Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
11.1.2016 | 08:58
ÞETTA VAR BARA TÍMASPURSMÁL
Þeir sem fylgst hafa með efnahagsuppganginum í Kína, sáu það að þetta gat ekki gengið svona til lengdar. Í raun eru ströng fjármagnshöft í landinu, með öðrum orðum það er MJÖG erfitt að koma fjármagni út úr landinu en aftur á móti virðast ekki vera nein takmörk á því fjármagni sem hægt er að flytja inn í landið. Þessu má líkja við að lækur sé stíflaður, það verður til lón, sem smám saman fyllis, en vatnið þarf að komast út og auðvitað endar með því að stíflan brestur. Vegna þess hversu fjárfestingarmöguleikar eru fáir, hafa fjárfestar gripið til þess ráðs að fjárfesta í fasteignum. Nú er svo komið að risið hafa heilu borgirnar, víðsvegar í Suður- og Suðaustur Kína en gallinn er bara sá að íbúðirnar í þessum borgum eru það dýrar að almenningur hefur ekki efni á að búa í þeim og því eru þessar borgir AUÐAR. Hagvöxturinn í Kína, síðustu ár hefur verið ævintýralegur, en hagvöxtur einn og sér er ekki allt...
![]() |
Mikil lækkun á kínverskum mörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eignir segja nefnilega ekki allt um hver staða fyrirtækis er. Fyrir hrun var talað um hversu stór Efnahagsreikningur stóru viðskiptabankanna var en allir vita hvernig það dæmi fór. Það ætti að skoða lífeyrissjóðina aðeins. Jú vissulega eru eignir þeirra gríðarlega miklar. En hvert er hlutfallið milli eigna og skulda? Það er svolítið merkilegt að skoða þetta (skuldir eru að sjálfsögðu lífeyrisskuldbindingarnar). Þrátt fyrir mikla eignaaukningu lífeyrissjóðanna eru þeir alltaf að SKERÐA lífeyrisréttindi félagsmanna sinna. Þetta segir bara að lífeyrissjóðirnir SKULDA MEIRA EN SEM NEMUR EIGNUM. Þegar þannig er komið fyrir fyrirtækjum, að skuldir eru umfram eignir eru þau úskurðuð gjaldþrota. En lífeyrissjóðirnir eru einu "fyrirtækin" (sem ég veit um) sem eru í þeirri stöðu að geta sjálf afskrifað hluta skulda sinna án þess að nokkur hafi neitt við það að athuga (því að minnka réttindi félagsmanna sinna er ekkert annað en að afskrifa skuldir). ÉG FÆ EKKI BETUR SÉÐ EN AÐ LÍFEYRISSJÓÐIRNIR SÉU Í RAUN OG VERU GJALDÞROTA OG AÐ LÍFEYRISSJÓÐAKERFIÐ SÉ EIN STÓR SVIKAMILLA.
![]() |
Eign lífeyrissjóða aukist um 10,7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2015 | 17:05
VISSUÐ ÞIÐ AÐ BARNAÞRÆLKUN VIÐGENGST Í SÚKKULAÐIIÐNAÐINUM?.
Núna þegar jólin eru að koma mættum við kannski aðeins spá í hvaðan allt konfektið og súkkulaðið í heild sinni er komið og hvernig sá "iðnaður" allur er. Um það bil helmingur af öllum kakóbaunum (sem súkkulaðið er unnið úr), kemur frá Fílabeinsströndinni og nágrannaríkinu Ghana. Aðstæður þeirra sem starfa á flestum þessum kakóbaunaplantekrum eru þannig að orð geta tæplegast lýst þeim. Þeir sem vinna á þessum plantekrum eru oftast drengir 12 - 16 ára, stundum eru börn allt niður í níu ára gömul þarna innan um. Þeim er oftast RÆNT frá nálægum þorpum eða frá þorpum í nágrannaríkjunum og smyglað yfir landamærin. Sá tími sem þessi "börn" verja á plantekrunum er yfirleitt 12 - 16 tímar á sólarhring alla daga vikunnar að því loknu eru þau læst inní gluggalausum kofa þar sem er eitt herbergi og sofa á nöktum trébekkjum og ef reynt er að strjúka kostar það miklar barsmíðar og stundum dauða. Árið 1998 var vakinn athygli á því að notast væri við þræla á kakóbaunaplantekrum í þessu tveim áðurnefndu löndum en EKKERT hefur verið aðhafst í málinu. Eins og flestir vita þá er spilling á þessu svæði alveg gríðarlega mikil og erfitt að ná almennilega utan um vandann. Sem dæmi skal nefnt að árið 2005 að 600.000 manns "ynnu" á kakóbaunaplantekrum á Fílabeinsströndinni og 400.000 í Ghana, svo vandinn er alveg gríðarlega mikill. Stóru framleiðendurnir á súkkulaði í heiminum (Hersey, Mars, Nestlé og fleiri) segjast "vita" af vandamálinu en geti lítið aðhafst. Því er ánægjulegt til þess að vita að lítill framleiðandi, eins og Nói Síríus, hafi sýnt þá ábyrgð að gera eitthvað í þessu máli og mættu fleiri sælgætisframleiðendur fara að þeirra fordæmi. Í framtíðinni ætti fólk að athuga frá hverjum súkkulaðið kemur, maður borðar súkkulaðið í það minnsta með betri samvisku ef það kemur frá aðilum sem sýna örlitla samfélagslega ábyrgð í rekstri sínum.
GLEÐILEG JÓL...............
![]() |
10 milljónir í aðstoð við kakóbændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.12.2015 | 09:58
EKKI ER ÞETTA ALVEG TIL ÞESS FALLIÐ AÐ VIÐHALDA STÖÐUGLEIKA?
Reyndar hafa laun hækkað en á móti kemur að eldsneytisverð hefur lækkað mjög mikið á árinu og frekar lítið sem kallar á þessa miklu hækkun......
![]() |
Flugmiðinn hækkaði um 16,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2015 | 13:48
HAGNAÐARHLUTFALLIÐ Á SÍÐASTA ÁRI HEFUR VERIÐ MEÐ ÖLLU ÓVIÐUNANDI!
Það er ekki nóg með að þeir hækki flesta þjónustu bankans heldur á að loka útibúum og þar með að skerða þjónustuna. Eru engin takmörk fyrir græðgis væðingunni?
![]() |
Greiðslukort hækka hjá Landsbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2015 | 17:05
Á HVERJU ER ÞETTA LIÐ EIGINLEGA???????
Með því að lækka bindiskylduna, er verið að ýta undir að bankarnir láni meira fé á kostnað lausafjárstöðunnar. Einnig er sá möguleiki að þeir geti AUKIÐ gjaldeyrisforða sinn, svo þeir verði betur í stakk búnir þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt, en það eru ekki nein teikn á lofti að það verði alveg á næstunni, svo það er spurning hvort þessi aðgerð hafi verið tímbær? Svo má ekki gleyma því að MJÖG RÚMAR reglur um bindiskyldu (man ekki hvort hún var ALVEG afnumin)átti STÓRAN þátt í efnahagshruninu......
![]() |
Bindiskyldan kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2015 | 14:06
NÚ ER FULL ÁSTÆÐA TIL AÐ STALDRA VIÐ OG SKOÐA "RAUNVERULEGAR EIGNIR" LÍFEYRISSJÓÐANNA.....
Hvers konar blekkingar eru eiginlega í gangi? Ef skoðaðar eru, í samhengi, eignir lífeyrissjóðanna og skuldbyndingar lýtur dæmið þannig út að þeir eru gjaldþrota. Það er alltaf verið að tala um að lífeyrissjóðirnir "eigi" svo mikið, en það er aldrei talað um að hvergi nokkur staðar er bruðlað jafn mikið með peninga landsmanna eins og einmitt í lífeyrissjóðakerfinu og jafn mikið um falsanir og einmitt þar. Sem dæmi má nefna að þegar rekstrarkostnaður þeirra er gagnrýndur, þá koma forsvarsmenn lífeeyrissjóanna fram og segja að rekstrarkostnaðurinn sé aðein rúmlega EITT PRÓSENT, jú hann er rúmlega eitt prósent AF EIGNUM LÍFEYRISSJÓÐANA EN EF MIÐAÐ ER VIÐ TEKJUR ÞEIRRA (IÐGJÖLD SEM RENNA TIL ÞEIRRA FRÁ FÉLAGSMÖNNUM), ER HLUTFALLIÐ RÚM FIMM PRÓSENT. Eignir lífeyrissjóðanna aukast alltaf en þær aukast EKKI til jafns við skuldbindingarnar og því er gripið til þess að MINNKA lífeyrisréttindi félagsmannanna og haldi sú þróun áfram verða þau orðin ansi lítils virði þegar upp verður staðið. En lífeyrissjóðirnir geta víst alveg keypt upp atvinnulífið á Íslandi, vonandi er sú fjárfesting svo góð að þeir geti staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar gagnvart félagsönnum sínum.............
![]() |
Íslenskir lífeyrissjóðir sterkir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2015 | 17:48
KAUPMENN ERU LÍKA AÐ UNDIRBÚA ÞAÐ AÐ ÞAÐ VERÐI ENGIN VERÐLÆKKUN
Ekki var annað að sjá við lestur á Fréttatímanum í morgun en að einhverjir kaupmenn gerðu ráð fyrir því að ENGIN verðlækkun verði þegar tollar verða felldir niður um áramót.
![]() |
Neytendur bíða með kaup á vörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2015 | 15:46
FYRIR HVERJA ER PENINGASTEFNUNEFND EIGINLEGA AÐ VINNA?
Nú er það alveg ljóst að þeir aðilar sem sitja í "peningastefnunefnd", eru engan veginn starfi sínu vaxnir. "Rökin" sem eru færð fyrir aukinni stýrivaxtahækkun eru alltaf í einhverjum "véfréttastíl", þannig að engin haldbær rök eru færð fyrir þeim hækkunum á stýrivöxtum sem eru gerðar. Ég hef áður tjáð það mig um þann mun sem er í aðgerðum peningastefnunefndar á Íslandi og svo í Noregi við aukinni hættu á verðbólgu. Á Íslandi eru stýrivextir HÆKKAÐIE en í Noregi eru þeir LÆKKAÐR.
![]() |
Vaxtahækkun þvert á allar spár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2015 | 18:03
ÞAÐ ER NÚ TIL OF MIKILS MÆLST AÐ MAÐURINN SKAMMIST SÍN!
Hann hefur aldrei kunnað það og ekki nokkur von til að hann læri það úr þessu. En hins vegar hefur aldrei vantað neitt upp á hrokann og undirferlið hjá honum. Svo verður fróðlegt að sjá hvort hann sé það "sleipur" að hann nái að "smeygja sér" út úr þessu. En hvernig ætli viðskiptasiðferðinu hjá þeim sem vinna fyrir hann sé háttað??????
![]() |
Björgólfur ætti að skammast sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |