52 SIGURINN Á FERLINUM.

Rétt í þessu var Sebastian Vettel að vinna formúlu 1 kappaksturinn á Spa í Belgíu.  Þar með komst hann uppfyrir Alain Prost og er þá í þriðja sæti yfir þá sem hafa unnið flesta sigra  á ferlinum.  Í öðru sæti var Hamilton og í því þriðja var svo Max Verstappen.  Í fjórða sæti var Valteri Bottas og vakti akstur hans sérstaka athygli í þessari keppni því hann hóf keppni í 17 sæti.  En það voru ökumenn Force India, sem stálu senunni.  Þeir hófu keppnina í þriðja og fjórða sæti og Sergio Peres endaði í fimmta sæti og mig minnir að Ocon hafi verið í sjötta sæti.  Margir féllu út eftir óhapp sem varð í startinu en það voru þeir Alonso, Hulkenberg, Leclerc, Ricciardo, Raikkonen.  Sumir þessara manna þrjóskuðust við en urðu að hætta á síðari stigum keppninnar.  Nú rétt í þessu (kl. 16:15), bárust þær fréttir að dómarar á Spa hefðu dæmt Nico Hulkenberg til að sæta 10 sæta refsingu, í kappakstrinum á Monsa í næstu viku, fyrir að hafa verið valdur að fjöldaárekstrinum á Spa á fyrsta hring......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband