Færsluflokkur: Dægurmál
22.6.2012 | 01:00
Föstudagsgrín
Bragi sat með afa sínum úti í garði og ræddi um landsins gagn og nauðsynjar þegar hann kom auga á ánamaðk.
"Getur þú rekið ánamaðkinn eins og nagla niður í moldina?", spurði hann afa sinn
"Það er ekki hægt" sagði afinn. "Viltu veðja upp á tvö þúsund kall?", spurði Bragi afa sinn sem samþykkti. Bragi náði þá í brúsa af hárlakki inn til sín sprautaði á orminn og viti menn hann rak orminn svo niður í moldina eins og nagla.
Daginn eftir kom amma Braga til hans brosandi út að eyrum og rétti honum tvö þúsund krónur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2012 | 06:27
Föstudagsgrín
Lísa var mjög ung þegar hún hóf störf í burstagerðinni, kát og skemmtileg stelpa sem var hvers
manns hugljúfi. Einn morguninn gekk hún til verkstjórans og sagðist vilja hætta
strax. Hann var tregur til og gekk á hana með hver ástæðan væri Lísa vildi bara
hætta strax án skýringar en lét svo undan og kom með skýringu.
Fyrir neðan mitti er farinn að vaxa á mér bursti því vil ég hætta áður en verra
hlýst af. Verkstjórinn útskýrði fyrir henni að þetta væri lífsins gangur og
gerðist hjá öllum hvort sem þeir ynnu í burstagerð eður ei. Til sannindamerkis
sýndi hann Lísu hvernig ástand sitt væri nokkru fyrir neðan mitti.
"Almáttugur!", hljóðaði Lísa, "þú ert kominn með skaft líka!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2012 | 07:25
Föstudagsgrín
Jónas fann upp alveg skothelda aðferð til að losa sig við stress dagsins. Á hverju kvöldi þegar hann fór að hátta settist hann á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Síðan tók hann af sér hinn skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Með þessu fann hann stress og streitu dagsins líða af sér með skónum. Dag nokkur kom maðurinn á hæðinni fyrir neðan að máli við hann og sagði honum að það væri óþægilegt fyrir hann og konuna hans að þurfa að búa við þennan hávaða á hverju kvöldi, hvort Jónas gæti ekki sleppt því að grýta skónum sínum í gólfið. Jónas afsakaði sig mikið og bar við hugsunarleysi. Auðvitað myndi hann taka tillit til þeirra og gera þetta ekki aftur. Nokkrum dögum seinna kom Jónas seint heim eftir erfiðan dag, Settist á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Þegar hann var að taka af sér hinn skóinn mundi hann eftir granna sínum og lagði þann skó gætilega frá sér og fór að sofa. Tveim klukkutímum seinna var hringt á bjölluna hjá Jónasi. Þar var kominn granninn á hæðinni fyrir neðan, óður af bræði. Hann öskraði "Viltu gjöra svo vel að kasta hinum skónum líka, svo við getum farið aftur að sofa!!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2012 | 06:10
Föstudagsgrín
Ný gift hjón voru varla búinn að skrá sig inn á
hótelið sem var við þetta líka stóra vatn, þegar brúðguminn kemur niður og spyr
hvar sé hægt að fá leigðan bát til að fara og veiða.
"Varstu ekki að gifta þig?" spurði hótelstjórinn
"Jú, núna í morgun" svaraði brúðguminn "En mig
langar að fara og veiða?"
"En ættir þú ekki að vera uppi og að njóta ásta með
konunni þinni?"
"Ég get það ekki", segir brúðguminn. "Hún er með
kynsjúkdóm en mig langar að fara og veiða hvar fæ ég bát til leigu?"
"Þú veist að það eru fleiri aðferðir sem hægt er að nota" segir hótelstjórinn.
"Ég skil vel hvað þú ert að fara", segir brúðguminn.
"En hún er líka með gyllinæð og blæðandi góma."
"Ef að konan þín er með alla þessa sjúkdóma af hverju varstu þá að giftast henni?" spyr þá hótelstjórinn.
"Sko hún er líka með orma" sagði brúðguminn og bætti við:
"Eins og ég sagði þá finnst mér gaman að veiða."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2012 | 06:59
Föstudagsgrín
Siggi og Stína skruppu í viku frí til Texas á sextugsafmælinu.
Dag einn er Siggi að rölta í bænum þegar hann sér í verslunarglugga einum, þessi líka glæsilegu kúrekastígvél á niðursettu verði. Siggi hafði alltaf þráð að eiga kúrekastígvél og sér þarna tækifærið. Hann kaupir stígvélin, skellir sér strax í þau og spígsporar hróðugur heim á hótel, þar sem Stína situr við að klippa táneglurnar. Stoltur stillir hann sér upp fyrir framan Stínu og segir:
"Hvernig líst þér á, Stína?"
Stína gýtur augunum í átt til hans "Á hvað?"
"Sérðu ekkert sérstakt?" segir Siggi spenntur.
Stína mænir á hann "Neibb"
Sár og reiður strunsar Siggi inn á baðherbergi, rífur sig úr fötunum og rýkur síðan aftur fram til Stínu, allsnakinn fyrir utan nýju stígvélin. "Tekurðu þá eftir einhverju NÚNA?" segir hann og er fastmæltur. Stína lítur upp "Hvað hefur svo sem breyst, Siggi minn? Hann lafir niður í dag, hann lafði niður í gær og hann mun lafa niður á morgun, ef ég reynist sannspá"
Og Siggi stappar niður fæti í bræði sinni "Veistu AF HVERJU hann lafir niður, ha? Það er vegna þess, Stína að hann er að dást að nýju kúrekastígvélunum mínum"!!
Það rennur upp ljós fyrir Stínu en síðan hristir hún höfuðið og segir full samúðar
"Þú hefðir miklu frekar átt að kaupa þér kúrekahatt, Siggi minn".
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2012 | 06:39
Föstudagsgrín
Jón bóndi fór í kirkju, þegar presturinn ætlaði að
byrja að predika bað hann fyrst þá karlmenn sem höfðu haft mök við aðra
karlmenn að fara út. Nokkrir karlmenn gengu út. Svo vildi hann líka biðja alla
kvenmenn sem höfðu haft mök við aðrar konur að fara út. Nokkrar konur gengu út.
Næst vildi hann biðja alla þá sem hefðu haft mök í synd að ganga út. Það stóð
bara einn maður upp, Jón bóndi. Prestinum fannst þetta eitthvað skrítið og sagði:
Jón bóndi, hefur þú haft mök í synd?
Jón bóndi: Ha, nei mér heyrðist þú segja mök við
kind"................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2012 | 06:11
Föstudagsgrín
Örn og Ari voru að tala saman um mat.
Örn: - Ég er búin að borða nautakjöt alla mína ævi og er sterkur eins og naut"!
Ari: - Skrítið, ég hef borðað fisk alla mína ævi og ég kann samt ekki að synda"!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2012 | 06:37
Föstudgsgrín
Tveir fullir Hafnfirðingar sátu á krá fyrir framan stóran spegil. Annar sagði: Sjáðu, þarna sitja tveir sem eru mjög líkir okkur. Já, ég held að þeir séu frá Hafnarfirði, segir hinn. Ég fer til þeirra og spyr þá, sagði hann og stóð upp.
"Nei, sestu. Annar þeirra er á leiðinni hingað"!.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2012 | 05:04
Föstudagsgrín
Tveir gamlingjar, Jói og Siggi sitja á garðbekk í miðbænum. Þeir eru að gefa öndunum og spjalla um fótbolta eins og vanalega. Jói snýr sér að Sigga og spyr:
"Heldurðu að það sé fótbolti í himnaríki?"
Siggi hugsar sig um og segir svo:
"Ég veit það ekki. En gerum samning, ef ég dey á undan, þá geng ég aftur og segi þér ef það er fótbolti í himnaríki og ef þú deyrð fyrst, þá gerir þú það sama." Þeir handsala samninginn og nokkrum mánuðum síðar deyr Jói. Dag einn er Siggi að gefa öndunum, þegar hann heyrir hvíslað:
"Siggi, Siggi..."
Siggi svarar:
"Jói, ert þetta þú?" "Já," hvíslar andi Jóa til baka.
"Er fótbolti í himnaríki?" spyr Siggi. "Ég er með góðar og slæmar fréttir," hvíslar andi Jóa. "Góðu fréttirnar fyrst," segir Siggi." "Það er fótbolti á himnum...."
"Það er frábært!!" kallar Siggi upp yfir sig, "Hvaða fréttir gætu verið svo slæmar að þær skyggi á þessa frábæru fréttir,!?"
"Þú ert í marki á föstudaginn."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2012 | 07:21
Föstudagsgrín
Gamall ítalskur maður sem býr útjaðri Rimini á Ítalíu, fór til næstu kirkju til skrifta.
Maðurinn sagði:
Faðir ... í síðari heimsstyrjöldinni kom falleg gyðingastúlka til okkar bankaði á hurðina og bað mig að fela sig frá nasistum. Þannig að ég faldi hana uppi á háalofti."
Þetta var dásamlegur hlutur sem þú gerðir og engin þörf að játa það.", svaraði presturinn.
Það er meira sem ég þarf að segja faðir ... hún byrjaði að endurgreiða mér í blíðu og greiddi hún mér nokkrum sinnum í viku og stundum tvisvar á sunnudögum. "
Þetta er langt síðan og það sem þú gerðir, setti ykkur í mikla hættu, en tveir einstaklingar undir þessum aðstæðum getur auðveldlega kallað á veikleika holdsins. Hins vegar, ef þú ert sannarlega miður þín vegna þessa er þér örugglega fyrirgefið."
Þakka þér, faðir. Þetta hefur legið þungt á huga mínum. Ég hef þó eina spurningu í viðbót."
"Og hvað er það?"
"Ætti ég að segja henni að stríðið er búið?"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)