Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Ungi tæknimaðurinn var að ljúka vinnudegi þegar hann gekk fram á einn allra háttsettasta yfirmann fyrirtækisins þar sem hann stóð fyrir framan pappírstætarann ráðleysislegur á svipinn með nokkur blöð í hendinni.Sjáðu til sagði yfirmaðurinn þetta eru ólýsanlega þýðingarmikil skjöl, getur þú hjálpað mér með þetta. Já það ætti ég að geta sagði ungi tæknimaðurinn og setti vélina í gang og stakk blöðunum í hana. Frábært sagði yfirmaðurinn, ég þarf bara eina kópíu.  Aldrei, aldrei, aldrei að gera ráð fyrir því að yfirmenn viti hvað þeir gera.

Föstudagsgrín

Kennari nokkur á Fáskrúðsfirði tók á sig rögg og keypti fyrstu sjálfvirku þvottavélina í þorpinu eftir að hafa nurlað nokkra stund.

Vélin var flutt austur á firði með strandferðaskipinu Esju og síðan komið fyrir eftir nokkuð basl í kjallaraholu. Hún var tengd við vatn og rafmagn samkvæmt leiðbeiningum á sænsku sem fylgdu með.

Þetta var fyrir tíð útsendinga ríkissjónvarpsins í þessum fjórðungi og ekki mikið annað sem heillaði en afli bátanna í súldinni og þokusuddanum.

Þegar spurðist út í kaupstaðnum að kennarinn væri kominn með sjálfvirka þvottavél, sem enginn hafði heyrt um nema í útvarpinu og fáeinir séð í dönskum kvennablöðum, mætti mikil hersing í kennarabústaðinn til að horfa á jómfrúarþvottinn.

Fólkið í þorpinu hópaðist framan við vélina og horfði inn um kýraugað og sá með undrunarsvip hvernig þvotturinn snérist fram og aftur í skolgráu vatninu.

Skyndilega tók vélin upp á því að skekjast og hristast ógurlega, hún hóf gríðarlega þeytivindingu sem var með hvínandi gargi og djöfulgangi. Þvottavélin tók að færast hægt og bítandi fram á kjallaragólfið...

Þá baðaði kennarinn skyndilega út höndunum og hrópaði frávita:

"Farið frá, farið frá..... hún er að fara að hengja út!!!!!!!!"

 

Föstudagsgrín

Hún Sigga gamla kenndi sér meins en einhverra hluta vegna vildi hún ekki fara til læknis í almennilega rannsókn og í framhaldi af því að fá bót meina sinna.  Barnabarn hennar hún Linda, sem var rétt rúmlega tvítug og gullfalleg, bar mikla umhyggju fyrir ömmu sinni og fékk hana til að fara til læknis en með því skilyrði að hún færi með þeirri gömlu og varð það úr.   Þegar þær komu á heilsugæsluna byrjuðu þær á því að fá sér sæti á biðstofunni og svo kom nú röðin að Siggu  gömlu.  Þegar þær komu inn horfði læknirinn á Lindu og sagði:-        „Farðu úr fötunum svo ég geti skoðað þig“-        „Já en.............“ Svaraði Linda.-        -„Heyrðiru ekki hvað ég sagði, farðu úr fötunum og vertu fljót ég er með fleiri sjúklinga og hef ekki allan daginn fyrir mér“..-        Loksins komst Linda að og sagði: „Ég kom nú bara með henni Siggu, það er hún sem þarf að skoða“.-        Þá leit læknirinn á Siggu gömlu og sagði: „Opnaðu munninn, rektu út úr þér tunguna og segðu AAAAAAA

Föstudagsgrín

Dag nokkurn er prestur hjá rakara, en þegar kemur að því að borga fyrir klippinguna segir rakarinn:"Þú ert guðsmaður og þarft ekkert að borga".  Daginn eftir þegar rakarinn mætir í vinnuna sér hann 12 biblíur bíða eftir sér og uppgjöf allra synda.

Rakarinn gerði sér grein fyrir að þetta gæti orðið arðsamt.  Þegar lögregluþjónn kemur til hans segir hann að hann sé nú laganna vörður og þurfi ekkert að borga.  Næsta dag finnur hann umslag með gömlum umferðasektum á hans nafni sem búið var að ógilda.

Nú sér hann að þetta gæti orðið verulega arðsamt.  Þá mætir nokkrum dögum seinna til hans ráðherra einn og hann ákveður því að gefa honum líka klippinguna.

... ... ... ...Daginn eftir bíða 12 stjórnmálamenn fyrir utan hurðina hjá honum og bíða eftir ókeypis klippingu (!)


Föstudagsgrín

 

Tvær vinkonur, ljóska og rauðka, voru eitt sinn á gangi
þegar svo vildi til að þær gengu fram hjá blómabúð og sáu
hvar kærasti þeirrar rauðhærðu var að kaupa blóm. Hún
stundi þungan þegar hún sá þetta og sagði:
"Fjárinn, kærastinn minn er enn einu sinni að kaupa blóm
handa mér án nokkurrar ástæðu."

Ljóskan leit furðu lostin á vinkonu sína og spurði:

"Af hverju , finnst þér ekki gaman að fá blóm?"

Sú rauðhærða svaraði:

"Jú, jú... en hann er bara alltaf með svo miklar væntingar
þegar hann gefur mér blóm og ég bara nenni ekki að eyða
næstu þremur dögum í að liggja á bakinu með fæturnar upp í loftið."

Ljóskan varð nú enn ráðvilltari en áður og spurði svo að lokum:

"Áttu ekki blómavasa?????"


Föstudagsgrín

 

Hérna á árum áður var amma orðin eitthvað „örvæntingarfull" fyrir mína hönd og var farin að hafa áhyggjur af því að ég myndi ekki „ganga út".

Alltaf þegar ég hitti hana í brúðkaupum sem voru innan fjölskyldunnar , sagði hún: „þú ert næstur".  Þetta var farið að fara verulega í taugarnar  á mér og ég vildi stoppa þetta í eitt skipti fyrir öll og datt niður á „snilldarlausn".  Næst þegar við hittumst á JARÐARFÖR hallaði ég mér að henni og sagði: „Þú ert næst".  Ég fékk alveg frið eftir það.


Föstudagsgrín

 

Í veislu einni snýr kona sér að sessunauti sínum og spyr:

"Hver er hann þessi einstaklega ófríði maður þarna við hinn endann á borðinu?"

"Þetta er bróðir minn."

Úff, konan blóðroðnar og leitar í örvæntingu að einhverju til að segja. Svo kemur:

"Ó, fyrirgefið, ég hefði átt að sjá svipinn."


Föstudagsgrín

 

Núna, langar mig til að faðma þig, liggja með þér í rúminu í nokkra daga, fá þig til að stynja og emja, svitna og skjálfa.
Ég kem bráðum...

Kveðja,

Svínaflensan

Föstudagsgrín

 

Þrjár konur hittast í saumaklúbb, ein á kærasta, önnur er trúlofuð en sú þriðja er harðgift, og búin að vera lengi. Þær eru allar sammála um að það hafi verið einhver kynlífsskortur í samböndum þeirra upp á síðkastið, kallarnir þreyttir þegar þeir koma heim úr vinnunni og lítil stemning almennt. Þær ákveða að reyna að leysa þetta vandamál og fara inn á Google og gúggla "sex crisis". Upp kemur grein eftir afar virtan bandarískan kynlífsfræðing, en í greininni er fullyrt að fátt sé betur til þess fallið að endurvekja neistann í sambandinu heldur en að klæðast níðþröngum svörtum latexgalla og koma þannig manninum á óvart þegar hann kemur úr vinnu. Í kjölfarið panta þær sér þrjá svarta latexgalla.

Í næsta saumaklúbbi ræddu þær árangurinn. Sú sem átti kærastann sagði: "Þetta er bara búið að vera með ólíkindum, kallinn hefur verið óstöðvandi síðan ég keypti þennan búning." Sú trúlofaða tók í sama streng og sagði: "Ég vissi bara ekki hvert kallinn ætlaði, við höfum meira og minna verið í rúminu síðan."

Gifta konan hafði nú aðra sögu að segja, og reyndar hafði hún bara klæðst búningnum einu sinni. Þegar hinar spurðu hana afhverju sagði hún: "Jú sko ég tróð mér í búninginn og var alveg tilbúin þegar kallinn kom heim úr vinnunni. Hann yrti hins vegar ekki á mig, henti sér bara beint upp í sófa, horfði á fréttirnar og Kastljósið og svo þegar veðurfréttirnar voru að klárast öskraði hann:

Hey Batman!! Hvað er í matinn?"


Föstudagsgrín

Einu sinni fóru hjón til læknis vegna þess að þau gátu ekki stundað kynlíf. Læknirinn sagðist vera með nýja leið, sem hann skyldi prófa á þeim. Að setja segul í typpið á kallinum og stál í konuna, þannig að þau myndu bara smella saman.

Allt þetta gekk vel, og svo var komið að endurkomu, en þá kemur konan bara ein og greinilega í uppnámi. "Hvar er eiginlega maðurinn þinn?", spurði læknirinn. "Honum var stungið í fangelsi!" svarar konan. "Ha, hvers vegna?", spyr læknirinn

"já, við fórum í sund og þar var strákur með spangir." svarar konan


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband