Færsluflokkur: Dægurmál
8.9.2017 | 00:10
Föstudagsgrín
Tveir menn í skógi. Annar þeirra fór á næsta tré að pissa. Eftir smástund heyrðist öskur. Hinn kom hlaupandi og spurði hvað hafi skeð.
Það beit eitruð slanga í typpið á mér. Hinn hringir í ofboði í neyðarlínuna og fær samband við lækni, en læknirinn sagði:
"Slappaðu af, þú sýgur eitrið út og hann lifir."
Þegar hann kemur úr símanum þá spyr
sá bitni, emjandi af kvölum: "Hvað sagði læknirinn?".
"Þú deyrð", sagði hinn þá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2017 | 05:30
Föstudagsgrín
Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo: "Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður". --"En en, ég er verkfræðingur..." "Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !". Þannig að Jón er sendur niður til helvítis. Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax, "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök." Guð er ekki sáttur og segir, "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það". Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".
"Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig!"
"-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga..."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2017 | 07:08
Föstudagsgrín
Maður nokkur var í leigubíl og pikkaði í öxlina á bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar. Leigubílstjórinn öskraði upp yfir sig, missti stjórn á bílnum, var næstum búinn að keyra í veg fyrir strætó, fór upp á gangstétt og stoppaði örfáum sentímetrum frá búðarglugga. Í nokkrar sekúndur er allt hljótt í bílnum. Síðan segir bílstjórinn: Heyrðu félagi, þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna!. Farþeganum var illa brugðið en sagði að lokum: Fyrirgefðu ég vissi ekki að smápikk í öxlina myndi valda þessum viðbrögðum.Æ fyrirgefðu, sagði bílstjórinn Þetta var nú reyndar ekki þín sök. Í dag er fyrsti dagurinn hjá mér sem leigubílstjóri, ég er búinn að keyra líkbíl í 25 ár.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2017 | 00:29
Föstudagsgrín
Jón bóndi fór í kirkju, þegar presturinn ætlaði að
byrja að predika bað hann fyrst þá karlmenn sem höfðu haft mök við aðra karlmenn að fara út. Nokkrir karlmenn gengu út. Svo vildi hann líka biðja alla kvenmenn sem höfðu haft mök við aðrar konur að fara út. Nokkrar konur gengu út. Næst vildi hann biðja alla þá sem hefðu haft mök í synd að ganga út. Það stóð
bara einn maður upp, Jón bóndi. Prestinum fannst þetta eitthvað skrítið og sagði: Jón bóndi, hefur þú haft mök í synd?
Jón bóndi: Ha, nei mér heyrðist þú segja mök við kind".......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2017 | 07:29
Föstudagsgrín
Kona nokkur var orðin ansi þreytt á framhjáhaldi eiginmannsins. Hún var nokkru sinnum búin að tala yfir hausamótunum á honum og alltaf lofaði hann bót og betrun en alltaf féllu hlutirnir í sama farið eftir smá tíma. Einn daginn var hún komin með allt upp í háls og sagði við hann: NÚ ER NÓG KOMIÐ, ÉG VIL SKILNAÐ, ÉG SÆTTI MIG EKKI VIÐ ÞAÐ LENGUR AÐ VERA ÖNNUR FIÐLA
Þá svaraði hann: ÞAKKAÐU BARA FYRIR AÐ FÁ AÐ VERA MEÐ Í HLJÓMSVEITINNI...........
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2017 | 06:59
Föstudagsgrín
Ungur strákur, sem hafði það orð á sér að hann væri mikill viðskiptamaður og eldklár á öllum sviðum viðskipta, var ráðinn sem sumarafleysingamaður í afgreiðslu í Kaupfélag úti á landi. Þetta var alvöru Kaupfélag þar sem allt var til og þá meina ég ALLT.
Kaupfélagsstjóranum leist vel á unga manninn þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysi, en hann hafði sína efasemdir og fór þar af leiðandi í verslunina til stráksins, um kvöldið eftir fyrsta daginn, til að vita hvernig hefði gengið fyrsta daginn.
Hann spurði strákinn hve marga viðskiptavini hann hefði fengið fyrsta daginn.Bara einn sagði stráksi. Þetta fannst nú Kaupfélagsstjóranum ekki merkilegt og var nú ekki laust við að hann fengi bakþanka en hann spurði strákinn hvað hann hefði nú selt, þessum eina viðskiptavini mikið.Fimm milljónir eitthundrað nítíu og þrjú þúsund níu hundruð þrjátíu og sjö svaraði strákurinn.Hvað seldirðu honum eiginlega? Spurði Kaupfélagsstjórinn alveg hissa.Jú sjáðu til sagði strákurinn, fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng þá spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatni uppi á heiði og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40. Ha utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti nú aldrei flutt bátinn á Bjöllunni sinni svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Land-Róver. Nú var andlitið hálfdottið af Kaupfélagsstjóranum og hann sagði: Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og veiðistöng og þú selur honum bæði bát og bíl!Nei, nei, sagði strákurinn. Hann kom hingað til þess að kaupa dömubindi fyrir konuna sína og ég spurði hann að því að fyrst helgin væri hvort eð er ónýt, hvort ekki væri tilvalið fyrir hann að skella sér bara í veiði!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2017 | 05:50
Föstudagsgrín
Pétur átti eina dóttur sem hann elskaði mjög mikið. Pétur átti líka stórt og arðbært fyrirtæki. Pétri líkaði ekki allskostar vel við nýja tengdasoninn en fann líka að dóttir hans tók það nærri sér. Hann ákvað því að brjóta odd af oflæti sínu og taka
unga manninn inn í fjölskylduna með stæl. Hann biður unga manninn að koma að máli við sig sem hann og gerir. Þar tilkynnir Pétur honum að hann hafi tekið ákvörðun um að gefa honum helminginn af fyrirtækinu sínu til að sína honum að
hann sé raunverulega velkominn í fjölskylduna. Þetta leist unga manninn afar vel á og tók fagnandi á móti gjöfinni. Pétur segir þá við hann að næsta morgun skuli hann mæta í verksmiðjuna og byrja að vinna þar og síðan sjái þeir til hvernig málin þróist. Þetta leist unga manninn hins vegar alls ekki á. "Það á
ekki við ... mig að vinna í verksmiðju, það er allt of mikill hávaði og svo er allt svo skítugt. Nei, þetta gengur ekki upp.", segir hann. Pétri var auðvitað brugðið en til að leysa málið segir hann við unga manninn að þetta sé ekkert
mál. Hann skuli mæta næsta morgun niður á skrifstofuna sína og vinna þar með honum. "Nei, það gengur heldur ekki upp sagði ungi maðurinn. Ég get ekki verið að loka mig inní litlu herbergi bak við lítið skrifborð. Ég get ekki unnið á
skrifstofu, það er alveg klárt mál.", segir hann. Nú var farið að fjúka í Pétur enda viðbrögð unga mannsins honum alveg óskiljanleg. "Hvað á ég þá að gera við þig, þú villt ekki vinna á skrifstofunni og ekki í verksmiðjunni. Hvað á ég
eiginlega að gera þá.", segir Pétur.
"Það er einfalt" svaraði ungi maðurinn. "Ég skal bara selja þér minn hluta af fyrirtækinu".....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2017 | 02:03
Föstudagsgrín
Jón og Jóna eru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt. Jón segir við Jónu. "Hefurðu nokkurn tíma haldið fram hjá mér?" Jóna svarar: "Jón! Hvers vegna ertu að spyrja svona spurningar núna"? "Jú, Jóna, ég verð að vita það," svarar Jón. Jóna segir: "Allt í lagi, ég hef haldið þrisvar fram hjá þér.""Þrisvar, hvenær var það?" spyr Jón.
Jóna segir: "Manstu Jón þegar þú varðst 25 ára og vildir stofna fyrirtækið og bankastjórinn neitaði þér um lán? Svo kom bankastjórinn sjálfur einn daginn með lánspappírana svo þú gætir skrifað undir." Jón svarar: "Ó, Jóna, þú gerðir þetta fyrir mig, ég virði þig bara meira en áður. Hvenær var svo annað skiptið?"
Jóna segir: "Manstu þegar þú fékkst hjartaáfallið og enginn læknir vildi skera þig vegna þess að aðgerðin var svo hættuleg? Svo kom allt í einu dr. Bjarni yfirlæknir og framkvæmdi aðgerðina sjálfur og þú náðir þér alveg."
"Ég trúi þessu ekki," sagði Jón, "þú gerðir þetta til að bjarga lífi mínu. Ég gæti ekki átt betri konu. Þú hlýtur að elska mig mjög mikið fyrst þú gerir allt þetta fyrir mig. Hvenær var svo þriðja og síðasta skiptið?"
"Jón, þú manst að fyrir nokkrum árum langaði þig til að verða formaður í golfklúbbnum og þig vantaði 18 atkvæði til að ná kjöri..?"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.5.2017 | 00:05
Föstudagsgrín
Þrjár konur hittast í saumaklúbb, ein á kærasta, önnur er trúlofuð en sú þriðja er harðgift, og búin að vera lengi. Þær eru allar sammála um að það hafi verið einhver kynlífsskortur í samböndum þeirra upp á síðkastið, kallarnir þreyttir þegar þeir koma heim úr vinnunni og lítil stemning almennt. Þær ákveða að reyna að leysa þetta vandamál og fara inn á Google og gúggla "sex crisis". Upp kemur grein eftir afar virtan bandarískan kynlífsfræðing, en í greininni er fullyrt að fátt sé betur til þess fallið að endurvekja neistann í sambandinu heldur en að klæðast níðþröngum svörtum latexgalla og koma þannig manninum á óvart þegar hann kemur úr vinnu. Í kjölfarið panta þær sér þrjá svarta latexgalla.
Í næsta saumaklúbbi ræddu þær árangurinn. Sú sem átti kærastann sagði: "Þetta er bara búið að vera með ólíkindum, kallinn hefur verið óstöðvandi síðan ég keypti þennan búning." Sú trúlofaða tók í sama streng og sagði: "Ég vissi bara ekki hvert kallinn ætlaði, við höfum meira og minna verið í rúminu síðan."
Gifta konan hafði nú aðra sögu að segja, og reyndar hafði hún bara klæðst búningnum einu sinni. Þegar hinar spurðu hana afhverju sagði hún: "Jú sko ég tróð mér í búninginn og var alveg tilbúin þegar kallinn kom heim úr vinnunni. Hann yrti hins vegar ekki á mig, henti sér bara beint upp í sófa, horfði á fréttirnar íþróttirnar, veðurfréttirnar og Kastljósið og svo þegar Kastljósið var að klárast öskraði hann:
Hey Batman!! Hvað er í matinn?"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2017 | 00:07
Föstudagsgrín
Kona kemur til læknisins með 16 ára dóttur sína. "Jæja, frú Jóna," segir læknirinn, "hvert er vandamálið?" "Það er varðandi dóttur mín, hana Döggu, hún er alltaf að fá þessa fíkn í vissar matartegundir, fitnar og er stöðugt með ógleði á morgnana." Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir: "Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið." "Ófrísk?!" svarar móðirin, "það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?" "Nei, mamma," svarar Dagga. "Ég hef ekki einu sinni kysst karl mann!"
Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segir nokkuð, svo móðirin spyr: "Er eitthvað að þarna úti, læknir?" "Nei, í rauninni ekki," svarar hann. "Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því núna"...................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)