ERU MENN/KONUR HÆF TIL ÞESS AÐ META HÆFI SITT Í EINSTÖKUM MÁLUM SJÁLFT????

Að mínum dómi er svarið NEI.  Það hefur svo oft gerst að menn telji sig ekki vanhæfa þrátt fyrirhitt og þetta.  Að mínum dómi eru menn síður en svo HÆFIR til að dæma um eigið hæfi í einstökum málum.  Eins og í þessu dæmi að halda því fram að viðkomandi hafi ekki myndað tengsl við skjólstæðinga sína er svolítið skrítin fullyrðing..............


mbl.is Metur sig ekki vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilegt hvernig Píratar myndu stjórna, ef þeir einhvern tíma kæmust þar.

Sem 96 % kjósenda vona að verði aldrei.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.5.2023 kl. 12:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið er ég sammála þér Birgir en ég vil ítreka það að þetta með að dæma um eigið hæfi á ekki eingöngu við Píratana heldur alla.....

Jóhann Elíasson, 12.5.2023 kl. 12:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar er það meginregla í stjórnsýslulögum og réttarfarslöggjöf að menn skuli sjálfir gæta að hæfi sínu.

Vissulega kann einhverjum að þykja það skjóta skökku við, en þá má spyrja á móti hver annar eigi þá að hafa eftirlit með því?

Þegar á það reynir að einhver hafi verið vanhæfur en samt ekki vikið sæti við meðferð máls kemur það yfirleitt í hlut þeirra sem hafa hagsmuni af úrlausninni að vekja athygli á því.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2023 kl. 12:49

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur þótt þarna sé um meginreglu að ræða, er ekki þar með sagt að hún sé RÉTT og óumdeilanleg.......

Jóhann Elíasson, 12.5.2023 kl. 13:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alls ekki Jóhann, enda tók ég það fram að einhverjum kynni að þykja þetta skjóta skökku við, sem er alveg eðlilegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2023 kl. 13:49

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu, en mér fannst þú vera að bera í bætifláka fyrir þetta fyrirkomulag......

Jóhann Elíasson, 12.5.2023 kl. 14:17

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jóhann, það eru fleiri sjónarhorn á þetta.

Rétt eins og Guðmundur bendir á hérna að ofan þá á eiga kjörnir fulltrúar sjálfir að gæta hæfis síns.

Stjórnmál eru lýðræðisleg hagsmunagæsla, og fulltrúar kjörnir af umbjóðendum sínum.

Það væri betur að sem flestir stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir því hverjir kusu þá og á hvaða forsemdum, færu síðan eftir sannfæringu sinni, en smæluðu ekki takt við rétttrúnað og lobbýisma.

Ef allir á alþingi gerðu sér grein fyrir þessu, þá væri ekki verið að skipta um þjóð í landinu á kostnað kjósenda.

Magnús Sigurðsson, 12.5.2023 kl. 16:17

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem ég bendi aðallega á er að það er enginn öryggisventill í þessum málum það getur ekki talist eðlilegt að menn meti það algjörlega sjálfir hvort hæfi þeirra sé í lagi eða ekki.  HVENÆR TELST MAÐUR HÆFUR OG HVENÆR EKKI? OG ER MATIÐ HANS SJÁLFS EÐA ANNARRA????????

Jóhann Elíasson, 12.5.2023 kl. 16:55

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Alveg sammála þér hvað öryggisventilinn varðar. En það er vandfundið hver öryggisventillinn ætti að vera annar en stjórnarskrá og forseti, sem nota bene var háðsyrði sem Ólaf Ragnar fékk á sig í sinni forsetatíð.

Málið er það að kjörnir fulltrúar fara hvað eftir annað á svig við stjórnaskrá og vilja kjósenda sinna. Ég tel það ámælisverðara heldur en seta þessa tiltekna þingmanns í undirnefnd sem fréttin tilgreinir.

Sjálfur hef ég setið sem kjörinn fulltrúi í litlu sveitarfélagi og því þurft að hugleiða þetta atriði, og ef ég hefði orðið vanhæfur við það að þekktir stuðningsmenn mínir kæmu við sögu, hvað þá ef steypa var til umræðu þá hefði ég lítið erindi átt við það borð.

Magnús Sigurðsson, 12.5.2023 kl. 17:15

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála þér Magnús, en þetta truflar mig verulega mikið.......

