Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024
9.5.2024 | 14:06
ÞARNA ER MINN FRAMBJÓÐANDI Í NÆSTU FORSETAKOSNINGU KOMINN...
Þeim rúmlega klukkutíma, sem fór í að horfa og hlusta á þetta myndband, var mjög vel varið og sannfærði mig algjörlega um það á hvaða leið samfélagið okkar er og aðeins VIÐ (þjóðin) getum breytt því. OG MUNUM ÞAÐ AÐ Á KJÖRDAG ERUM VIÐ EIN Í KJÖRKLEFANUM OG ÞAÐ SEGIR OKKUR ENGINN HVAÐ VIÐ EIGUM AÐ KJÓSA....
Þeir gjörsamlega niðurlægð Eistneska liðið. Maður vissi svosem fyrir leikinn að Íslenska liðið væn betra en mig grunaði ekki að Eistarnir væru svona lélegir og í þessum leik voru þeir bara "FALLBYSSUFÓÐUR" og þegar seinni hálfleikur var rétt um það bil hálfnaður, var maður farinn að vorkenn Eistunum og maður var farinn að sjá það á þeim að þeir voru bara að bíða eftir því að þessari martröð þeirra færi að ljúka. Ég ætla að vera "KOKHRAUSTUR" og fullyrða það að "STRÁKARNIR OKKAR" geti ekki tapað með 25 mörkum eða meira úti í Eistlandi á laugardaginn...............
Ísland skoraði 50 og er nánast komið á HM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2024 | 09:34
ENN HELDUR PENINGASTEFNUNEFND "DAUÐAHALDI" Í ÞAÐ AÐ STÝRIVEXTIR HAFI ÁHRIF Á VERÐBÓLGU
Er ekki rétt að fara yfir það hvaða þættir hafa áhrifá verðbóguna? Jú þeir hafa fyrst og fremst áhrif á NEYSLU en NEYSLA skiptist í tvo þætti í hagfræðinni það er EINKANEYSLA og SAMNEYSLA, einkaneysla er samkvæmt skilgreiningu hagfræðinnar neysla almennings á landinu. Það er yfirleitt EKKI mælt með því að almenningur taki lán fyrir neyslu sinni þó svo að vissulega séu dæmi fyrir því. Af heildarneyslunni er EINKANEYSLAN aðeins lítill hluti af heildarneyslunni, ef tekið er lán fyrir hluta þessara neyslu er að sjálfsögðu ekki um neitt annað að ræða en að taka þau lán hér innanlands og afskaplega hæpið að halda því fram að sú lántaka sé VERÐBÓLGUHVETJANDI. Öðru máli gegnir um SAMNEYSLUNA, þar er um OPINBERA NEYSLU að ræða (heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, löggæslu og fleira). SAMNEYSLAN er fíllinn í postulínsversluninni, útgjöld hins opinbera hafa AUKIST ALVEG GÍFURLEGA SÍÐUSTU ÁR og það sem er alvarlegast er það að ÖLL ÞESSI AUKNING OPINBERRA ÚTGJALDA ER TEKIN AÐ LÁNI OG ÞAÐ ER ÞAÐ SEM VELDUR VERÐBÓLGUNNI. HVER SKYLDI ÁSTÆÐAN VERA FYRIR ÞVÍ AÐ VERÐBÓLGA HÉR ER HÆRRI EN Í NÁGRANNALÖNDUNUM? JÚ Í SINNI EINFÖLDUSTU MYND ER HÆGT AÐ SEGJA AÐ VERÐBÓLGA SKAPIST VIÐ ÞAÐ AÐ VIÐ EYÐUM MEIRU EN VIÐ ÖFLUM. Síðustu árin og síðustu áratugina hafa hagfræðingar verið að reyna að átta sig á því almennilega hvað VERÐBÓLGA er í rauninni og hvað það er sem raunverulega veldur henni. Ef við rennum stuttlega yfir söguna sjáum við að hún einkennist nokkuð mikið , fyrstu árin, af tilraunastarfsemi og tilgátum til dæmis voru á árunum 1960-1980 voru hagfræðingar mjög uppteknir af að sýna fram á tengst verðbólgu og atvinnuleysis, seinna kom svo Milton Friedman með hina svokölluðu PENINGAMAGNSKENNINGU sem átti að leysa endanlega verðbólguvandann og varð sú kenning nánast heilög nokkuð lengi, næst var farið að tengja saman STÝRIVEXTI og VERÐBÓLGU og var sú tilgáta talin rétt og óumdeild þar til upp úr 2010 en þá fóru að koma fram efasemdarraddir og ýmsir virtir hagfræðingar eins og Krugman, Taylor, Mankiw og fleiri fóru að koma með verulegar athugsemdir við þessa kenningu og Stieglitz skaut þetta endanlega niður. Stundum fæ ég það á tilfinninguna sumir telji það að þegar þeir útskrifist úr einhverju námi, séu þeir BÚNIR að læra, hendi ÖLLUM námsbókum og hætti að fylgjast með öllum framförum í þeirri grein sem þeir menntuðu sig í og loki sig af í einhverjum fílabeinsturni þar sem þeir geta bara verið í friði fyrir almenningi.Lengi hefur sá orðrómur verið í gangi að mikið fjármagn "LEKI" úr landi í gegnum hælisleitendur. En hvernig má það vera því þetta er eiginlega 100% allslaust og eignalaust fólk? Jú hér kemur skýringin: ÞETTA FÓLK ER ALFARIÐ Á OKKAR KOSTNAÐ, ÞEIR FARA Í FJÖLSKYLDUHJÁLPINA OG ÖNNUR HJÁLPARSAMTÖK OG FÁ ÞAR MAT, SVO FER ÞETTA LIÐ Á HJÁLPRÆÐISHERINN OG FÆR AÐ BORÐA FRÍTT, ÞÁ FÆR ÞETTA FÓLK SVOKÖLLUÐ "BÓNUSKORT (en þetta eru inneignarkort fyrir ákveðinni upphæð í hverjum mánuði til að kaupa inn matvæli og aðrar nauðsynjavörur). VEGNA ÞESS AÐ ÞETTA FÓLK ER BÚIÐ AÐ LÆRA INN Á "KERFIÐ" (þetta er kallað að vera "kerfisfræðingur"), HVERNIG Á AÐ FÁ ALLT FRÍTT HÉRNA ÞÁ GETA ÞEIR SELT BÓNUSKORTIN SÍN (til þess að skapa einhverja EFTIRSPURN eftir þessum KORTUM verður að selja þau með einhverjum afföllum skilst mér að nokkuð mikil eftirspurn sé eftir þeim í "fíkniefnaheiminum"). Ég tók þessum sögum með miklum fyrirvara og fannst þetta frekar fjarstæðukennt, en fór svo að hugsa málið eftir að upplifa það ég var staddur á pósthúsinu í Reykjanesbæ síðastliðinn miðvikudag um klukkan 14:00, þar var maður að frá Palestínu að senda 50.000 krónur til Palestínu. Með því að senda þetta lága upphæð er EKKERT spurt um uppruna peninganna og ekkert þarf að gera grein fyrir neinu. Daginn eftir var ég staddur í banka í Reykjanesbæ og þar var maður frá Venesúela að senda SÖMU UPPHÆÐ "heim". Ekki er þetta stór upphæð og ætti ekki að hafa mikil áhrif á efnahag landsins, en stöldrum nú aðeins við, ef við gefum okkur að 5.000 manns sendi 50.000 krónur á mánuði úr landi þá eru þetta 250 milljónir á mánuði sem gera ÞRJÁ MILLJARÐA Á ÁRI. GÆTU EKKI VERA FLEIRI SVONA "LEKAR" Í KERFINU? Það er kannski möguleiki á því að eitthvað dragi úr þessum "GJALDEYRISLEKA" úr landinu þegar FJÖLSKYLDUHJÁLPIN hætti starfsemi seinna á árinu? En sennilega kemur "GÓÐA FÓLKIÐ" einhverju "úrræði" á koppinn í staðinn. OG SVO ERU MENN ALVEG "KJAFTBIT" Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ VERÐBÓLGA Í LANDINU. Svo er eina ráðið í baráttunni við verðbólguna, sem stjórnmálamenn sjá, ER AÐ HÆKKA SKATTA. HVERNIG VÆRI AÐ FARA BETUR MEÐ ÞAÐ FJÁRMAGN SEM RÁÐAMENN HAFA TIL RÁÐSTÖFUNAR????????
Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2024 | 08:21
MARGUR "SKÍTURINN" SEM KÆMI Í LJÓS VIÐ ÝTARLEGRI RANNSÓKN.......
Það var eins gott að ekki tókst að "ÞAGGA ÞETTA NIÐUR" eins og til stóð, það var að sjálfsögðu miður að þessi "skítur" skyldi verða til þess að sú ágæta fréttakona María Sigrún Hilmarsdóttir skyldi lenda í miðri "hringiðunni", alveg að ósekju. Eftir að hafa horft á umfjöllunina um þetta mál "Kastljósinu" í gærkvöldi er ég ekki hissa á því að fyrrverandi borgarstjóri hafi viljað "STOPPA" þessa umfjöllun um málið því vesælli málflutning og útúrsnúninga man ég ekki eftir að hafa heyr eða séð lengi og á þessi frammistaða hans eftir að verða lengi í minnum höfð hjá þorra manna (nema náttúrulega harðir LANDRÁÐFYLKINGARMENN, sem kom til með að verja þennan mann fram í rauðan dauðann). Það er ekki nokkur spurning að ef ferill fyrrverandi borgarstjóra yrði vandlega rannsakaður, KÆMi ÚT RANNSÓKNARSKÝRSLA Í 12-14 BINDUM en það verður stoppað af.......
Verulega brugðið að sjá þennan þátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2024 | 09:04
ENN UM "GÆÐI" SKOÐANAKANNANA........
Hér er víst um að ræða "könnun" á vegum GALLUP (Þjóðarpúsls GALLUP), sem var sú síðasta fyrir þessar umræddu kappræður í sjónvarpssal í gærkvöldi. Mér gekk nú illa að finna nokkrar almennilegar tölfræðiupplýsingar um þessa könnun, eins og vikmörk, öryggi (hversu áreiðanleg þessi könnu vær), fjöldi þeirra sem voru spurðir var 2.871 en þeir sem svöruðu voru 1.447 eða um 50% (nákvæmlega 50,4%). Af því að lesa textann var hægt að áætla að vikmörkin væru +/-5%, sem ég dreg stórlega í efa því þar sem svarhlutfallið er einungis rétt rúm 50% segir það sig nokkurn vegin sjálft að það hlýtur að koma niður á vikmörkunum og þar með áreiðanleika hennar. Og þarna komum við að kjarnanum,í gær kom líka könnun frá Félagsvísindastofnun og þar var svarhlutfallið innan við 30% OG SVONA LAGAÐ ER KYNNT SEM EINHVER HEILAGUR SANNLEIKUR OG ÞESSU Á FÓLK GLEYPA HRÁTT????????
Fyrstu viðbrögð við kappræðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þegar FJÁRLÖG koma út er settur "rammi" um það hver útgjöld ríkisins eiga að vera á næsta ári. Menn eru að sjálfsögðu misánægðir með það hvaða útgjöld þeirra stofnun þeirra stofnun fær, sem er alveg fullkomlega eðlilegt. En því miður hefur þróunin orðið sú að EKKI er mikið mark tekið á FJÁRLÖGUNUM og eiginlega eru það FJÁRAUKALÖG, sem eru orðin hin "RAUNVERULEGU FJÁRLÖG". En jafnvel þau duga ekki til svo ´hafður sé "hemill" á ríkisútgjöldunum, sem dæmi þá þurfti fyrrverandi forsætisráðherra að koma frá sér rándýrri "atvinnuauglýsingu", sem var rándýr fundur Evrópuráðsins í Hörpu fundur sem stóð í tvo daga og skilaði akkúrat ENGU (og svei mér þá ég held að fyrrverandi forsætisráðherra hafi heldur ekki fengið neina vinnu), en þessi fundur kostaði nokkra milljarða og var ekki gert ráð fyrir honum í FJÁRLÖGUM eða FJÁRAUKALÖGUM. Og hvað var þá gert? JÚ ÞAÐ VAR VAÐIÐ Í "SJÓÐINA", SEM ER EKKERT ANNAÐ EN LÖGBROT. ÞAÐ SAMA VAR GERT, ÞEGAR LJÓST VAR AÐ KOSTNAÐUR VEGNA HÆLISLEITENDA FÆRI LANGT FRAM ÚR ÁÆTLUN, VAR GRIPIÐ TIL SAMA RÁÐS. OG VAR GRIPIÐ TIL EINHVERRA AÐGERÐA VEGNA ÞESSARA LÖGBROTA? Svarið er einfalt, ÞAÐ VAR EKKERT GERT. Samkvæmt STJÓRNARSKRÁNNI hefði átt að draga þetta lið fyrir LANDSDÓM en Alþingi hefur ÁKVEÐIÐ að sú grein stjórnarskrárinnar verð EKKI AFTUR NOTUÐ, mér er það mjög til efs að Alþingi hafi heimild til að ákveða hvaða lagagreinum sé farið eftir og hverjum ekki. ÞAÐ ER KOMINN TÍMI OG ÞAÐ FYRIR LÖNGU SÍÐAN, Á ALLSHERJAR TILTEKT Í STJÓRNKERFINU OG Á ÞAÐ AÐ "VISSIR AÐILAR" VIRÐI LÖGIN Í LANDINU OG FARI EFTIR ÞEIM EINS OG AÐRIR.......
Ráðherrar taki lúku úr ríkiskassanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2024 | 12:03
HVAÐA VÖLD HEFUR FORSETINN - OG HAFA ÞESSI VÖLD VERIÐ NOTUÐ??
Samkvæmt stjórnarskránni eru völd forseta MUN MEIRI en hefur verið látið í veðri vaka og alveg síðan doktor Kristján Eldjárn var kjörinn forseti 1968, hefur því kerfisbundið verið haldið að þjóðinni að völd forseta væru allt að því ENGIN og hans hlutverk væri eiginlega það eitt að "vera andlit Íslands út á við". EN HVERJIR ÆTLI HAFI HAG AÐ ÞVÍ AÐ "BLEKKJA" ÞJÓÐINA SVONA, VAÐANDI VÖLD FORSETA? En ef menn hafa fyrir því að kynna sér STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS, þá kemur bara allt annað í ljós. Nú er tilvalið að renna yfir nokkrar greinar STJÓRNAKRÁRINNAR og skoða hvernig þeim hefur verið framfylgt fram að þessu:
Í 15. greininni stendur: "Forsetinn skipar ráherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim". Ég veit ekki til þess að það hafi nokkurn tíma verið farið eftir þessari grein að einu eða neinu leiti. 25. grein segir: Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta". Ekki er mér kunnugt um að nokkurn tímann hafi verið látið reyna á þetta, þrátt fyrir að full ástæða hafi verið til. Og svo er komið að þessari "umdeildu 26. grein" (ég nenni nú ekki að vera að skrifa hana upp en flestir þekkja hana nú þegar). En þegar þessi grein kom fyrst til umræðu vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson, myndi hugsanlega beita henni gagnvart FJÖLMIÐLALÖGUNUM, þá sagði enn forsetaframbjóðandinn árið 2024 (Baldur Þórhallsson), sem álitsgjafi í fréttatíma á RÚV "AÐ ÞESSI GREIN VÆRI ORÐIN ÓVIRK VEGNA NOTKUNARLEYSIS".
Aðeins hefur verið stiklað á stóru og alls ekki farið ALLA möguleika, sem eru til staðar varðandi völd forseta.....
AÐ LOKUM VIL ÉG NOTA TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ ÓSKA FORSETAFRAMBJÓÐANDANUM ARNARI ÞÓR JÓSSYNI TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ.