjóðarinnar vilja að björgunarsveitirnar sjái um alla gæslu og björgun í sambandi við eldgos svo þeir geti haldið áfram að spreða með fjármuni þjóðarinnar.......


mbl.is Stjórnvöld ekki nægilega vel búin undir gosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STRANDVEIÐIMENN "TAKA" SVO MIKLA FÆÐU FRÁ HVÖLUNUM AÐ ÞAÐ VERÐUR AÐ STÖÐVA ÞESSA ÓSVINNU....

Einhvern veginn tekst þessum Matvælaráðherra að gera ALLT að tómri vitleysu sem hún framkvæmir, sem verður oft á tíðum raunin þegar fólk hefur ENGA ÞEKKINGU á því sem það á að gera.  Fólk segir að ráðherrarnir hafi jú "ráðgjafa" sem þeir geti leitað til en á móti er hægt að segja; "EKKI VIRÐIST MATVÆLARÁÐHERRA LÍKLEG PERSÓNA TIL AÐ ÞIGGJA RÁÐGJÖF FRÁ EINUM EÐA NEINUM"...


mbl.is Strandveiðar stöðvaðar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI VEITIR AF - ÞAÐ ÞARF EITTHVAÐ AÐ KOMA Á MÓTI ÞVÍ FJÁRMAGNI SEM "LEKUR" ÚR LANDINU......

Lengi hefur sá orðrómur verið í gangi að mikið fjármagn "LEKI" úr landi í gegnum hælisleitendur.  En hvernig má það vera því þetta er eiginlega 100% allslaust og eignalaust fólk?  Jú hér kemur skýringin: ÞETTA FÓLK ER ALFARIÐ Á OKKAR KOSTNAÐ, ÞEIR FARA Í FJÖLSKYLDUHJÁLPINA OG ÖNNUR HJÁLPARSAMTÖK OG FÁ ÞAR MAT, SVO FER ÞETTA LIÐ Á HJÁLPRÆÐISHERINN OG FÆR AÐ BORÐA FRÍTT, ÞÁ FÆR ÞETTA FÓLK SVOKÖLLUÐ "BÓNUSKORT (en þetta eru inneignarkort fyrir ákveðinni upphæð í hverjum mánuði til að kaupa inn matvæli og aðrar nauðsynjavörur).  VEGNA ÞESS AÐ ÞETTA FÓLK ER BÚIÐ AРLÆRA INN Á "KERFIÐ" (þetta er kallað að vera "kerfisfræðingur"), HVERNIG Á AРFÁ ALLT FRÍTT HÉRNA ÞÁ GETA ÞEIR SELT BÓNUSKORTIN SÍN (til þess að skapa einhverja EFTIRSPURN eftir þessum KORTUM verður að  selja þau með einhverjum afföllum skilst mér að nokkuð mikil eftirspurn sé eftir þeim í "fíkniefnaheiminum").  Ég tók þessum sögum með miklum fyrirvar og fannst þetta frekar fjarstæðukennt, en fór svo að hugsa málið eftir að upplifa það ég var staddur á pósthúsinu í Reykjanesbæ síðastliðinn miðvikudagdag um klukkan 14:00, þar var maður að frá Palestínu að senda 50.000 krónur til Palestínu.  Með því að senda þetta lága upphæð er EKKERT spurt um uppruna peninganna og ekkert þarf að gera grein fyrir neinu.  Daginn eftir var ég staddur í banka í Reykjanesbæ og þar var maður frá Venesúela að senda SÖMU UPPHÆÐ "heim".  Ekki er þetta stór upphæð og ætti ekki að hafa mikil áhrif á efnahag landsins, en stöldrum nú aðeins við, ef við gefum okkur að 5.000 manns sendi 50.000 krónur á mánuði úr landi þá eru þetta 250 milljónir á mánuði sem gera ÞRJÁ MILLJARÐA Á ÁRI.  GÆTU EKKI VERA FLEIRI SVONA "LEKAR" Í KERFINU??????


mbl.is Sala Kerecis styrkti krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"EKKI ER EIN BÁRAN STÖK" - ER EKKI NÓG Á OKKUR LAGT AÐ HAFA VONLAUSA OG ÖMURLEGA RÍKISSTJÓRN HELDUR ER OKKUR REFSAÐ MEÐ ELDGOSI LÍKA....

En við getum þó huggað okkur við þetta að þá hverfa jarðskjálftarnir að öllum líkindum en það er kannski til of mikils ætlast að ríkisstjórnin hverfi líka.  En við getum væntanlega öll verið sammála um það að við þurfum að taka út ansi harða refsingu - spurningin er bara hvað við höfum gert af okkur til að verðskulda þessa hörðu refsingu??????


mbl.is Bein útsending: Eldgos á Reykjanesskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STRANDVEIÐAR ERU "LÍFLÍNA" FYRIR BYGGÐ Á LANDSBYGGÐINNI...........

En að sjálfsögðu gerir Matvælaráðherra sér ekki nokkra grein fyrir þessu frekar en öðruOg ef hún ætlar sér að gera eitthvað þá er hún ekki að  láta LAGABÓKSTAFINN EITTHVAÐ VERA AÐ ÞVÆLAST FYRIR SÉR (hvalamálið er besta vitnið um það og svo var hún DÆMD fyrir lagabrot þegar hún var Umverfisráðherra).  Reyndar minnir mig að það hafi verið í Ráðherratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, en "landshlutakerfið" í strandveiðunum var lagt af (enda var Kristján fulltrúi stórútgerðarinnar í sjávarútvegsráðuneytinu) og nú ætlar Matvælaráðherra að festa sig í sessi sem fulltrúi stórútgerðarinnar MEÐ ÞVÍ AÐ STÖÐVA STANDVEIÐARNAR.  Kannski heldur hún að með því geti hún bjargað sér út úr "hvalaklúðrinu???? Það koma fréttir alls staðar af landinu að allt sé sneisafullt af fiski en samt er NIÐURSKURÐUR í fiskveiðiráðgjöf HAFRÓ ár eftir ár.  Ég hef nokkuð oft, skrifað hérna á bloggið um hinar "vísindalegu" aðferðir HAFRÓ og hversu marktækar ég tel að þær séu, nú hef ég lesið blaðagreinar eftir skipstjóra sem taka undir með mér og hefur mér fundist að "undiraldan" í þessum efnum sé að þyngjast verulega.  Ég og margir aðrir hafa löngum sett fram þá kröfu að handfæraveiðar smábáta verði gefnar frjálsar og það strax.  Þá koma ráðamenn og aðrir varðhundar kerfisins (síðast Fjármálaráðherra) og segja: „af hverjum á þá að TAKA þann kvóta?“ Svarið er ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ TAKA ÞANN KVÓTA AF NEINUM.  Ég hef áður talað um það að „stofnstærðarmælingarnar“ hjá HAFRÓ eru ekki nein MERKILEG VÍSINDI og engin einasta ástæða til að fara að „veiðiráðgjöf“ þeirrar stofnunar upp á kíló. Nýlega ákvað Alþjóða hafrannsóknarráðið að leggja til að AUKA veiðar á kolmunna um 81% á næsta ári og hver er ástæðan? jú það "fannst" eitthvert viðbótar magn.  Er þetta ekki vísbending um að það sé eitthvað að hafrannsóknum víðar en á Íslandi? Veiðigeta þeirra sem stunda handfæraveiðar er mjög sennilega ekki meiri en um það bil 30.000 tonn á ári án þess að nokkrar takmarkanir séu settar þar á (takmarkanir þarf reyndar að setja á fjölda báta stærð þeirra og annað).  En veðráttan og fleira setur á takmarkanir, sem þarf til og punktur og pasta.  Svo þarf að taka af margar takmarkanir sem hafa verið settar á vegna strandveiða til dæmis þetta veiðisvæðakjaftæði, annað hvort eru menn á handfæraveiðum eða ekki það skiptir ekki nokkru máli á hvaða „svæði“ þeir eru.  Að þeir megi ekki veiða nema eitthvað ákveðið magn í hverri veiðiferð er alveg FÁRÁNLEGT, suma daga veiðist vel og svo er ekkert að fá aðra daga, þannig er það bara.  Þá er eitt mál, ÞAÐ AÐ AÐEINS MEGI VERA EINN MAÐUR Á ÞESSUM STRANDVEIÐIBÁTUM ÆTTI HREINLEGA AÐ BANNA, ef eitthvað kemur uppá þar sem einungis er einn maður á bát getur sá maður ENGA BJÖRG SÉR VEITT ef eitthvað alvarlegt gerist, ÞETTA ER EINFALDLEGA ÖRYGGISATRIÐI.

En aftur að frjálsum handfæraveiðum.  Að mínu áliti eru þessar tillögur þingmanna VG lítið annað en "bútasaumur" og ekki annað að sjá en að þær geri lítið annað en að lengja í hengingarólinni. sem hefur verið sett um háls smábátasjómanna. Að koma með tillögu um að smábátasjómenn fái að veiða 8,3% af leyfilegum heildarafla í stað 5,3% (aukning um heil 3%), er að mínu mati bara móðgun við smábátasjómenn.  EINS OG ÉG HEF SAGT ÁÐUR, ÞÁ ÞARF AÐ TAKA HEILDAR FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFIÐ ALVEG Í GEGN OG HÆTTA ÞESSUM EILÍFÐAR "BÚTASAUMI"............ 

 


mbl.is Ekki frekari heimildir til strandveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"FÓRNARLAMBSHUGTAKIÐ" ER LÍFSEIGT HJÁ ÖFGAFEMÍNISTNUM..........

Og það er alveg greinilegt að það á að nota það þrátt fyrir að það sé löngu orðið ofnotað og útþvælt.  Ég las þetta viðtal við séra Solveigu Láru lauslega yfir og þar gat ég ekki séð að hún gerði eina einustu tilraun til að rökstyðja "ásakanir" sínar að einu eða neinu leiti og ég gat ekki betur séð en að "Gróa á Leiti" stjórnaði málflutningi hennar að öllu leiti.  Síðustu árin hef ég ekki getað séð betur en að stór meiri hluti þeirra sem fái prestaköll séu konur (meira að segja er sá meirihluti vel yfir 80%).  Og meira að segja eru mörg dæmi um það að reynt sé að koma karlprestum úr starfi, með mjög svo óviðeigandi hætti (ekki mjög "kristileg" vinnubrögð), til að "rýma" fyrir kvenprestum.  Varla væru konur að sækjast eftir þessum störfum ef vinnuumhverfið væri óviðunandi?????????


mbl.is Talað niður til kvenna á kirkjuþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER EKKI AÐALMÁLIÐ AÐ KOMA Í VEG FYRIR SVONA "VALDNÍÐSLU" Í FRAMTÍÐINNI????

Og að einstakir ráðherrar komist ekki upp með lögbrot svo ekki sé nú talað um STJÓRNARSKRÁRBROT, án þess að geta átt von á nokkurri refsingu eða öðrum afleiðingum af gjörðum sínum???


mbl.is Fyrsta skoðun liggur fljótt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVONA VAR ÞETTA LÍKA Í SAMBANDI VIÐ EFNAHAGSHRUNIÐ 2008 - ALLT Í HIMNALAGI FRAM Á SÍÐASTA DAG..

Og ekkert hafa menn lært af því frekar en öðru......


mbl.is Segir samstarfið ekki hanga á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband