Færsluflokkur: Dægurmál
7.12.2012 | 17:11
Föstudagsgrín
Hrein og fersk eftir sturtu, stóð Sigga framan við spegilinn, Sigga virti fyrir
sér brjóstin á sér og að vanda kvartaði hún yfir því hvað þau eru smá!
Í stað venjulega svarsins um að brjóstin á henni væru ekkert smá,
breytti maðurinn hennar út af venjunni og kom með tillögu.
"Viljir þú að brjóstin stækki, skaltu daglega nudda salernispappír á
milli þeirra í nokkrar sekúndur."
Þar sem að Sigga vildi reyna hvað sem væri, sótti hún blað af
salernispappír og stóð síðan framan við spegilinn,
nuddandi því á milli brjóstanna sér.
"Þau munu vaxa þeim mun meira sem þú gerir þetta oftar,"
svaraði kallinn hennar.
Hún hætti.
"Trúirðu því virkilega að mér nægi að nudda klósettpappír á milli
brjóstanna daglega til þess að fá þau til að stækka?" sagði hún..............
Án þess að líta upp svaraði hann,
"Virkaði á rassinn á þér, ekki satt?"
Hann lifir enn og með mikilli sjúkrameðferð getur verið að hann gangi
á ný, jafnvel þótt hann muni áfram fá sína næringu um strá.
Heimski, heimski karl. (sannleikurinn getur verið sár,
Konur ekki spyrja okkur spurninga sem þið viljið ekki vita svarið við)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2012 | 07:01
Föstudagsgrín
Kona kemur til læknisins með 16 ára dóttur sína. "Jæja, frú Jóna," segir læknirinn, "hvert er vandamálið?" "Það er varðandi dóttur mín, hana Döggu, hún er alltaf að fá þessa fíkn í vissar matartegundir, fitnar og er stöðugt með ógleði á morgnana." Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir: "Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið." "Ófrísk?!" svarar móðirin, "það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?" "Nei, mamma," svarar Dagga. "Ég hef ekki einu sinni kysst karl mann!"
Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segir nokkuð, svo móðirin spyr: "Er eitthvað að þarna úti, læknir?" "Nei, í rauninni ekki," svarar hann. "Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því núna"...................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2012 | 00:22
Föstudagsgrín
Þennan sendi Torfi vinu minn til mín
Ég hitti um daginn kunningja minn, sem er múslimi, hann sagðist eiga allan Kóraninn á DVD.
Ég bað hann þá að brenna fyrir mig eintak.
................. ÞÁ VARÐ NÚ FJANDINN LAUS............................
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2012 | 09:58
Föstudagsgrín
Vegna fjölda áskorana (ég er bara farinn að segja eins og pólitíkusarnir) hef ég ákveðið að taka þetta upp aftur en þetta verður EKKI fastur liður heldur set ég bara inn brandara öðru hvoru....
- - Veistu hvað er MINNSTI íþróttaleikvangur í heimi"?
- - Nei, hver getur hann eiginlega verið"?
- - SMOKKUR, þar er bara pláss fyrir EINN - STANDANDI......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.8.2012 | 09:59
Föstudagsgrín
Nunna og munkur
voru á ferð um eyðimörk á asna, skyndilega dettur asninn niður dauður og þau
sjá fram á að deyja líka svo þau ákveða að afklæðast, til að sjá kropp hvors
annars. Þegar munkurinn er orðinn nakinn spyr nunnan " hvað er þetta" og bendir
á það allra heilagasta. Munkurinn útskýrði fyrir henni" þetta er svona tól, ef
ég sting því í þig þá kviknar líf " Nú já" segir nunnan, "stingdu þessu þá í
asnann" ....
Nú fer þessi liður í frí í einhvern tíma það er ekki ákveðið hversu langt þetta frí verður hvort það verður varanleg á bara eftir að koma í ljós. Ég þakka þeim sem hafa fylgst með þessu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2012 | 01:33
Föstudagsgrín
Ung nýgift hjón
voru komin í hjónasvítuna á hótelinu í brúðkaupsferðalaginu. Þegar þau voru að
afklæðast skutlaði maðurinn, sem var mjög þrekvaxinn og stór, buxunum sínum til
brúðarinnar og sagði: ,,Hérna, farðu í þær!"
Hún fór í þær en þurfti báðar hendur til að halda þeim uppi þar sem þær voru
allt of víðar. ,,Ég get ekki verið í buxunum þínum," sagði hún.
,,Það er alveg rétt," svaraði eiginmaðurinn, og gleymdu því aldrei. Ég er
húsbóndinn og það er ég sem geng í buxum í þessari fjölskyldu!"
Brúðurin snaraði sér þá úr nærbuxunum og sagði brúðgumanum að fara í þær. Hann
reyndi en náði þeim aðeins upp að hné.
,,Fjandinn!" sagði hann. ,,Ég kemst ekki í nærbuxurnar þínar!"
,,Skarplega athugað," svaraði hún. ,,Og þannig verður það þar til viðmót þitt
breytist"!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2012 | 08:05
Föstudagsgrín
Pétur átti eina
dóttur sem hann elskaði mjög mikið. Pétur átti líka stórt og arðbært fyrirtæki.
Pétri líkaði ekki allskostar vel við nýja tengdasoninn en fann líka að dóttir
hans tók það nærri sér. Hann ákvað því að brjóta odd af oflæti sínu og taka
unga manninn inn í fjölskylduna með stæl. Hann biður unga manninn að koma að
máli við sig sem hann og gerir. Þar tilkynnir Pétur honum að hann hafi tekið
ákvörðun um að gefa honum helminginn af fyrirtækinu sínu til að sína honum að
hann sé raunverulega velkominn í fjölskylduna. Þetta leist unga manninn afar
vel á og tók fagnandi á móti gjöfinni. Pétur segir þá við hann að næsta morgun
skuli hann mæta í verksmiðjuna og byrja að vinna þar og síðan sjái þeir til
hvernig málin þróist. Þetta leist unga manninn hins vegar alls ekki á. "Það á
ekki við ... mig að vinna í verksmiðju, það er allt of mikill hávaði og svo er
allt svo skítugt. Nei, þetta gengur ekki upp.", segir hann. Pétri var auðvitað
brugðið en til að leysa málið segir hann við unga manninn að þetta sé ekkert
mál. Hann skuli mæta næsta morgun niður á skrifstofuna sína og vinna þar með
honum. "Nei, það gengur heldur ekki upp sagði ungi maðurinn. Ég get ekki verið
að loka mig inní litlu herbergi bak við lítið skrifborð. Ég get ekki unnið á
skrifstofu, það er alveg klárt mál.", segir hann. Nú var farið að fjúka í Pétur
enda viðbrögð unga mannsins honum alveg óskiljanleg. "Hvað á ég þá að gera við
þig, þú villt ekki vinna á skrifstofunni og ekki í verksmiðjunni. Hvað á ég
eiginlega að gera þá.", segir Pétur.
"Það er einfalt"
svaraði ungi maðurinn. "Ég skal bara selja þér minn hluta af fyrirtækinu".....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2012 | 07:57
Föstudagsgrín
Ljóskan hringdi
í kærastann í miklu uppnámi.
"Þú verður að koma strax, ég var að kaupa púsl
og ég kem ekki einu einasta púsli á sinn stað!"
"Nú?", svaraði
kærastinn, "Hvaða mynd er á púslinu?"
"Þetta er bara
mynd af venjulegum hana", svaraði ljóskan.
Þegar kærastinn mætti á svæðið sagði hann:
"Eigum við ekki bara að fá okkur ...smá kaffi og svo getum við sett kornfleksið aftur
í pakkann!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2012 | 02:24
Föstudagsgrín
Búktalari nokkur
sat með lítinn brúðukarl í fanginu á veitingastað einum í Kópavogi og skemmti
viðstöddum með hafnarfjarðar bröndurum. Er hann hafði sagt nokkra slíka steig
stór og illilegur maður og sagði:"Mér líkar ekki þetta grín þitt um okkur
Hafnfirðingana." "Fyrirgefðu", svaraði búktalarinn hissa,"en þetta eru nú bara".................
"Ég er ekki að tala við þig", greip
Hafnfirðingurinn fram í ,"heldur þennan litla náunga sem þú ert með í fanginu".
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2012 | 06:59
Föstudagsgrín
Ég fór í verslun um daginn.
Ég var bara í 5 mínútur og þegar ég kom út var djöfilsins andskotans
lögga að skrifa sektarmiða. Svo ég gekk að honum og sagði, "Heyrðu félagi,
hvernig væri að gefa mönnum smá sjéns ?" Hann leit ekki við mér og hélt áfram
að skrifa sektarmiðann, svo ég kallaði hann blýantsnagandi nasista. Hann leit
snögg á mig og byrjaði á því að skrifa annan sektarmiða fyrir of slitin... dekk
undir bílnum. Þá kallaði ég hann rolluríðandi, hoppandi fáráðling. Hann lauk
við að skrifa miða nr. 2 og setti hann á bílinn með fyrsta miðanum. Svo byrjaði
hann að skrifa þriðja miðann !! Svona gekk þetta í um 20 mínútur, því meira sem
ég svívirti hann, því fleiri sektarmiða skrifaði hann. Mér var í raun
andskotans sama, en þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar ég fór yfir
götuna að vespunni minni og keyrði burt......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)