Jóhann Elíasson, 12.5.2023 kl. 17:41

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Við ættum kannski að taka það upp að sakborningar dæmdu mál í eigin sök, þá þyrftum við ekki dómara og myndum spara okkur stórar upphæðir sem fara í launakostnað þeirra vegna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.5.2023 kl. 17:44

12 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og ef þeir dæma sjálfan sig í fangelsi geta þeir passað sig sjálfir!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.5.2023 kl. 18:12

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Varðandi "öryggisventilinn" þá benti ég á í fyrri athugasemd að hann er fyrst og fremst hjá málsaðilunum sjálfum.

Ef þeir verða varir við að sá sem fer með mál þeirra gæti verið vanhæfur er það þeirra að vekja athygli á því.

Enginn þriðji aðili hefur það hlutverk. Kannski ófullkomið fyrirkomulag en þannig er það samt í raun.

Til eru mörg dæmi um að vanhæfi hafi komi í ljós eftir á og hefur það oft leitt til ógildingar málsmeðferðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2023 kl. 18:20

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tómas, mér finnst þetta svolítið sérstök athugasemd hjá þér, -er um sakborning að ræða?

Samkvæmt blogginu hjá Jóhanni og fréttinni er verið að velta því upp hvort og hvenær kjörnir fulltrúar eru vanhæfir?

Samkvæmt þessu má allt eins segja að þeir séu það nánast alltaf við gagnrýni.

Það verði því að skipa nefnd til að velja rýnihóp sérfræðinga svo hægt sé að skipa óháða nefnd sem ráðleggur tiltekinni undirnefnd alþingis hverjum á að mæla með og að alþingi þá skylt til að fara að þeim ráðum.

Þetta er í reynd það sem hefur verið í síauknum mæli að gerast og verðu algilt með innleiðingu bókunar 35.

Ég vil taka það fram að ég þekki ekkert til þessarar þingkonu, en mér finnst hún komast ágætlega af við blaðamanninn, því það er einfaldlega svo að okkur ber öllum að meta eigið hæfi.

Magnús Sigurðsson, 12.5.2023 kl. 18:47

15 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Hvað er Alþingi að vasast í veitingu ríkisborgararéttar ? Þessu fólki á bara að veitast rískisborgararéttur gegnum hið almenna kerfi að því gefnu að það standist allar þær kröfur sem gerðar eru. Ein meginkrafan ætti þó að vera sú að þetta fólk hafi gott vald á íslenskri tungu til viðbótar við að gera samfélaginu gagn. Útlendingadekrarar í stjórnarandstöðunni á þinginu virðist líta á Alþingi sem samráðsvettvang til eiginhagsmunapots fyrir rekstur sem það hefur með höndum til hliðar við þingmennskuna. Ekki er þá álagið á þessu fólki í takti við það sem það lætur í veðri vaka að fylgi þingmennskunni.

Örn Gunnlaugsson, 13.5.2023 kl. 09:32

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er 100% sammála þessari athugasemd hjá þér Örn.  Til hátíðabrigða veitti forsetinn Íslenskan ríkisborgararétt TVISVAR sinnum á ári (ég veit ekki hvenær Alþingi byrjaði á þessu).  Það ætti að taka þessi völd af Alþingi og svo ætti eingöngu að veita fólki ríkisborgararétt útlendingum sem eru "mellufærir" á Íslenska tungu og eru ekki "baggi" á þjóðfélaginu..........

Jóhann Elíasson, 13.5.2023 kl. 12:29

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Alveg sammála ykkur Erni með það, burt séð frá ákvörðum um hæfi og óhæfi kjörinna fulltrúa, að þann gjörninga að veita ríkisborgararétt beint ættu þingmenn alls ekki að hafa, þó svo að þeir setji vissulega lögin.

Ef það þykir brýn ástæða er til að veita einhverjum ríkisborgararétt í flýti t.d. af mannúðar ástæðum líkt og var með Bobby Fisher þá er hægt að gera það á annan hátt. 

Hugsanlega er sjálfgefið örlæti þingheims tilkomið þess vegna.

Magnús Sigurðsson, 13.5.2023 kl. 13:17

18 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er lágmark að kjörnir fulltrúar færu eftir þeim lögum sem þeir setja sjálfir, á meðan þeir eru ekki einu sinni færir um það er ekki við því að búast að þeir geti veit Íslenskan ríkisborgararétt SKAMMLAUST..... undecided cool

Jóhann Elíasson, 13.5.2023 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband