Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

SKÝRINGIN Á HÁUM VÖXTUM HÉR Á LANDI ER FREMUR EINFÖLD........

Og hún er aðallega su að þeir "hagfræðingar" sem skipa peningastefnunefnd eru af kynslóð hinna svokölluðu "ný-klassísku hagfræðinga", sem í sjálfu sér er ekkert athugavert við, en það virðist vera svo að þeir álíta að það sem þeir lærðu í hagfræði fyrir 20 - 30 árum sé hinn eini sanni sannleikur og engin þörf sé á að uppfæra þá þekkingu að nokkru einasta leiti.  En sem betur fer þá hafa orðið framfarir í hagfræði eins og öðrum greinum og nú seinni árin hafa komið fram vísbendingar og verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti,  að tengsl stýrivaxta og verðbólgu eru EKKI eins og áður hefur verið haldið fram og í litlum hagkerfum, eins og á Íslandi, séu þau vart merkjanleg.  Svo er annar þáttur, sem Marinó G. Njálsson hefur bent á að á Íslandi, er eina landið sem reiknar húsnæðisverð inn í neysluvísitöluna og sé hin svokallaða Taylor-formúla notuð við verðbólguútreikningana (sem ný-klassísku hagfræðingarnir nota alfarið við sína útreikninga), VÆRI VAXTASTIGIÐ 2,35- 2,5% LÆGRA EN ÞAÐ ER Í DAG.


mbl.is Hvers vegna eru vextir hærri hér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA KALLAST Á GÓÐRI ÍSLENSKU "AÐ LÁTA TAKA SIG ÓSMURT Í RA.......".

Fjölmiðlar töluðu um þessa sölu þannig að þessi Þorsteinn B. Friðriksson, væri einhver "kraftaverkamaður" og þarna væri Íslenskt hugvit upp á sitt besta. Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr hugvitinu en þarna virðist viðskiptavitið hafa verið skilið eftir. En svo kemur bara í ljós að á næstu 12 mánuðum á hann að vinna ákveðin skítverk fyrir tilvonandi eigendur og til að bæta gráu ofan á svart keyptu þeir fyrirtækið á "smánarpening" að því gefnu að "skítverkin" gangi eftir hjá honum. Svo verður hann skilinn eftir með buxurnar á hælunum og sárt ra..... þegar allt er yfirstaðið.


mbl.is Hópuppsögn hjá Plain Vanilla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVIPAÐAR ´"HÓTANIR" Í GANGI Í SVÍÞJÓÐ OG Á ÍSLANDI........

Þegar fyrirtækin eru komin VEL af stað í sínum rekstri, þannig að það er nokkuð augljóst að þau eru komin yfir erfiðasta "hjallann", þá kemur fram krafa um að það verði að styðja betur við nýsköpunarfyrirtækinÞað er eitthvað í þessum málflutningi, sem passar ekki alveg.........


mbl.is Spotify hótar flutningum frá Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ALLTAF VERIÐ AÐ ÁKÆRA RÉTT FÓLK Í ÞESSUM MARKAÐSMISNOTKUNARMÁLUM?

Þetta eru ofttast svo miklar fjárhæðir sem um er að ræða, að það er ekki minnsti möguleiki á því að STJÓRN bankans, hafi ekki verið fullkunnugt um hvað var í gangi.  Það er nú einu sinni þannig að stjórnendur bankans eru ráðnir til starfa af stjórn bankans, sem ber FULLA ábyrgð á gjörðum þeirra.  Stjórnendur hafa yfirleitt eitthvað smávægilegt svigrúm en allar meiriháttar ákvarðanir eru bornar undir stjórninaÞví finnst mér svolítið skondið að yfirleitt  sjást ENGIR stjórnarmenn í hópi ákærðra í þessum málum, einu stjórnarmennirnir, sem hafa verið ákærðir og hlotið dóma, eru þeir Sigurður Einarson og Ólafur Ólafsson (kannski voru þeir ekk með nógu og gott tengslanet?)


mbl.is Sigurjón og Elín sýknuð í Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VILLANDI FYRIRSÖGN

Menn verða að gera sér grein fyrir því að Lífeyrissjóðirnir eiga ekkertÞeir fjármunir sem eru í VÖRSLU sjóðanna, ERU EIGN FÉLAGSMANNA SJÓÐANNA en í þessu tilfelli hefur EKKI verið tekið tillit til lífeyrisskuldbindinga sjóðsins og er ekki um neitt annað að ræða þarna en hreina FÖLSUN á afkomu hans og stöðu.


mbl.is Hrein eign sjóðsins vaxið um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ÞVOTTADAGUR" HJÁ BORGUN

Þessi frétt ber það með sér að það sé bara verið að "hvítþvo" sig og fyrirtækið og reyna að slá ryki í augu almennings.


mbl.is „Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EF EKKI ER GRUNDVÖLLUR FYRIR KRÖFUNNI - ÞÁ ER ÁSTÆÐULAUST AÐ HAFA ÁHYGGJUR

En það er nokkuð margt sem bendir til að þeir, sem eru að sækja á hann, hafi sitthvað til síns máls...


mbl.is „Öllu snúið á hvolf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ÞARF NÚ EKKI MIKINN SNILLING TIL AÐ SJÁ ÞAÐ AÐ FYRIRTÆKI Í ÞESSUM REKSTRI ÞARF MEIRA EN ÞESSAR TEKJUR TIL AÐ STANDA UNDIR REKSTRI

Að halda því fram að heildar rekstrarkostnaður fyrirtækisins, fyrir utan fjármagnsgjöld, hafi verið 21,8 milljónir, er eins fjarstæðukennt og hægt er að hugsa sér.  Það er nokkuð augljóst mál að þarna hefur heldur betur verið "átt við bókhaldið" og kæmi það mér ekki á óvart að starfsmenn skattsins finndu mikla skítalykt, ef þetta færi í skoðun.


mbl.is 42 milljóna tekjur hjá Hótel Adam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ERU EKKI ALMENNIR STARFSMENN, SEM "HOLA" FYRIRTÆKIN INNANFRÁ.

Nú gengur framkvæmdastjóri samtaka Verslunar og Þjónustu skrefinu lengra í að "reyna að" réttlæta hærra vöruverð á Íslandi en er í USA og ESB.  Nú segir hann að almennir starfsmenn séu rammþjófóttir andskotar og þeir séu helsta ástæðan fyrir því að verð vöru sé svona hátt.  En hvernig ætli "eigendur" fyrirtækjanna gangi um þau og hvar skyldi þeirra "neysla" koma fram?  Það er mikið umhugsunarefni hvernig það geti gengið upp að fyrirtæki sem ekki skilar neinum hagnaði árum saman geti séð heilu fjölskyldunum farborða og þá er ekki verið að tala um að fjölskyldurnar "lepji dauðann úr skel".


mbl.is Er íslenskt starfsfólk þjófóttara?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER VERSLUN Á ÍSLANDI BYGGÐ Á SVIKUM OG PRETTUM?????

Aðrar eins blekkingar og útúrsnúning og voru í Kastljósinu í kvöld af hendi framkvæmdastjóra Samtaka Verslunarinnar, í kvöld hef ég ekki séð lengi.  Hann byrjaði á því að fara að tala um væntanlegan búvörusamning, sem kemur þessu m áli akkúrat ekkert við, sem betur fer var Helgi Seljan starfi sínu vaxinn, sem stjórnandi umræðnanna og hreinlega stoppaði hann í þessu fáránlega rugli.  Þá brá hann á það ráð að fara að draga skýrsluna í efa, hún tók, að hans mati, yfir of stutt tímabil og var Versluninni óhagstæð að öllu leyti.  En hann gat ekki svarað því hvernig stæði á því að hagnaður verslunar á Íslandi væri ÞRISVAR SINNUM HÆRRI EN Í USA OG ESB.  Svo er Finnur Árnason, forstjóri Haga, að blanda sér í umræðuna og segir að "þeir birti álagnigu sína fjórum sinnum á ári". Þetta sé því mjög ómaklega sagt og þeir skili ÖLLUM verðbreytingum til neytenda.  En eru þesssar álagningatölur sem þeir byrta fjórum sinnum á ári alveg réttar?  Og þótt HANN segi að öllum verðbreytingum sé skilað til neytenda er ekki þar með sagt að það sé alveg heilagur sannleikur. 


mbl.is Svívirðileg framsetning hjá Sindra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband