Færsluflokkur: Formúla 1

ÞAÐ VAR NOKKUÐ ÓVÆNT AÐ ÞESSI KEPPNI VARÐ BARA MJÖG SPENNANDI....

Það að Max Verstappen skyldi takast að komast framúr Hamilton úr þriðja sæti á ráslínu gerði útslagið með það að eitthvað varð varið í þessa keppni.  Annars var stórkostlegt að fylgjast með framgöngu Lando Norris (enda ekki að ástæðulausu að hann var kosinn ökumaður dagsins af áhorfendum Channel 4 eftir keppnina).  Það var mikið fjallað um það að þetta var í fyrsta skipti sem Verstappen náði á verðlaunapall á Imola brautinni og þegar það gerðist fór hann beint á efsta pall.  En brautin var óhemju erfið og fengu margir ökumenn að "kenna" á því en það var alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvernig aðstæðurnar spiluðu með Hamilton eina ferðina enn ÞETTA ER EKKI EINLEIKIÐ.  EN STÆRSTA FRÉTTIN VAR AÐ ÞAÐ Á AÐ BÆTA VIÐ EINNI KEPPNI Á NÆSTA ÁRI OG VERÐUR HÚN Í MIAMI Í BANDARÍKJUNUM.  EKKI ER ALVEG BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA HVENÆR HÚN VERÐUR EN MIKIÐ ER TALAÐ UM AÐ HÚN VERÐI Á EFTIR AUSTIN KAPPAKSTRINUM........

mbl.is Verstappen varð ekki ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BESTA FORMÚLUKEPPNIN Á ÁRINU HINGAÐ TIL..........

Það var heldur betur óvænt að sjá Pierre Gasly vinna í dag, enda er þetta í 10 skipti sem maður í 10 sæti á ráslínu vinnur keppni.  Þetta er fyrsti sigur Gaslys í formúlunni og vonandi eiga þeir eftir að vera fleiri.  Í fyrsta skipti í mörg ár átti Mercedesliðið engan fulltrúa á verðlaunapalli.  Carlos Sains jr. á McLaren var í öðru sæti og var hörð barátta um sigurinn síðustu hringina og mátti Gasly hafa sig allan við til að halda Sainz fyrir aftan sig en Sainz var í frískari dekkjum og ef keppnin hefði verið einum hring lengri hefði hann ná sigrinum.  Lance Stroll var svo þriðji og var svo sem engin keppni um það sæti.  En stóru fréttirnar eru þær að þetta var síðasta keppnin þar sem Frank Williams og dóttir hans Claire stjórnuðu Williamsliðinu og verður mikill sjónarsviptir að þeim feðginum úr Formúlunni.  Þrátt fyrir að ekki hafi gengið vel hjá Williamliðinu undanfarin ár, var það stórveldi í Formúlunni hér á árum áður og enn þann dag í dag á Williamsliðið metið yfir flesta sigra í Formúlunni.  Því miður náðu Williamsbílarnir ekki í stig í keppninni í dag, það hefði verið gaman að kveðja þau feðgin þannig en það var falleg kveðjan sem George Russell, annar ökumaður liðsins, sendi í gegnum talstöðina að keppni lokinni........


mbl.is Ótrúlegar sviptingar í Monza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÍUNDI SIGUR VERSTAPPEN Á FERLINUM............

Og það sem meira er að þrátt fyrir ungan aldur, er hann einn af "reynsluboltunum" í Formúlunni og dylst ekki nokkrum manni að þarna er heimsmeistaraefni á ferðinni.  Það segir mikið um hann og yfirburða hæfileika hans að hann hóf keppnina í fjórða sæti og strax á 12 hring sagði Lewis Hamilton, í talstöðina, að Verstappen væri sá sem væri stærsta ógnin.  Með þessum óvænta sigri batt hann enda á að Mercedes-bílar höfðu sigrað ALLAR formúlu keppnirnar það sem af er árinu.Að öðru leiti var keppnin frekar dauf en inn á milli voru skemmtileg tilþrif og má þar helst nefna skemmtilega framúrakstra Alexanders Albon, liðsfélaga Verstappen........


mbl.is Velheppnuð herfræði Verstappen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LITLAUS OG FREKAR LEIÐINLEG KEPPNI..........

Það var ekki fyrr en á fjórða síðasta hring sem eitthvað fjör fór að færast í leikinn, þegar dekkin fóru að springa hjá mönnum.  Fyrstur af þeim fremstu var Bottas til að verða fyrir barðinu á sprungnu dekki, en hann var búinn að keyra nokkra hringi með hægra framdekkið mjög skemmt og kannski var spurning hvort það myndi hanga út keppnina, en því miður fyrir hann þá fór það endanlega.  Enn var Hamilton með heppnina í liði með sér þegar vinstra framdekkið sprakk á bíl hans á lokahringnum og hann náði að skrölta í mark sem sigurvegari keppninnar.  Maður fer að halda að það sé eitthvað til í þeim sögusögnum, að hann hafi selt djöflinum sálina.  En mikið óskaplega fann ég til með Max Verstappen að hann skyldi fara inn  og skipta um dekk, þegar sprakk hjá Bottas, hefði hann sleppt því hefði hann unnið í dag......


mbl.is Skrölti í mark á þremur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

COVID-19 STÓR ÁHRIFAVALDUR Í FORMÚLUNNI Í DAG..........

Keppnin í dag bar það alveg með sér að það eru óvenjulegir tímar.  Mistökin voru mun fleiri og alvarlegri en venja er til, áreiðanleiki bíla og véla var mun minni en venjulega og þar af leiðandi var margt í þessari keppni, sem kom verulega á óvart.  Í venjulegu árferði hefði  Hamilton aldrei gert þau mistök að þvinga Albon útaf brautinni, sem svo leiddi til þeirra snertingar, sem varð til þess að bíll Albons snerist á brautinni.  Sá sem, að mínu mati, var bestur í dag  var Lando Norris (McLaren) e hann keyrði mjög vel alla keppnina fyrir utan litla stund um miðbik keppninnar en það er engu líkara en þar hafi hann misst einbeitinguna í smástund.  Þá stóð liðsfélagi  hans hjá McLaren, Carlos Sainz sig einnig mjög vel og ekki ólíklegt að hann hafi einhverja bakþanka yfir að hafa ákveðið að yfirgefa McLaren og fara yfir til Ferrari á næsta ári.  En McLaren bíllinn hefur tekið miklum framförum undanfarna mánuði.  Þá voru það mikil vonbrigði að frétta það að Williamsliðið hefur verið sett á sölu vegna mikils taprekstrar undanfarið.  Ef Williamsliðið hverfur úr formúlunni verður það mikill sjónarsviptir......


mbl.is Bottas stóðst álagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞVÍ MIÐUR FÉKK HANN ÞRIGGJA SÆTA REFSINGU.....

Þannig að Leclerc verður á ráspól á morgun og Vettel verður í öðru sæti, Hamilton í því þriðja og Verstappen í því fjórða.  Ég veit það ekki en mér þykir þetta MJÖG hörð refsing, hann fékk hana fyrir að hægja ekki á sér eftir að gulum flöggum var veifað, eftir að Bottas keyrði á vegg.  Verstappen var kominn út úr síðustu beygjunni fyrir rásmarkið þegar gulu flaggi var veifað.  En reglur eru jú reglur en þeim hefur ekki alltaf verið beitt til hins ýtrasta og sérstaklega ekki þegar Hamilton á í hlut en þá eru þær ekki í heiðri hafðar........


mbl.is Verstappen á ráspól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSI NIÐURSTAÐA DÓMARANNA VAR EKKERT ANNAÐ EN SKANDALL

Enda gat David Coulthard, sem lýsti kappakstrinum fyrir Channel four, ekki leynt undrun sinni á dómnum og sagði HANN AFAR HARÐAN.  En það verður ekki horft framhjá því að það virðist allt vinna MEÐ Hamilton þessa dagana MEIRA AÐ SEGJA DÓMARARNIR.  Þetta er eins og í fótboltanum "ÞAÐ ER ALLTAF SLÆMT ÞEGAR DÓMARINN ER KOMINN Í AÐALHLUTVERKIÐ".  Ég horfði margoft á endursýningu af þessu atviki og gat ekki séð að það væri nokkur skapaður hlutur að því.  Það eina var að Vettel náði ekki beygjunni og fór út á grasið, en þegar hann náði bílnum aftur á brautina, var hann enn fyrir framan Hamilton og hélt stöðu sinni "AÐ HALDA ÞVÍ FRAM AÐ HANN HAFI HAGNAST Á ÞVÍ AÐ HAFA EKKI NÁÐ BEYGJUNNI" ER  ALVEG ÚT Í HÖTT.  Ég er alveg viss um að þetta á eftir að hafa eftirmála og það verða EKKI dómararnir, sem ríða feitum hesti frá þessu.  En mér fannst Vettel sýna stórmennsku með því að segja það við áhorfendur að þeir ættu ekki að púa á Hamilton vegna þessa því sökin væri einfaldlega ekki hans....


mbl.is Vettel vann en Hamilton fékk sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRSTI SIGURINN SÍÐAN Í ÁSTRALÍU 2013

En maður keppninnar var Max Verstappen.  Hann hóf keppnina í 18 sæti og endaði í öðru sæti.  Það var unun að horfa á aksturinn hjá honum og sem dæmi þá vann hann sig upp um sjö sæti á fyrsta hring og ekki að undra að áhorfendur formúlunnar á Channel four, kysu hann sem ökumann keppninnar.  Vettel lenti í samstuð við Riccciardo á Red Bull og við snerist hann á brautinni og lenti í síðasta sæti en hann vann sig fljótt upp og endaði í fjórða sæti.  Ricciardo lenti í rafmagnsbilun á 11 hring og varð að hætta keppni.  Nú er búið að ganga frá ráðningu George Russells, sem er þriðji ökumaður Mercedes, til Williams og er sterkur orðrómur í gangi að Esteban Ocon verði hinn ökumaður liðsins á næsta ári, en þetta hefur ekki verið staðfest.........


mbl.is Fyrsti sigur Kimi í fimm ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

52 SIGURINN Á FERLINUM.

Rétt í þessu var Sebastian Vettel að vinna formúlu 1 kappaksturinn á Spa í Belgíu.  Þar með komst hann uppfyrir Alain Prost og er þá í þriðja sæti yfir þá sem hafa unnið flesta sigra  á ferlinum.  Í öðru sæti var Hamilton og í því þriðja var svo Max Verstappen.  Í fjórða sæti var Valteri Bottas og vakti akstur hans sérstaka athygli í þessari keppni því hann hóf keppni í 17 sæti.  En það voru ökumenn Force India, sem stálu senunni.  Þeir hófu keppnina í þriðja og fjórða sæti og Sergio Peres endaði í fimmta sæti og mig minnir að Ocon hafi verið í sjötta sæti.  Margir féllu út eftir óhapp sem varð í startinu en það voru þeir Alonso, Hulkenberg, Leclerc, Ricciardo, Raikkonen.  Sumir þessara manna þrjóskuðust við en urðu að hætta á síðari stigum keppninnar.  Nú rétt í þessu (kl. 16:15), bárust þær fréttir að dómarar á Spa hefðu dæmt Nico Hulkenberg til að sæta 10 sæta refsingu, í kappakstrinum á Monsa í næstu viku, fyrir að hafa verið valdur að fjöldaárekstrinum á Spa á fyrsta hring......


55 RÁSPÓLLINN, 5 RÁSPÓLLINN Á ÁRINU OG 2 RÁSPÓLLINN Á HOCKENHEIM

Þetta er nokkuð góður árangur.  Það sem kom einna mest á óvart var hversu góður árangur Charles Leclerc hjá Sauber var en hann virðist vera að festa sig í sessi sem einn af efnilegri ökumönnum, Formúlu 1 og hafa menn jafnvel orðað hann við Ferrari á næsta ári svo vel hefur hann staðið sig á sínu fyrsta ári í Formúlunni.....


mbl.is Hamilton úr leik snemma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband