Færsluflokkur: Formúla 1

55 RÁSPÓLLINN, 5 RÁSPÓLLINN Á ÁRINU OG 2 RÁSPÓLLINN Á HOCKENHEIM

Þetta er nokkuð góður árangur.  Það sem kom einna mest á óvart var hversu góður árangur Charles Leclerc hjá Sauber var en hann virðist vera að festa sig í sessi sem einn af efnilegri ökumönnum, Formúlu 1 og hafa menn jafnvel orðað hann við Ferrari á næsta ári svo vel hefur hann staðið sig á sínu fyrsta ári í Formúlunni.....


mbl.is Hamilton úr leik snemma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEL AF SÉR VIKIÐ AÐ VINNA 49 SIGURINN Í 200 FORMÚLUKEPPNINNI....

En tæpara mátti það ekki standa. Ef keppnin hefði verið einum hring lengri er hætt við að Bottas hefði náð að fara fram úr honum.  En þessi keppni var óvenju fjörug og skemmtileg.  Það verður gaman að fylgjast með keppninni í Kína eftir viku......


mbl.is „Dekkin voru dauð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN MAX VERSTAPPEN VAR MAÐUR KEPPNINNAR......

Það er alveg með ólíkindum að fara úr 16 sæti, á ráslínu og í þriðja sætið og sjá hvernig hann náði að taka fram úr Raikkonen í restina, var ekkert annað en hrein snilld.  Og svo eru allar vangaveltur um að hann fari annað úr sögunni, því hann samdi við Red Bull og er sá samningur þar til í lok 2020.  Það eru allir á því að þarna fari framtíðar heimsmeistari og það frekar fyrr en seinna.  Rétt í þessu voru að berast þær fréttir að þriðja sætið hafi verið DÆMT af Max Verstappen.  Ég hef horft á þennan framúrakstur nokkrum sinnum og get ekki séð nokkurn skapaðan hlut að honum. en ég er víst ekki dómarinn heldur fyrrverandi Ferrarí ökumaður...


mbl.is Hamilton vann og Mercedes tók titilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIKLAR SVIPTINGAR Í FORMÚLUNNI

Lengi vel leit út fyrir að Max Verstappen næði sínum fyrsta ráspól á ferlinum, honum tókst að halda forystunni í gegnum alla tímatökuna en Vettel "negldi það" á síðasta tímatökuhringnum.  Þannig að Verstappen verður að bíða aðeins lengur eftir fyrsta ráspólnum sínum en hann kemur alveg pottþétt.  Áhuga vert var líka að sjá að McLaren var með BÁÐA bílana í topp 10, Alonso var í áttuna sætti og Vandorn í því níunda, en það verður að hafa í huga að Vandorn keppir í fyrsta skipti á þessari braut á morgun.  Þá er það komið á hreint að Carlo Saint fer til Renault sem staðfestir að Palmer missir sæti sitt hjá Renault.  Það sem kemur meira á óvart er að Honda hefur samið við Toro Rosso um að sjá þeim fyrir vélum á næsta ári.  Sterkur orðrómur er uppi um það að þetta sé fyrirboði þess að Red Bull verði einnig með Honda vélar árið 2019.  Svo hefur einnig verið mikið spáð í það að Jos Verstappen (faðir Max Verstappen) sást í viðræðum við McLaren stjórann um síðustu helgi en það getur ekki orðið að Max fari frá Red Bull fyrr en EFTIR 2019 en þá rennur samningur hans út og Red Bull sleppir honum ekki fyrir þann tíma.  Þá hefur Mercedes endurnýjað samning sinn við Bottas um eitt ár.


mbl.is Ótrúlegur hringur fyrir ráspólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKYLDI ÞÁ ÞRAUTAGÖNGU McLAREN VERA LOKIÐ?????????

Vonandi endurheimtir þetta fornfræga lið sæti sitt í formúlunni og verður statt þar sem það á að vera eða MEÐAL HINNA BESTU.  Þó svo að ég hafi ekki fylgt liðinu að málum í formúlunni hefur verið dapurlegt að fylgjast með gengi þess eftir að það hóf samstarf sitt við Honda og þar hefur hver hörmungin rekið aðra og er þó áreiðanleiki Honda-vélarinnar mesti höfuðverkurinn.  Vonandi kemur Renault-vélin til með að reynast betur þó svo að nokkuð vanti á að Renault-vélin hafi "impónerað" mikið alla vega á þessu og síðasta keppnistímabili en það getur verið að þeir "lumi" á einhverjum uppbótum. 


mbl.is McLaren og Renault ná saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FIMMTI FINNINN TIL AÐ VINNA FORMÚLU 1 KEPPNI

Það er náttúrulega alveg magnað, hversu rosalegum árangri Finnar hafa náð i mótorsporti.  Bottas ók alveg óaðfinnanlega í keppninni í dag og eins og Vettel sagði, í viðtali við Channel 4 eftir keppnina, Hann (Bottas) var bestur í dag og átti sigurinn fullkomlega skilinn.  Og ekki er raunum Fernando Alonso lokið, því hann náði ekki einu sinni að hefja keppni, því bíllinn bilaði á upphitunarhring og vegna þessara bilunar varð svo auka upphitunarhringur sem hefur ekki farið of vel í marga ökumennina.  Svo fékkst það nokkurn veginn staðfest í dag að McLaren hefur endanlega sagt skilið við Honda eftir tímabilið og verða með Mercedes vélar á næsta árið.  En Honda tókst að semja við Sauber um að Honda vélin verði í bílum liðsins á næsta ári.  Ekki skilja allir þá ákvörðun hjá þeim að hætta með Ferrari vélina og taka Honda vélina upp því ekki er reynsla McLaren af henni svo góð.  Orðrómurinn um að Fernando Alonso fari til Renault, er orðinn sterkari og ekki voru tíðindi dagsins til þess að draga þar úr.  Nú er munurinn á Vettel og Hamilton orðinn 13 stig og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Hamilton að nú er Bottas kominn í þriðja sæti í keppninni um heimsmeistaratitilinn og í tveimur síðustu keppnum hefur Bottas yfirhöndina.  Það verður gaman að fylgjast með keppninni í Barcelona eftir tvær vikur......


mbl.is Bottas byrjar sigurgönguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRSTA SKIPTI, SÍÐAN Í FRAKKLANDI 2012, SEM FERRARÍ NÆR 1+2 Á RÁSLÍNU

Og það sem kom meira á óvart, var að aftur skaut Valtteri Bottas, Lewis Hamilton aftur fyrir sig.  En stærstu fréttirnar kom Eddie Jordan með, þegar hann upplýsti að McLaren myndi hætta með Honda vélarnar eftir tímabilið og vera með Mercedes vélar á næsta ári.  En svo klingdi hann út með það að orðrómur væri á kreiki, þess efnis að Alonso færi til Renault á næsta ári.


mbl.is Ferrarimenn aftur efstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FREKAR LITLAUS KEPPNI.......

Vettel náði öðru sætinu strax í ræsingu en honum tókst ekki að komast frammúr Valtteri Bottas.  En á 13 hring fór Carlos Saint inn í hliðina á Lance Stroll og í kjölfarið kom öryggisbíllinn út og notaði þá Mercedes-liðið tækifærið til að kalla báða bílana inn og komu upp vandamál við afgreiðslu á báðum bílunum og þegar upp var staðið þá komst Vettel framfyrir þá báða og þannig var staðan allt til loka keppninnar.  Þetta var ekki dagurinn hans Bottas, því það var alltaf eitthvað að hrjá hann alla keppnina.  Í byrjun keppninnar var það dekkjaþrýstingurinn, sem var ekki réttur og svo tók við eitthvað vandamál með vökvaþrýstinginn.  Þetta varð til þess að hann "hleypti" Hamilton frammúr sér til að freista þess að vinna Vettel en til þess vantaði að keppnin væri minnst 20 hringjum lengri.  Verst var að sjá Max Verstappen falla úr keppni vegna vandamála í bremsum.  Hann skaut Ricciardo aftur fyrir sig og er þetta önnur keppnin þar sem Ricciardo verður að lúta í gras fyrir liðsfélaga sínum og hlýtur hann að vera orðinn verulega áhyggjufullur vegna þess.  Vonandi verður meira í gangi í Rússneska kappakstrinum eftir tvær vikur.


mbl.is Vettel óbifanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN MAX VERSTAPPEN VAR ÖRUGGLEGA MAÐUR DAGSINS.....

Hann er alveg með ólíkindum þessi drengur.  Hann var númer 16 í rásröðinni og endaði í þriðja sæti í keppninni.  Og margir frammúrakstrarnir hjá honum voru ótrúlegir og það er náttúrulega alveg með eindæmum hversu góður ökumaður þessi 18 ára strákur er.  Það er ekki minnsti vafi á því að hann á eftir að verða heimsmeistari og það fyrr en seinna.


mbl.is Hamilton sneri dæminu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ TÓKST!!!!

Þrátt fyrir að Lewis Hamilton, gerði allt sem hann mögulega gat til þess að Nico Rosberg næði ekki heimsmeistaratitlinum.  Yfirmönnum Mercedes-liðsins var farið að blöskra svo framganga Hamiltons, að þeir skipuðu honum að hleypa Rosberg framúr sér, sem hann gerði ekki og  er spurningin hvernig liðið komi til með að taka á því.  Í það minnsta var Eddie Jordan ekki mjög hrifinn og í viðtali sem hann átti við Toto Wolff stjórnanda Mersedes-liðsins, sem hann tók fyrir channel4, spurði hann hreint út hvað yrði gert Toto vildi ekki gefa svar við spurningunni, en það er ljóst að einhver rekistefna verður.  Enn einu sinni sýndi Max Verstappen að hann er framtíðarmeistari og þrátt fyrir það að hann lennti í óhappi í ræsingunni og bíllinn snérist og hann lenti þá í síðasta sæti, vann hann sig upp og endaði í fjórða sæti sem verður að teljast MJÖÖÖÖG vel gert..................


mbl.is Rosberg heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband