Færsluflokkur: Dægurmál
19.2.2016 | 07:15
Föstudagsgrín
Heilladísin sagði við gift par : Þar sem þið hafi verið hamingjusamlega gift í 35 ár ætla ég að veita hvoru ykkar eina ósk. Eiginkonan sagði: Ég vil fara í heimsreisu ásamt mínum ástkæra eiginmanni. Heilladísin veifaði sprotanum sínum og AKRADABADRA það birtust tveir farseðlar með það sama. Nú var komið að manninum og hann hugsaði sig um í smá tíma og sagði svo,tja.. þetta er nú rómantísk stund en svona tækifæri gefst bara einu sinni á ævinni,............. því miður mín kæra, mín ósk er að eiga konu sem er 30 árum yngri en ég. Konan varð að vonum skúffuð en ósk er ósk. Heilladísin veifaði töfrasprotanum ....................... og AKRADABADRA..........maðurinn varð 90 ára með það sama
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2016 | 00:21
Föstudagsgrín
Þrír karlar sátu saman yfir glasi. Þeir fóru að ræða um eiginkonur sínar.
Fyrst segir sá dökkhærði - konan mín er svo undarleg, það var nautakjötsútsala í Hagkaup um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og við sem eigum ekki einu sinni frystikistu. Nú liggur allt þetta kjöt í þvottahúsinu og við komumst örugglega ekki yfir að éta það áður en það skemmist.
Þá segir sá rauðhærði - konan mín er svo klikkuð, það var útsala á notuðum bílum um daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki einu sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn bara framan við húsið okkar óhreyfður.
Þá var ljóshærði karlinn farinn að veltast um af hlátri og segir við félaga sína - ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar, þið ættuð þá að vita hvernig mín er. Hún er úti á Grikklandi með saumaklúbbnum sínum, ha, ha, ha, og hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha, ha. Hún tók með sér 50 pakka af smokkum og hún sem er ekki einu sinni með typpi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.1.2016 | 00:14
Föstudagsgrín
Kona kom með kornabarn til læknis í skoðun. "Hann er svolítið of léttur", sagði læknirinn, er hann á pela eða brjósti? Brjósti sagði konan. Láttu mig sjá brjóstin, sagði læknirinn. Hún fór úr að ofan og hann strauk og hnoðaði brjóstin á henni góða stund og sagði svo: Það er engin mjólk í brjóstunum á þér. Ég veit, sagði konan,ég er amma hans, en ég er fegin að ég skyldi koma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2016 | 00:05
Föstudagsgrín
Karl var standandi fyrir utan stórt hótel í Varsjá og hann var allsnakinn. Lögregluþjónn greip hann glóðvolgan.
"Jæja gæskur" sagði löggan. "Best að vefja einhverju utan um þig og svo förum við á stöðina."
"Bíddu aðeins" æpti Karl.
"Já en þú getur ekki staðið hérna allsnakinn!"
"Já en ég er að bíða eftir kærustunni minni" sagði Karl með tárin í augunum. "Áðan vorum við heima hjá mér uppi í sófa og þá fór hún að stynja svo undarlega og sagði að við skyldum drífa okkur úr fötunum og gera eitthvað skemmtilegt. Mig langaði að fara í bæinn og sennilega hef ég verið á undan henni..."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2015 | 00:13
Föstudagsgrín
Kálbjarnarhjónin þrömmuðu til séra Jimmy´s og fóru fram á skilnað. "Jahá og hver er ástæðan fyrir skilnaðinum í þetta sinn". Spyr séra guðsmaðurinn. "Grimmdarleg og ómanneskjuleg hegðun hans segir Mia. Prestur biður hana að útskýra þetta nánar. "Sko" kjökrar Mia "Alltaf þegar hann dettur í það o...g fer á fyllerí, dettur honum eitthvað fáránlegt í hug, en núna fór hann yfir öll mörk! Um síðustu helgi datt hann í það, þá batt hann mig við rúmið, setti á mig hænugogg, smurði mig með lýsi og neyddi mig til að syngja "Gleðibankann"!! Mörgum mörgum, sinnum!!! "Guð hjálpi mér!!!". hrópar séra presturinn upp. þetta er skelfilegt að heyra!" Já segir Mia kjökrandi... hann veit sko alveg að ég HATA ÞETTA LAG!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2015 | 00:08
Föstudagsgrín
Bjössi fór mjög í taugarnar á vinum sínum þar sem hann var alltaf svo óþolandi bjartsýnn. Það var alveg sama hve slæm staðan var, alltaf gat hann sagt. Það gæti verið verra. Vinir hans Siggi og Gunnar ,ákváðu að gera eitthvað í málinu og reyna að venja hann af þessum leiða vana. Þeir ákváðu að finna upp einhverja atburðarrás sem væri svo hræðileg og svo svört að hann gæti með engu móti fundið neitt jákvætt við hana. Þeir komu til hans á hverfispöbbinn eitt kvöldið og sögðu, Bjössi, ertu búinn að heyra þetta með hann Pétur? Hann kom heim í gærkvöldi og kom þá að konunni með öðrum manni og skaut þau bæði og síðan sjálfan sig! Þetta er hræðilegt, sagði Bjössi, En það gæti verið verra. Nú urðu vinirnir hlessa. Hvernig í ósköpunum gæti þetta verið verra? spurðu þeir. Ja, sko, sagði Bjössi .. Ef þetta hefði gerst í fyrrakvöld þá væri það ég sem væri dauður!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2015 | 09:54
Föstudagsgrín
Lögreglan stöðvaði bíl sem var ekið af ljósku. Af hverju keyrirðu svona hægt ? Það er 80 km hámarkshraði hérna. En ég er búin að sjá fullt af skiltum sem stóð 25 á. Það er vegnúmerið, hámarkshraðinn er 80. Ó, ég skal passa mig á þessu og ekki ruglast aftur. Lögregluþjóninum varð nú litið í aftursætið þar sem sátu tvær manneskjur, fölar sem lík og virtust stjarfar. Hvað er að vinum þínum afturí, þeim virðist vera brugðið ? spurði hann ljóskuna. Við vorum að koma af vegi 235.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2015 | 00:04
Föstudagsgrín
Einn gamall:
Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina. Hún stóð á hafnarbakkanum og þegar hún ætlaði að stökkva kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta. Hún sagðist ætla að fyrirfara sér. Honum fannst það synd og sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir. Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. Hann færði sig nær stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni,"ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig". "Já" sagði stúlkan hverju hef ég að tapa. Um nóttina laumaði hann henni um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum. Hann færði henni annað slagið mat og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og innilega. Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna. Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn "Þú hefur verið plötuð laglega núna þetta er Akraborgin"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2015 | 08:38
Föstudagsgrín
Kona var að halda framhjá manni sínum og var í rúminu með elskhuganum. Allt í einu heyra þau sér til mikillar skelfingar að eiginmaðurinn stingur lyklinum í skrána á útidyrahurðinni. Konan reynir að finna eitthvað ráð í flýti. Hún tekur fram flösku af nuddolíu og púður. Hún hellir olíunni yfir elskhugann og hellir svo púðrinu yfir hann þannig að hann lítur út eins og stytta. "Ekki hreyfa þig fyrr en ég segi að þú megir það," segir hún og klæðir sig í flýti. "Stattu bara þarna grafkyrr." Maðurinn kemur inn í svefnherbergið og spyr: "Elskan hvað er nú þetta?" "Þetta, æi þetta er bara stytta," segir konan kærulaus.? Gunna og Jón fengu sér eina fyrir stuttu þannig að ég ákvað að redda mér einni líka, þetta er svo smart." Ekkert er rætt meira um "styttuna", ekki einu sinni yfir kvöldmatnum. En klukkan 3 um nóttina læðist maðurinn fram úr rúminu, fer fram í eldhús, nær í samloku og mjólkurglas og réttir styttunni. "Gjörðu svo vel," segir hann. "Ég stóð eins og hálfviti hjá Jóni og Gunnu í heila tvo daga og enginn bauð mér vott né þurrt."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2015 | 07:56
Föstudagsgrín
Hann Pekka, sem var í skíðaherdeild Finna í vetrarstríðinu milli Finnlands og Rússlands. Var búinn að vera á vígstöðvunum í rúma þrjá mánuði, þegar honum var veitt fimm daga frí. En gallinn var bara sá að frá vígstöðvunum og heim til hans var tveggja daga ferðalag á skíðum. Þetta þýddi að hann hafði aðeins EINN dag heima því hann þurfti jú einnig að ferðast í tvo daga að heiman frá sér og til baka á vígstöðvarnar, þannig að hann varð að nýta timann heima vel.
Þegar hann kom til baka var hann að sjálfsögðu spurður útí heimkomuna af félögunum:
- Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú komst heim? Spurði einn.
- Gerði það með konunni Svaraði Pekka.
- Og hvað gerðir þú svo? Spurði hinn aftur.
- Gerði það aftur með konunni Svaraði Pekka aftur.
- En hvað var það þriðja sem þú gerðir? Spurði þá félaginn.
- Tók af mér skíðin Svaraði Pekka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)