Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"SVO BREGÐAST KROSSTRÉ SEM ÖNNUR TRÉ"...........

Ég var að lesa grein skrifaða af Einari S. Hálfdánarsyni hæstaréttarlögmanni, á blaðsíðu 15. í Morgunblaðinu í dag.  Ég hef gert mér far um að lesa allt sem Einar skrifar og hann er alltaf mjög rökfastur og málefnalegur í skrifum sínum en umfjöllun hans um "bókun 35" í EES samningnum virðist hann ekki hafa skoðað mjög vel (hver ástæðan er fyrir því er treysti ég mér ekki til að meta).  Það er alveg rétt hjá honum að BÓKUN 35 HEFUR VERIÐ Í EES SAMNINGNUM VERIÐ ÞAR ALVEG FRÁ UPPHAFI, EÐA FRÁ 1993.  En hún hefur verið þar inni sem "BÓKUN" Í SAMNINGI HEFUR BÓKUN EKKI LAGAGILDI, EF ÞESSI bókun HEFÐI VERIÐ INNI Í SAMNINGNUM SEM LAGAÁKVÆÐI HEFÐI SAMNINGURINN ALDREI VERIÐ SAMÞYKKTUR HÉR Á LANDI Á SÍNUM TÍMA.  En nú stendur til að þessi BÓKUN öðlist LAGAGILDI, með því að Utanríkisráðherra lagði fram lagafrumvarp þess efnis OG ÞAR MEÐ HEFJAST SVOKÖLLUÐ LANDRÁÐ.  En allt sem Einar S. Hálfdánarson skrifar um Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og hvort hafi orðið einhver breyting á hlutverki stofnunarinnar, tek ég alveg undir og finnst þau skrif og hugleiðingarnar sem þar eru settar fram meiriháttar góðar.  En þrátt fyrir  þessa litlu yfirsjón Einars S. Hálfdánarsonar verðu EKKI til þess að ég hætti að lesa góðar og málefnalegar greinar hans í Morgunblaðinu.................


ER LOKSINS KOMINN FRAM ÞINGMAÐUR SEM HEFUR ÞOR OG BURÐI TIL AÐ STANDA Í "HÁRINU" Á BORGARSTJÓRA??????

Ef það væri einhver "töggur" í ráðamönnum landsins færu þeir í að tryggja notkunargildi Reykjavíkurflugvallar, svo notagildi hans yrði ótvírætt þar til annað jafngott eða betra flugvallarstæði er fundið.  Og það er ekki nóg að finna annað flugvallarstæði heldur tekur það 10 - 20 ár að byggja flugvöllinn eftir að ásættanlegt flugvallarstæði er fundið (þetta segi ég miðað við hvaða tíma aðrar framkvæmdir hafa tekið).  Það er frekar lítið mál að gera flugvöllinn mjög góðan; það er lítið mál að lengja flugbrautir út í sjó  og að virkja "neyðarbrautina" aftur þá þarf að lengja hana út í sjó, reynda þyrfti að rífa tvö eða þrjú flugskýli áður en þar þyrftu að koma til samningar, sem ættu ekki að vera neitt vandamál ef vilji er til að leysa málin.  Þá þyrfti að fara fram umtalsvert skógarhögg í Öskjuhlíðinni og grisjun.  Allt sem þarf er bara að taka ÁKVÖRÐUN og fyrir stjórnmálamenn að standa í lappirnar.  Fyrir nokkrum árum kom fram tillaga þess efni að taka ætti skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg er varðaði ALLAR ákvarðanir varðandi flugvöllinn og umhverfi hans, þetta er einhver besta tillaga sem komið hefur fram varðandi flugvöllinn og finnst mér að þetta ætti að eiga við ALLA flugvelli landsins.   En það var eins og við var að búast þingmenn LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR (Samfylkingarinnar) fóru alveg á hjörunum og svo mikil urðu lætin að þetta mál var látið niður falla.  Kannski er þetta eina lausnin á málefnum Reykjavíkurflugvallar, því aðgerðir núverandi borgarstjóra benda til þess að "BROTAVILJI" hans er MJÖG einbeittur og virðist ekki vera að samningar eða nokkuð annað haldi aftur af honum í því ætlunarverki hans að koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni........


mbl.is „Fer ekki saman hljóð og mynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMIR KUNNA ALLS EKKI AÐ SKAMMAST SÍN..........

Ekki veit ég hvenær hann hefur haft tíma til að kynna sér afkomu fyrirtækja EFTIR að samningar voru gerðir og svo efast ég bara stórlega um að áhrif þeirra séu komin í ljós og svo verðum við að hafa í huga að opinberi geirinn á eftir að semja, þannig að ekki hefur hann getað skoðað áhrif þeirra samninga.... cool wink


mbl.is Laun hafa hækkað of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN UM STJÓRNARSKRÁRBROT (og ekki að ástæðulausu)...........

Nú er heldur betur komið að því að Alþingis-menn/konur fari að fara eftir stjórnarskránni okkar og virði hana í hvívetna EINS OG ÞEIR HAFA SVARIÐ AР GERA ÞEGAR SEST ER Á ÞING OG AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ LÖG SEM ALÞINGI SETUR  STANDIST STJÓRNARSKRÁNA .  Nú er tækifærið til þess að fara eftir stjórnarskránni að einhverju leyti.  Málið er að ráðherrarnir eiga EKKERT erindi á Alþingi   (það er nánar fjallað um þetta síðar í greininni).  Þegar ráðherrar hafa verið skipaðir verður að kalla inn varamenn fyrir þá, en þá verður engin FÆKKUN á Alþingi.  Þá er helsta ráðið að gerð verði breyting á lögum um fjölda Alþingismanna á þessu kjörtímabili þar, sem lagt yrði til að Alþingismönnum yrði FÆKKAÐ úr 63 í 40 (Það þarf ekki fleiri þingmenn til að samþykkja þau lög og reglugerðir sem koma frá ESB og þar að auki eru mjög margir þingmenn komnir með einn eða fleiri aðstoðarmenn).  Það  verður að fara fram að minnsta kosti endurskoðun á EES samningnum og uppsögn á Schengen samkomulaginu.

Allt frá okkar fyrstu árum í skóla hefur okkur verið sagt að hin svokallaða þrískipting ríkisvaldsins sé grundvöllurinn að stjórnskipun lýðveldisins Íslands.  Eins og allir vita skiptist valdið í: LÖGGJAFARVALD, FRAMKVÆMDAVALD og DÓMSVALD.

En eftir að stöðuveitingar ráðherra komust í hámæli, þá fór ég nú að skoða þessa þrískiptingu ríkisvaldsins betur og miðað við þá skoðun þá komst ég að því að skilin þarna á milli eru orðin afskaplega óskýr og sum staðar eru þau bara alveg horfin, hafi þau einhvern tíma verið til staðar.

LÖGGJAFARVALD er samkvæmt stjórnarskránni í höndum Alþingis og forseta.  Alþingismenn og konur fá umboð sitt frá þjóðinni, til fjögurra ára í senn, þeirra hlutverk er að setja lög sem þjóðin á að fara eftir og forseti veitir þessum lögum samþykki sitt. 

FRAMKVÆMDAVALD er ráðherra viðkomandi málaflokks og staðfestir forsetinn skipan viðkomandi ráðherra.  Viðkomandi ráðherra á að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi setur.

DÓMSVALD er í höndum dómara.

Þannig er þrískiptingu ríkisvaldsins háttað þessum ÞREMUR þáttum á að halda algjörlega aðskildum til að tryggja sem best lýðræði og réttláta meðferð þegna landsins gegn hinu opinbera.

En eitthvað virðist þetta hafa skolast til á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hægt er með nokkuð góðri samvisku að fullyrða það að þrískipting ríkisvaldsins hafi aldrei að fullu verið til framkvæmdar hér á landi.  Þessa fullyrðingu verður að skoða nánar og mun ég gera tilraun til þess hér á eftir.

Við skulum byrja á því að skoða LÖGGJAFARVALDIÐ:  Á Alþingi sitja 63 fulltrúar kjörnir af þjóðinni, það er óumdeilt, en af þessum 63 þingmönnum eru 11 ráðherrar,  Þarna er strax komin skörun.   Það er þannig að þegar kjörnir þingmenn, verða tilnefndir sem ráðherrar, þá eiga þeir að segja af sér þingmennsku og kalla inn varamenn sína.   Það er svo tilhögunin á Alþingi, að svokölluð ráðherrafrumvörp njóta forgangs í störfum þingsins, en þetta þýðir að þau frumvörp sem eru borin upp af ráðherra hafa forgang framyfir svokölluð þingmannafrumvörp.  Ég tel að þarna sé um að ræða brot á stjórnarskránni.  Samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins eiga ráðherrar ekki að hafa atkvæðisrétt á Alþingi og spurning hvort þeir eigi yfirhöfuð nokkuð að eiga sæti þar.   Það er spurning hvort störf Alþingis yrðu ekki bara “skilvirkari” ef ráðherrar myndu bara mæta einu sinni í viku eða sjaldnar í fyrirspurnartíma niður á þing?  Það er erfitt að skrifa nokkuð sérstaklega um FRAMKVÆMDAVALDIÐ vegna þess að þessi grein fjallar um það hvernig það hefur smám saman verið að “taka yfir” LÖGGJAFARVALDIÐ og DÓMSVALDIÐ.  Það verður ekki um það deilt að FRAMKVÆMDAVALDIÐ er alltaf að verða fyrirferðarmeira í stjórnsýslu okkar Íslendinga.  Þá er eftir að fara yfir DÓMSVALDIÐ.  Ekki hefur það orðið útundan í þessari þróun.  DÓMSVALDIÐ á samkvæmt stjórnarskránni að standa alveg sjálfstætt.  En er það alveg sjálfstætt?  Ég verð að viðurkenna vankunnáttu mína þar en ég veit ekki hvenær ráðherra byrjaði að skipa dómara, en í stjórnarskránni stendur í 59 grein “Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum” (Tilvitnun líkur, leturbreytingar eru mínar), þá er það skilningur minn, samkvæmt þessu,að ráðherra eigi EKKI að skipa dómara og er þá ekki með góðu móti hægt að segja að stjórnarskráin hafi verið brotin í  mörg ár eða jafnvel áratugi?  Ekki einvörðungu hefur framkvæmdavaldið seilst til áhrifa í löggjafarvaldinu heldur er það einnig komið með puttana í dómsvaldið (sbr. Það að flestir dómarar, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti, eru orðnir pólitískt skipaðir) og ALLIR MUNA EFTIR „FARSANUM“ Í SAMBANDI VIÐ SKIPUN DÓMARA Í LANDSRÉTT.  En í því máli tel ég að hafi verið gerð AFDRIFARÍK MISTÖK.  Í dómi mannréttindadómstóls Evrópu kom fram að ALLIR DÓMARAR LANDSRÉTTAR VÆRU ÓLÖGLEGA SKIPAÐIR, EKKI BARA FJÓRIR, VEGNA ÞESS AÐ ALÞINGI HAFI EKKI STAÐIÐ RÉTT AÐ SKIPAN ÞEIRRA. ALÞINGI ÁTTI AÐ KJÓSA UM HVERN OG EINN ÞEIRRA Í STAÐ ÞESS AÐ KJÓSA UM ALLAN HÓPINN Í EINU.  þá kom einnig fram ádeila á FORSETA LÝÐVELDISINS fyrir hans afgreiðslu á málinu.  En minnsta ádeilan var á störf Dómsmálaráðherra, sem samt var sú eina í þessu máli, sem var „látin“ sæta ábyrgð.

 Það er mín skoðun að stjórnarskráin, sem slík sé mjög gott plagg og hefur hún þolað mjög vel tímans tönn en aftur á móti hef ég meiri áhyggjur af þeim sem eru á Alþingi og eiga að sjá til þess að það sé unnið í samræmi við stjórnarskrána m.a á að gæta þess að lög sem eru sett séu í samræmi við stjórnarskrána á því vill nú vera misbrestur.  Það er tími til kominn að stjórnarskráin verði virt og fyrsta skrefið í þá átt er að „MOKA“ RÁÐHERRUNUM út af Alþingi enda eiga þeir alls ekki heima þar.  Sem dæmi má geta þess að það getur ekki verið eðlilegt að ráðherrarnir sitji heilu og hálfu dagana niðri á Alþingi og „bori bara í nefið á sér“.  Maður hefði haldið að það væri full vinna að stjórna landinu í það minnsta er ekki mjög trúverðugt að menn og konur geti bara gert þetta með annarri hendinni.   Það er ekki skrítið að hver ráðherra skuli hafa minnst tvo aðstoðarmenn, því ráðherrann þarf að eiða tímanum niðri á þingi, þar sem hann á EKKERT ERINDI. Svo eru þingmenn orðnir allt of margir.  Með því að henda ráðherrunum út úr Alþingishúsinu, væri stigið fyrsta skrefið í því að FÆKKA alþingismönnum, en þar væri einungis komið FYRSTA skrefið af mörgum.  Alþingismenn þurfa alls ekki að vera fleiri en 40, það sem þarf að gera er að störf Alþingis verði gerð markvissari og einfaldari.  Þegar sjónvarpað er frá þingfundi (nema „Eldhúsdagsumræðu“ hvers vegna hún hefur fengið þetta nafn er mér algjörlega hulin ráðgáta), er þingsalur yfirleitt hálftómur.  Þetta vekur þá spurningu hvort ekki væri hagstæðara að hafa þingfundi tvisvar í viku og þar af yrði annar dagurinn þar sem ráðherra tækju þátt og svöruðu fyrir embættisfærslur sínar.  Þrír dagar yrðu svo teknir í nefndastörf og önnur störf þingsins.  Áður en fólk fer að tala um að það vanti nýja stjórnarskrá er lágmark að sú stjórnarskrá sem er nú þegar til staðar sé virt.  Það hefur verið alveg með ólíkindum að horfa upp á starfsemi þingsins og oft hefur það hvarflað að manni að þingið sé með öllu stjórnlaust, ég er alveg viss um að það væri búið að reka forseta þingsins fyrir stjórnleysi og handvömm ef hann væri að vinna í einkageiranum.  Ég minntist EKKI á ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGURNAR í þessari samantekt minni, en að mínu áliti standast lögin um þingsályktunartillögur EKKI stjórnarskrána en dæmi um lög sem ekki standist stjórnarskrána eru lög um þingsályktunartillögur og eru þau langt því frá að vera þau einu.

Nú er sem dæmi eftir nokkra daga að hefjast fundur, þar sem verður ákveðið HVORT ÍSLAND OG 193 ÖNNUR RÍKI AFSALI SÉR ÖLLU VALDI  TIL WHO (ALÞJÓÐA HEILBRIGÐISMÁLASTOFNUNARINNAR) OG ÞÁ FARI WHO MEÐ ÖLL VÖLD Í HEILBRIGÐISMÁLUM  ÞJÓÐARINNAR.   Þarna er óumdeilt  að um sé að ræða FRAMSAL Á VALDI TIL ERLENDRA AÐILA, SEM ER MEÐ ÖLLU ÓHEIMILT SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁNNI.  Ég veit ekki til þess að þetta mál hafi verið rætt á Alþingi og eina umræðan sem ég hef heyrt um þetta mál er á útvarpi Sögu og þingmenn konur hafa ekki fengist í viðtal þar og bera þeir því við að þeir hafi ekki haft tíma til að setja sig inn í málið.  Ætla þeir (þingmennirnir) að seta sig inn í málið EFTIR að búið er að skrifa undir og hvað á þá að gera??????


JÁ, ÞESSI FUNDUR VERÐUR SÖGULEGT "FLOPP".......

„Stóri sal­ur­inn verður sett­ur upp eins og hjá alþjóðastofn­un­um. Eins og við höf­um séð hjá Evr­ópuráðinu í Strass­borg eða hjá Sam­einuðu þjóðunum í New York eða Genf. Það verða merk­ing­ar fyr­ir hvert ríki í stóra saln­um og á morg­un [í dag] verður frá­gang­ur á því.“  GUÐ MINN GÓÐUR ÞAÐ ERU ENGIN TAKMÖRK Á "SÝNDARMENNSKUNNI".  Ætli það verði vegna "SÝNDARMENNSKUNNAR" sem fundurinn í Reykjavík, verði lengi i minni hafður????????????


mbl.is Telur að fundurinn verði sögulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU MENN/KONUR HÆF TIL ÞESS AÐ META HÆFI SITT Í EINSTÖKUM MÁLUM SJÁLFT????

Að mínum dómi er svarið NEI.  Það hefur svo oft gerst að menn telji sig ekki vanhæfa þrátt fyrirhitt og þetta.  Að mínum dómi eru menn síður en svo HÆFIR til að dæma um eigið hæfi í einstökum málum.  Eins og í þessu dæmi að halda því fram að viðkomandi hafi ekki myndað tengsl við skjólstæðinga sína er svolítið skrítin fullyrðing..............


mbl.is Metur sig ekki vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI BER ÞETTA SKULDABRÉFAÚTBOÐ VOTT UM STERKA FJÁRHAGSSTÖÐU...

Að Reykjavíkurborg skuli vera komin í þá stöðu að þurf að greiða næstum hálfu prósenti HÆRRI vexti vegna lántöku en önnur sveitarfélög í landinu þurfa að gera.  Ekki ber nú  þetta vott um að "BAKBORÐSSLAGSÍÐULIÐIÐ" (Samfylkingin og viðhengi þeirra), sem hefur "stjórnað" Reykjavíkurborg síðustu 20 árin HAFI STJÓRNAÐ AF MIKILLI VISKU ÞENNAN TÍMA......


mbl.is Borgin aflar 3,2 milljarða króna með skuldabréfaútgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUÐVITAÐ HAFÐI ÞESSI "VILLA" ÁHRIF Á NIÐURSTÖÐU ÁRSREIKNINGSINS...

Allir sem hafa örlítið meira vit á ársuppgjörum og fjármálum yfirleitt en borgarstjóri, vita að ársreikningur samanstendur af þremur hlutum: Það er Rekstrarreikningi, Efnahagsreikningi og Sjóðsstreymi.  Sé villa í til dæmis Sjóðstreymi þá hefur sú vill ekki áhrif á Efnahags- eða Rekstrarreikning en að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á Ársreikninginn í heild sinni.......


mbl.is „Best ef þessi tala hefði verið rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞAÐ VALKVÆTT HVORT SETT LÖG SÉU VIRT?????????

Í það minnsta virðist það vera svo með ÞINGMENN.  Í 14. grein STJÓRNARSKRÁRINNAR er fjallað um Ráðherraábyrgð og segir  þar: " Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."  Þetta stendur í Stjórnaskrá Íslands og síðan er fjallað um Landsdóm í lögum númer 3/1963 og síðan er fjallað um Ráðherraábyrgð í lögum númer 4/1963.  Eftir að Geir Hilmar Haarde var dreginn fyrir Landsdóm í tengslum við HRUNIÐ,sem eru ein alvarlegustu mistök sem hafa verið gerð hér á landi (að mínum dómi átti annaðhvort að draga ALLA ráðherra viðkomandi ríkisstjórnar fyrir Landsdóm eða ENGAN).  EFTIR MISTÖKIN MEÐ GEIR HILMAR HAARDE "ÁKVAÐ" ALÞINGI AÐ ALDREI AFTUR YRÐI LANDSDÓMSLEIÐIN FARIN.  ÞAR MEÐ ER VERIÐ AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ SÉ VALKVÆTT HVORT SÉ FARIÐ EFTIR LÖGUNUM EÐA EKKI.  Í 29. grein STJÓRNARSKRÁARINNAR segir: "Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis".  Þessi grein tekur af ALLAN vafa um að FULLUR VILJI er til að beita Landsdómi og að lögin um Ráðherraábyrgð séu virk.  Þá er ekki úr vegi að rifja upp  65. grein STJÓRNARSKRÁRINNAR, en þar segir: " Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.  Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna".  Við höfum reyndar nokkuð mörg dæmi um að þetta ákvæði er ekki alltaf í hávegum haft og nokkuð mikil brotalöm er á því hvort eftir þessu sé farið........


GOTT AÐ VITA......

Og það að hægt sé að halda þennan Evrópuráðsfund núna á þessum samdráttartímum og eyða að MINNSTA KOSTI 1,4 MILLJÖRÐUM KRÓNA BARA Í LÖGGÆSLU.  Hlýtur að bera með sér þau skilaboð að hægt sé að STÓRAUKA FRAMLÖG  til löggæslu hér á landi.....


mbl.is Engar brotalamir í löggæslu á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband