Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Eitt sinn var Norðmaður, sem hét Ole hann réð sig á Rússneskan verksmiðjutogara til tveggja ára. Hann var að sjálfsögðu í burtu frá eiginkonu og börnum þennan tíma en það áttu að vera góð laun fyrir þennan tíma og honum þótti þetta ekkert tiltökumál. Svo þegar hann var búinn að vera um borð í togaranum í rúma 14 mánuði, fékk hann skeyti og þar fékk hann tilkynningu um að eiginkonu hans hefði fæðst sonur og heilsaðist báðum vel. Ole varð yfir sig ánægður og í tilefni þessara „góðu frétta“ bauð hann öllum um borð upp á Vodka og voru nú mikil veisluhöld um borð. En einn þarna um borð sem var góður vinur Ole tók hann afsíðis og spurði hann að því hvort honum þætti það ekkert undarlegt að hann væri búinn að vera um borð í verksmiðjutogara í 14 mánuði og þá eignaðist konan barn???? Þá sagði Ole: „Þú ert nú meiri gleðispillirinn.... það eru 18 mánuðir á milli mín og Badda bróður og enginn var neitt að fetta fingur út í það...


Föstudagsgrín

Maðurinn varð fyrir slysi og litli "vinurinn" kubbaðist af. Sérfræðingurinn á spítalanum hughreysti manninn og sagði að nú á dögum væri allt hægt og hann gæti grætt á hann nýjan vin en gallinn væri bara sá að þetta væri ekki innifalið í þessari slysaaðgerð heldur væri þetta sérfræðistörf og kostnaður töluverður. Lítill kostaði $5.000 miðlungs á $10.000 og svo risastór á $15.000. Maðurinn saup alveg hveljur en róaðist svo og sagði að hvað sem það kostaði yrði hann að fá nýjan strax og hann væri að hugsa um miðlungsgerðina. Læknirinn tók því vel en sagði að í svona málum væri nú best að hjónin ræddu þetta saman og tækju sameiginlega ákvörðun. "Hringdu bara í konuna, ég fer út á meðan, og þið komið ykkur saman". Maðurinn hringdi í konuna og læknirinn kom þá aftur inn á stofu og sagði: "Jæja, og hver er nú niðurstaðan"? Maðurinn var alvarlegur á svip gróf hendurnar í hár sitt og sagði: "Fyrir þennan pening vill hún heldur nýja eldhúsinnréttingu"!!!!


Föstudagsgrín

Hjón voru á leið austur fyrir fjall. Á miðri Hellisheiði valt bíllinn og karlinn lenti undir bílnum, töluvert slasaður. Bílinn hafði lent við álfahól. Út úr hólnum kom álfur. Eitthvað hefur álfurinn vorkennt karlinum svo hann sagðist gefa karli tvær óskir. Æ, ég vildi nú komast undan bílnum heill heilsu, stundi karlinn. Ekkert mál, sagði álfurinn og undan komst karlinn heill heilsu. Hver er hin óskin? spurði álfurinn. Ja, mikið vildi ég geta pissað dýrindis kampavíni í hvert skipti sem ég þarf að pissa, sagði karlinn. Ekkert mál, sagði álfurinn og hvarf á braut. Hjónin komust með hjálp aftur í bæinn og þegar karlinn fór næst á klósettið heima hjá sér, þá mundi hann eftir síðari óskinni svo hann hrópaði "Magga, Magga komdu með glas. Síðan pissaði karlinn í glasið og fékk sér sopa. Jú, dýrindis kampavín var í glasinu. Magga bað nú um að fá að smakka og rétti karlinn henni glasið og fékk Magga sér sopa. Karlinn hélt síðan áfram að sötra þetta eðalvín og var duglegur að bæta í glasið. Nú vildi Magga fá meira kampavín úr glasinu > að drekka en karlinn leit á hana yfir glasbarminn og sagði: Nei, Magga mín, ef þig langar í meira þá drekkur þú af stút !!!!!


Föstudagsgrín

Sagan segir af tveim bræðrum, sem fóru út að skemmta sér. Sá eldri vildi kenna þeim yngri eitthvað um unaðssemdir ástarlífsins og sagði honum undan og ofan hvernig standa skildi að málum þegar á hólminn væri komið. Á ballinu gekk allt ágætlega, nema að þeim eldri gekk illa að ná sér í dömu, en hinum tókst ágætlega upp í þeim efnum. Sá eldri ákvað því að fara heim á undan hinum og fylgjast með hvort kennslan hefði borið árangur. Er heim kom faldi hann sig inni í skáp. Á heimleiðinni steig sá yngri ofan í hundaskít. Hann reyndi að hrista skítinn af skónum sínum og þrífa hann eins vel af og hann gat og hélt síðan áfram heim. Þegar hann kom svo loks heim með dömuna settust þau niður og fóru að spjalla saman. Þá varð honum litið undir skóinn sinn og sagði: "Hér er allt fullt af skít" Þá heyrðist úr skápnum: "Snúð ´enni við, snúð ´enni við maður"


Föstudagsgrín

Roskin hjón komu til læknis. Vandamálið var það að maðurinn hafði bara ekki nokkra einustu löngun til að stunda kynlíf. Læknirinn hugsaði sig um í nokkra stund – en sagði svo varfærnislega: „Eins og er hef ég enga lausn á vandamáli ykkar – en ég er hérna með nýtt lyf, sem hefur ekki verið alveg fullprófað. Ef þið viljið taka áhættuna þá get ég látið ykkur hafa það en það verður alveg á ykkar ábyrgð.“

Hjónin ræddu málin en svo varð niðurstaðan sú að þau ákváðu að láta slag standa og prófa.

Læknirinn lét þau hafa hálfs mánaðar skammt og sagði að sennilega virkaði lyfið ekki fyrr en eftir nokkra daga. Jafnframt sagði hann við manninn að strax og hann fyndi til löngunar yrði hann að svara kallinu með það sama.

Eftir rúmar tvær vikur komu hjónin aftur til læknisins og auðvitað vildi hann vita hvernig lyfið hefði virkað. „Jú, jú það virkaði alveg eins og það átti að gera“ sagði maðurinn „En við megum aldrei aftur koma í Bónus á Völlunum í Hafnarfirði“.


Föstudagsgrín

Eiginkonan kom með manninum sínum til læknis. Efir að hann hafið farið í rannsókn þá kallaði læknirinn konuna inn til sín. Og sagði við hana: "Maðurinn þinn þjáist af mjög slæmum sjúkdóm og skelfilegu stressi. Ef þú geri ekki eftirfarandi þá mun maðurinn þinn deyja." "Á hverjum morgni: Býrðu til hollan og góðan morgunmat fyrir hann, vertu góð við hann og vertu viss um að hann sé í góðu skapi. Í hádegismat útbúðu þá fyrir hann orkumikinn mat. Í kvöldmat útbúðu þá fyrir hann ljúffenga máltíð. Ekki gera honum lífið leitt með að láta hann vinna heimilisverk eftir erfiðan dag. Ekki ræða þín vandamál við hann, það mun eingöngu auka við stressið hjá honum. En mikilvægast af öllu er að þú verður að njóta ásta með manninum þínum oft í viku og að fullnægja öllum þörfum hans. Ef þú gerir þetta í næstu 10 - 12 mánuði þá er ég viss um að hann mun ná sér fullkomlega." Á leiðinni heim þá spurði maðurinn konuna: "hvað sagði læknirinn svo?" "Þú ert dauðvona" svaraði hún um hæl.


Föstudagsgrín

Jónas og Magga voru steinsofandi upp í rúmi.  Magga var óróleg í svefninum og sagði hátt og snjallt upp úr svefni:" Guð minn góður, maðurinn minn er að koma". - Þá spratt Jónas á fætur og stökk út um gluggann...


Föstudagsgrín

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?"

"Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppann í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig.


GETUR ORÐIÐ FLÓKIÐ OG HIÐ VERSTA MÁL

Þetta minnir á gamla góða sögu þegar tveir menn hittust og annar sagði við hinn:  "Er ekki alveg ferlega erfitt að vera kvæntur konu, sem á tvíburasystur, þær eru bara eiginlega alveg eins og hvernig í ósköpunum ferðu að því að þekkja þær í sundur"??     -"Iss það er ekkert mál" sagði hinn þá "Konan mín er sú sem fær alltaf höfuðverk á eftir".


mbl.is Svaf „óvart“ hjá tvíburasystur konunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Jónas og Magga eru sofandi þegar allt í einu heyrist bankað dyrnar hjá þeim. Jónas veltir sér við, og lítur á klukkuna: hún er hálf fjögur. "Ég ætla sko ekki að fara á fætur á þessum óguðlega tíma," hugsaði Jónas og hallar sér aftur. Þá er aftur barið og nú fastar en áður. "Ætlar þú ekki að fara til dyra?" spyr Magga. Svo Jónas drattast framúr og að útidyrunum. Hann opnar og þar stendur maður, greinilega mjög drukkinn. "Góða kvöldið," drafar sá drukkni. "Mætti ég biðja þig um að ýta mér dálítið??" " Nei, farðu til fjandans. Klukkan er hálf fjögur. Ég var sofandi!" segir Jónas og skellir hurðinni aftur. Hann fer upp í rúm og segir Möggu hver þetta var. Magga segir: "Þetta var nú ekki sérlega kurteislegt af þér. Manstu kvöldið þegar bíllinn okkar bilaði í rigningunni og þú þurftir að banka hjá manninum og fá aðstoð við að koma honum í gang aftur? Hvað heldurðu að hefði gerst ef hann hefði sagt þér að fara til fjandans?" "En hann er blindfullur," mótmælir Jónas. "Það skiptir ekki máli," segir Magga. "Hann þarfnast hjálpar og það væri ómannúðlegt að bjóða honum ekki aðstoð." Svo að Jónas neyðist til að klæða sig og fara fram. Hann opnar dyrnar, en þar sem hann sér ekki manninn, þá kallar hann. "Hey, viltu ennþá láta ýta þér?" Og hann heyrir rödd sem drafar "Já takk!" Jónas getur enn ekki komið auga á manninn, svo hann kallar "Nú, hvarertu þá?" Og maðurinn svarar "Ég er hérna í rólunni þinni."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband