Færsluflokkur: Dægurmál
30.10.2009 | 10:07
Föstudagsgrín
Ungt fólk var, af sitthvoru kyni, bjó á sitthvorum bænum í Skagafirði. Það var stutt á milli bæjanna og eins og gengur og gerist þá var þetta unga fólk að dragasig saman". En það var einn galli á gjöf Njarðar, þetta átti að fara leynt en í sveitinni var símkerfi upp á gamla" mátann eða sveitasíminn eins og við þekkjum sem erum komin um og yfir fertugt. Til þess að engan grunaði neitt gerðu þau með sér samkomulag, að þegar þau mæltu sér mót til að fara í rúmið þá töluðu þau um það í símann að TAKA Í SPIL" eða TAKA SLAG".
Eitt sinn hringdi strákurinn og stakk upp á því að þau hittust til að taka í spil. Stelpan sagðist ekki vera í stuði" og þar með lauk símtalinu. Hún fór svo eitthvað að dútla en fór svo að hugsa að hún hefði nú verið svolítið fljótfær og hringdi í strákinn og sagði að sér hefði snúist hugur það væri ekkert að því að taka að minnsta kosti einn slag.
Nei það gengur ekki" sagði þá strákurinn Ég var að LEGGJA KAPAL".
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2009 | 07:04
Föstudagsgrín
- - Hvað er minnsti íþróttaleikvangur í heimi"?
- - Það veit ég ekki"
- - Smokkur, þar er bara pláss fyrir einn, STANDANDI".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2009 | 00:14
Föstudagsgrín
Þetta átti víst að hafa átt sér stað þegar Geir Haarde var "formaður" Sjálfstæðisflokksins en þá dreymdi Ingu Jónu Þórðardóttur víst eftirfarandi draum: Hún , Geir Haarde, Þorgerðu Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason fóru í sumarbústað á Þingvöllum í vikutíma og eins og gengur og gerist var þar margt aðhafst meðal annars var farið út á Þingvallavatn á bát og átti að veiða þá stóru í matinn en ekki vildi betur til en að bátnum hvolfdi og drukknuðu þau eitt af öðru. Það næsta sem þau vissu var að þau stóðu fyrir framan sjálfan Guð, hann byrjaði á að líta á Geir og sagði: "Hver ert þú og hvað gerðir þú í lifanda lífi"?
-"Ég er Geir Haarde og ég var formaður Sjálfstæðisflokksins".
-"Flott" Sagði Guð og setti hann sér við hægri hlið. "En hver ert þú"? Sagði hann og leit á Þorgerði Katrínu.
Hún svaraði að bragði og sagði; "Ég er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þetta er maðurinn minn Kristján Arason." Sagði hún og benti á Kristján.
-"Ágætt" Sagði Guð og sagði henni að fá sér sæti vinstra megin við hann og sagði Kristjáni að standa aftan við hana.
Síðan snéri hann sér að Ingu Jónu og sagði "Og hver ert þú"?
-"Ég er Inga Jóna Þórðardóttir og þú ert í sætinu mínu".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2009 | 05:41
Föstudagsgrín
Íslensk hjón röltu inn á málverkasýningu í Glasgow. Þau staðnæmdust við eitt málverkanna sem þau botnuðu ekkert í. Verkið sýndi þrjá kolsvarta og kviknakta menn sitjandi á bekk í almenningsgarði. Það sem vakti mesta undrun þeirra var, að maðurinn í miðjunni var með bleikt typpi en typpin á hinum tveimur voru svört.
Safnvörður veitti hjónunum athygli og gerði sér grein fyrir því að þau voru að velta fyrir sér merkingu verksins. Hann hélt næstum kortersfyrirlestur um hvernig verkið endurspeglaði ofuráherslu á hinn kynferðislega þátt í lífi og umhverfi svarta kynstofnsins í hvítu samfélagi. Og bætti því við að sá bleiki" væri jafnframt um sérstöðu hommans á meðal karlmanna.
Þegar safnvörðurinn hafði lokið tölunni og snúið sér að öðrum sýningargestum, gaf Skoskur maður sig á tal við hjónin og spurði hvort þau vildu vita hvað þetta verk táknaði?
Þau spurðu hvers vegna hann ætti að geta skýrt það betur en safnvörðurinn?
-Vegna þess að ég er höfundur verksins" sagði maðurinn Í raun og veru eru þetta ekki svertingjar! Þetta eru einfaldlega þrír Skoskir kolanámumenn. Eini munurinn á þeim er sá að þessi í miðjunni skrapp heim í matartímanum".
Nú eru föstudagsgrínin orðin 104 talsins og það þýðir að ég er búinn að halda þessu gangandi í 2 ár og það þýðir einnig að framvegis verður þetta ekki lengur fastur liður hjá mér. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem hafa lagt það á sig að lesa þetta og vona að þeir hafi haft gaman af (til þess var nú leikurinn gerður). Ekki er ég nú alveg hættur því ég kem nú til með að lauma" inn einu og einu föstudagsgríni eftir því hvernig ég finn mér tíma til.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2009 | 10:12
Föstudagsgrín
Hún við eiginmanninn: -"Þú ert alveg hættur að hjálpa mér við nokkurn skapaðan hlut".
"Ha, hélt ég ekki á regnhlífinni yfir þér á meðan þú skiptir um dekk á bílnum í gær"?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2009 | 07:12
Föstudagsgrín
Þegar kinnarnar voru grónar kom forstjórafrúin til bróður síns og vildi launa honum greiðann en hann sagði, þú ert sko margbúin að launa mér. Mér er það sérstök ánægja að sjá manninn þinn kyssa þig á kinnarnar. Ég þarf ekki meira."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2009 | 07:19
Föstudagsgrín
Ungur maður sem réð sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna.
Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sína takmarkaða færni, sagði hann: Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp." Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?" Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: Svo þú telur þig heimskan?" Drengurinn svaraði:
Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2009 | 07:14
Föstudagsgrín
-Bandaríkjamenn eru víst búnir að finna upp vél sem uppgötvar þegar þú ert að ljúga.
-Iss, ég er lengi búinn að vera giftur einni slíkri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2009 | 07:15
Föstudagsgrín
Hvernig á að heilla konu: Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, kauptu gjafir handa henni, hlustaðu á hana, stattu við hlið hennar, styddu hana, farðu hvert sem er fyrir hana...
Hvernig á að heilla mann: Mættu nakin... með bjór....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2009 | 07:28
Föstudagsgrín
Alveg er þetta merkilegt sagði unga ljóskan er hún kom úr þungunarprófinu og ég sem hef aldrei sofið hjá stork.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)