Föstudagsgrín

Eitt sinn var Norðmaður, sem hét Ole hann réð sig á Rússneskan verksmiðjutogara til tveggja ára. Hann var að sjálfsögðu í burtu frá eiginkonu og börnum þennan tíma en það áttu að vera góð laun fyrir þennan tíma og honum þótti þetta ekkert tiltökumál. Svo þegar hann var búinn að vera um borð í togaranum í rúma 14 mánuði, fékk hann skeyti og þar fékk hann tilkynningu um að eiginkonu hans hefði fæðst sonur og heilsaðist báðum vel. Ole varð yfir sig ánægður og í tilefni þessara „góðu frétta“ bauð hann öllum um borð upp á Vodka og voru nú mikil veisluhöld um borð. En einn þarna um borð sem var góður vinur Ole tók hann afsíðis og spurði hann að því hvort honum þætti það ekkert undarlegt að hann væri búinn að vera um borð í verksmiðjutogara í 14 mánuði og þá eignaðist konan barn???? Þá sagði Ole: „Þú ert nú meiri gleðispillirinn.... það eru 18 mánuðir á milli mín og Badda bróður og enginn var neitt að fetta fingur út í það...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband