Færsluflokkur: Dægurmál
1.5.2015 | 07:16
Föstudagsgrín
Einhverjir muna kannski eftir sjónvarpsauglýsingu en þar var verið að auglýsa sápur sem hétu LUX, það var sagt í auglýsingunni að fegurstu konur í heimi notuðu LUX sápur. Lítil stelpa sem fór með mömmu sinni út í búð og þær mæðgur keyptu eitt og annað sem vantaði úr búðinni. Svo þegar mamman keypti LUX sápu og setti í körfuna sagði stelpan:
- En mamma við erum ekkert fegurstu konur í heimi.......................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2015 | 08:03
Föstudagsgrín
Ítalskur maður gengur inn á uppáhalds veitingastaðinn sinn og meðan hann situr við sitt borð tekur hann eftir því að gullfalleg kona situr á næsta borði...alein.
Hann kallar á þjóninn og biður hann um að fara með dýrasta rauðvín hússins til hennar, vitandi það að ef hún þiggur það sé nú eftirleikurinn auðveldur.
Þjónninn fer með rauðvínið til konunnar og segir henni að þetta sé frá herramanninum á næsta borði, hún lítur á hann og ákveður að senda honum bréf.
Í bréfinu stóð: " Ef ég á að þiggja þessa flösku verður þú að eiga Mercedes í bílskúrnum, milljón á bankareikningi og 7 tommur í nærbuxunum þínum!!"
Eftir að maðurinn las orðsendinguna ákvað hann að senda henni bréf til baka, og í því stóð: " Bara svona til að þú vitir það þá vill svo til að ég á Ferrari Testarosa, BMW 850iL og Mercedes 560SEL í bílskúrnum, plús að ég á milljarða inn á bankareikningi, en jafnvel fyrir svona fallega konu eins og þig myndi ég aldrei láta taka af 3 tommur, sendu bara flöskuna til baka!!!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2015 | 09:17
Föstudagsgrín
Eldri maður giftist mun yngri konu og voru þau mjög ástfangin. Gallinn var þó sá að hversu mikið sem þau reyndu gat maðurinn ekki veitt spúsu sinni fullnægingu í rúminu. Ákváðu þau því að leita til læknis. Sá hafði ráð undir rifi hverju og eftir að hafa hlustað á söguna ráðlagði hann þeim að ráða til sín ungan og glæsilegan mann. "Á meðan þið njótið ásta skuluð þið fá hann til þess að veifa handklæði yfir ykkur. Ímyndunarafl konunnar ætti þannig að fara á fullt og hún ætti að fá sterka fullnægingu." Hjónin ákváðu að reyna þetta og réðu til sín fjallmyndarlegan og vöðvastæltan mann til að veifa handklæðinu. Þrátt fyrir það gekk henni ekkert betur að fá fullnægingu. Þau ákváðu því að tala aftur við lækninn. Hann ráðlagði þeim að skipta um hlutverk. "Nú skuluð þið fá unga manninn til að njóta ástar með konunni á meðan þú veifar handklæðinu," sagði hann við gamla manninn. Aftur ákváðu þau að fara að ráðum læknisins og fór ungi maðurinn í rúmið með konunni á meðan sá gamli sá um handklæðið. Ekki leið á löngu þar til konan fékk gríðarlegar fullnægingar, aftur og aftur svo herbergið lék á reiðiskjálfi. Þegar þau höfðu lokið sér af leit sá gamli brosandi á unga manninn. "Þarna sérðu," sagði hann sigri hrósandi. "Það er SVONA sem maður á að veifa handklæði."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2015 | 09:04
Föstudagsgrín
Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman. Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf! Iss segir hinn. Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR? Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera sofandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2015 | 07:30
Föstudagsgrín
Einu sinni fóru tvær golfkylfur á bar. Önnur sagði við barþjóninn: Ég ætla að fá stóran bjór. Barþjónninn spyr hina: Vilt þú líka? Sú kylfa hristir hausinn og segir: Ertu vitlaus! Sérðu ekki að ég er DRIVER..!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2015 | 08:24
Föstudagsgrín
Patrekur (Paddy) röltir inn á bar í Dublin, pantar þrjár kollur af Guinness og sest síðan út í horn. Þar sýpur hann til skiptis einn sopa í einu af hverri kollu. Þegar hann kemur aftur að barborðinu og pantar þrjár í viðbót, segir barþjónninn: Þú veist líklega að bjórinn verður fljótt flatur, eftir að hann kemur úr krananum, mundi bjórinn ekki bragðast þér betur, ef þú keyptir eina kollu í einu? Sjáðu til segir Patrekur: Ég á tvo bræður, annar er í Ameríku, hinn í Ástralíu og svo er ég hér í Dublin. Þegar við fórum að heiman lofuðum við því að drekka svona, til þess að minnast gömlu góðu daganna, þegar við drukkum allir saman Barþjónninn hefur ekki fleiri orð um flatan bjór og fellst á að þetta sé fallega hugsað. Patrekur verður síðan fastagestur og drekkur alltaf á þennan sama máta pantar þrjá og sýpur af þeim til skiptis einn sopa í einu. Dag nokkurn birtist hann og pantar aðeins tvær kollur. Þetta fer ekki framhjá neinum fastagestanna og þögn slær á hópinn. Svo pantar Patrekur næsta umgang og þá segir barþjónninn varfærnislega: Þótt ég vilji síður ónáða þig í sorginni, langar mig að votta þér samúð mína: Ég samhryggist þér Paddy minn Augnablik virðist Patrekur ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið, svo áttar hann sig og skellir upp úr. NEI, NEI Nei nei ! Almáttugur minn það er allt í lagi með alla. Það er bara ég . Ég er nefnilega hættur að drekka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2015 | 08:56
Föstudagsgrín
Frakki Rússi og Íslendingur voru á ferðalagi og orðnir rammvilltir. Þeir sáu eitthvað undarlegt í fjarska og ákváðu að athuga það, og það reyndist vera dyrarammi. Og á honum stóð nefndu staðinn og gakktu í gegn Frakkinn á kvað að reyna þetta og sagði París, og sjá! hinum megin við dyrnar birtis Champs-Élysées! Frakkinn stökk í gegnum dyrnar, en gleymdi að þetta var á sjálfan Bastilludaginn svo hann varð undir skriðdreka í árlegu hersýningunni. Og svo hvarf Frakkinn og breiðgatan líka. Hver f###inn! sagði íslendingurinn. Rússinn sá að þetta var tækifærið til að komast á betri stað og sagði New York!, og fimmta breiðstræti blasti við gegnum dyrnar. Rússinn stökk í gegn, varð undir leigubíl, og var svo rændur. Hver a#####tinn! sagði íslendingurinn. Svo hvarf rússinn og fimmta breiðstræti. Það er víst fja###kornið betra að ná upp ferð áður en maður fer þarna í gegn hugsaði íslendingurinn og tók langt tilhlaup, og hljóp svo í átt að dyrunum. Rétt áður en hann kemur að dyrunum stígur hann í skóreimarnar og hrasar. HELVÍTI! segir hann um leið og hann dettur í gegnum dyrnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2015 | 08:59
Föstudagsgrín
Pervisinn fastagestur á Enska barnum í Austurstræti sat í sínu hefðbundna sæti eitt kvöldið í vikunni og öll önnur sæti voru setin líka. Þá kom inn spengilegur og vöðvastæltur maður sem sýnilega var í góðri þjálfun. Hann gekk að fastagestinum og heimtaði að hann stæði upp og léti eftir sætið, en sá fyrrnefndi neitaði. Sá vöðvastælti sló fastagestinn eldsnöggt og sagði þetta var shotokan-karate högg frá Kóreu. Fastagesturinn stóð upp, hristi hausinn en settist svo niður aftur. Þá sló sparkaði sá vöðvastælti í hann og sagði, þetta var kung-fu spark frá Kína. Fastagesturinn stóð aftur upp, hristi sig og settist svo niður aftur. Þá tók sá vöðvastælti sig til, stökk upp í loftið, sparkaði með tilþrifum í fastagestinn og sagði, þetta var karate-hringspark frá Japan. Fastagesturinn stóð þá upp, hristi hausinn og gekk út. Sá vöðvastælti settist niður, en á að giska 45 mínútum síðar gekk fastagesturinn inn og rakleiðis að þessum vöðvastælta. Örlítill þytur heyrðist og skyndilega lá sá vöðvastælti rotaður í gólfinu. Fastagesturinn settist þá í sætið sitt og sagði, þetta var kúbein frá BYKO!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2014 | 12:02
Föstudagsgrín
Hérna kemur einn í tilefni jólanna, sem eru á næsta leiti:
Guð, Lykla-Pétur og fleiri toppmenn úr himnaríki sátu á skýi og horfðu niður til jarðarinnar. Þá varð Lykla-Pétri að orði:"Það er allt á heljarþröm á jörðinni allt vitlaust í Rússlandi og Úkraínu, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, allt vitlaust í Arabaheiminum, olíuverð í frjálsu falli og fleira og fleira. Guð þú verður bara að fara og gera eitthvað í málunum".
Þá svaraði Guð:"Á þann eymdarstað sem jörðin er fer ég sko ekki. Ég skrapp þangað fyrir rúmum tvö þúsund árum og þessar smásálir þar eru ennþá að tala um það"............
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2014 | 13:37
Föstudagsgrín
Jæja kæra dagbók, ég er byrjaður í ræktinni. Ég fór í fyrsta sinn í dag. Þegar ég var búinn í sturtunni hringdi GSM síminn. Ég svaraði símanum. "Halló" "Hæ, ástin mín þetta er ég. Ertu enn í ræktinni." "Já ég var að koma úr sturtunni." "Allt í lagi, ég ætla ekki að trufla þig lengi. Ég er niðri í bæ. Mig langaði bara að spyrja þig hvort ég mætti kaupa pelsinn sem ég sýndi þér um daginn. Hann kostar ekki nema 450.000,-" "Jæja ástin mín, fyrst þér líkar hann svona vel skaltu bara kaupa hann" "Æi krúttið mitt þú ert svo góður við mig. Ég set hann þá á kortið. Heyrðu og svo var það þetta með bílinn, ætlarðu að koma við og skoða bílinn sem við vorum að spá í." "Æi nei, nú vil ég að þú farir og gangir frá kaupum á nýjum bíl. Ég hugsa meira að segja að við ættum að leyfa okkur að kaupa nýjan Porsche frá Bílabúð Benna. Komdu mér á óvart og vertu búin að ganga frá því þegar ég kem heim, og hafðu hann með öflugum aukahlutum." "Ohh ástin mín þetta er aldeilis ólíkt þér. Þú sem ert alltaf að leggja áherslu á að spara, en ég geri þetta. Heyrðu fyrst þú ert í svona miklu stuði. Ég sá að húsið sem okkur langaði svo í á Arnarnesinu er enn til sölu. Það eru settar á það 45 milljónir. Ættum við kannski bara að slá þessu upp í kæruleysi og kaupa það." "Æi hjartað mitt, ég hef ekki tíma í það, getur þú gengið frá því. Við þyrftum reyndar að taka 100% lán fyrir því en það er nú í góðu lagi. Bjóddu 42 milljónir og vittu hvað kemur út úr því." "Ohhhh spennó, ég er alveg viss um að við fáum húsið, það er búið að vera svo lengi á sölu. Sjáumst svo í kvöld ástin mín. Bless" "Bless", sagði ég og lagði á. Að þessu loknu ákvað ég að hegða mér heiðarlega, veifaði símanum og spurði viðstadda, "Á einhver ykkar þennan síma."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)