Færsluflokkur: Dægurmál
14.11.2008 | 03:28
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2008 | 14:44
Föstudagsgrín
"Það er nú ekki svo einfalt," Svarar Pétur. Þú getur aðeins snúið tilbaka sem hestur eða hæna. Eða haldið áfram að vera dauður auðvitað. Eddi hugsaði þetta í nokkrar mínútur og komst að því að það er örugglega ekkert auðvelt líf að vera hestur, úti að hlaupa allan daginn með einhvern á bakinu, svo af tvennu illu þá væri líklegra betra að snúa aftur sem hæna. Það væri ábyggilega letilíf.
"Ég vil snúa aftur sem hæna..." samstundis var Eddi kominn í hænsnakofa með fallegar fjaðrir og allar græjur. En almáttugur hvað honum var illt í afturendanum. Það var eins og hann væri að springa!
Þá kemur haninn....
"Hæ þú hlýtur að vera ný hérna. Hvernig hefurðu það?
"Allt í lagi býst ég við" Svarar Eddi en mér finnst eins og rassinn á mér sé að springa!
"Þú ert bara að fara að verpa. Hefurðu aldrei verpt áður?
Nei hvernig geri ég það?
"Gaggaðu tvisvar og þrýstu svo af öllu afli" Svarar haninn. Og Eddi gaggar tvisvar og rembist svo eins og hann eigi lífið að leysa. skömmu síðar liggur hans fyrsta egg á gólfinu. "Vá segir Eddi þetta er meiriháttar svo gaggar hann aftur tvisvar og byrjaði að rembast og eitt egg í viðbót liggur á gólfinu.
Þegar hann gaggar í þriðja sinn heyrir hann konuna sína öskra: "Vaknaðu Eddi, í öllum bænum. Þú ert búin að skíta út um allt rúm!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.10.2008 | 06:21
Föstudagsgrín
Dag einn er Siggi að rölta í bænum þegar hann sér í verslunarglugga einum,þessi líka glæsilegu kúrekastígvél á niðursettu verði. Siggi hafði alltaf þráð að eiga kúrekastígvél og sér þarna tækifærið. Hann kaupir stígvélin, skellir sér strax í þau og spígsporar hróðugur heim á hótel, þar sem Stína situr við að klippa táneglurnar. Stoltur stillir hann sér upp fyrir framan Stínu og segir "Hvernig líst þér á, Stína?" Stína gýtur augunum í átt til hans "Á hvað?"
"Sérðu ekkert sérstakt?" segir Siggi spenntur. Stína mænir á hann "Neibb"
Sár og reiður strunsar Siggi inn á baðherbergi, rífur sig úr fötunum og rýkur síðan aftur fram til Stínu, allsnakinn fyrir utan nýju stígvélin. "Tekurðu þá eftir einhverju NÚNA?" segir hann og er fastmæltur. Stína lítur upp "Hvað hefur svo sem breyst, Siggi minn? Hann lafir niður í dag, hann lafði niður í gær og hann mun lafa niður á morgun, ef ég reynist sannspá"
Og Siggi stappar niður fæti í bræði sinni "Veistu AF HVERJU hann lafir niður, ha? Það er vegna þess, Stína að hann er að dást að nýju kúrekastígvélunum mínum!!
Það rennur upp ljós fyrir Stínu en síðan hristir hún höfuðið og segir full samúðar "Þú hefðir miklu frekar átt að kaupa þér hatt, Siggi minn".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2008 | 11:20
Föstudagsgrín
Tveir gamlir kallar voru að labba um í Rauða hverfinu í Amsterdam, þegar annar þeirra segir við hinn..."Jæja, hvernig væri nú að skella sér á hóru, úr því að við erum komnir hingað?"..."Ha já", segir hinn, "það er soldið sniðug hugmynd og mig hefur alltaf langað að prófa"...
Þeir labba inn á næsta stað, þar sem verið er að auglýsa konur "til sölu" og þar mæta þeir eldri konu, sennilega "pimpinn" og hún spyr þá hvað þeir vilji, "Já okkur langar að prófa að vera með hóru" ..."Jæja og hvað eruð þið gamlir?..."Við erum áttræðir"..."Jæja ok komiði inn"...þeim er vísað til sætis og konan kallar á eina unga og fallega stúlku og hvíslar að henni, "Láttu þá bara fá uppblásnu dúkkurnar, þeir eru svo gamlir og taka ekki eftir neinu"...
Svo fara þeir upp og inní sitthvort herbergið....
Svo hittast þeir fyrir utan skömmu síðar og segja fátt, þangað til annar segir, "Jæja hvernig fannst þér þetta svo?"..."Ja sko, ég held að mín hafi verið dáin, hún hreyfði sig ekkert og lá bara þarna"!!! ...en hvernig fannst þér?..."Ég held að mín hafi verið norn"..segir hinn þá..."Nú af hverju"?
"Af því að í hita leiksins, þá beit ég aðeins í geirvörturnar á henni, og þá rak hún svona heiftarlega við, og flaug svo bara útum gluggann og hvarf"!!!!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 07:39
Föstudagsgrín
Kona ein átti elskhuga sem hún hitti meðan maðurinn hennar var í vinnunni á daginn. Dag einn kom 9 ára sonur hennar óvænt heim og í fátinu ýtti konan honum inn í skáp. Maður hennar kemur heim rétt á eftir, svo hún ýtti elskhuganum líka inn í skápinn.
Drengurinn rauf þögnina meðan þeir stóðu þarna tveir og sagði lágt:
"Það er dimmt hérna inni".
Maðurinn svarar "Já, það er það"
"Ég á fótbolta"
"Það var nú flott"
"Viltu kaupa hann?"
"Nei"
"Pabbi stendur fyrir utan skápinn"
"OK, hve mikið?"
"5.000 kall"
Maðurinn borgar umyrðalaust.
2 vikum seinna gerist aftur það sama. Þegar þeir standa í skápnum segir drengurinn:
"Það er dimmt hérna inni"
"Já, það er það"
"Ég á markmannshanska"
Reynslunni ríkari segir maðurinn: "OK, hve mikið?"
"10.000 kall"
Maðurinn varð pirraður, en borgaði þó.
Nokkrum dögum seinna kallar pabbinn á drenginn og segir: "Sonur, náðu nú í boltann og markmannshanskana. Við skulum fara út og spila fótbolta"
"En ég get það ekki, pabbi, ég seldi bæði boltann og hanskana" svarar drengurinn.
"Hvað fékkstu fyrir það?" spurði pabbinn.
"15.000 kall" var svarið.
"15 þúsund kall? Það er okur! Það er ljótt að okra svona á vinum sínum. Nú fer ég með þig í kirkjuna og þú færð að játa syndir þínar fyrir prestinum"
Þegar þeir voru komnir í kirkjuna ýtir pabbinn drengnum inn í skriftaklefann. Drengurinn veit ekki hvernig hann á að byrja svo hann segir:
"Það er dimmt hérna inni"
Presturinn svarar: "NEI, NÚ BYRJARÐU EKKI MEÐ ÞETTA HELVÍTI HÉRNA LÍKA!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.10.2008 | 14:58
Föstudagsgrín
Maður og sínaggandi kona hans fóru í sumarfrí til Jerúsalem. Á meðan þau dvöldu þar, lést konan. Eftirlifandi eiginmanninum var sagt : "Þú getur fengið hana senda heim fyrir 5.000 dollara, eða þú getur jarðað hana hér, í okkar helga landi, fyrir 150 dollara." Maðurinn hugsaði sig um í skamma stund og sagðist myndu vilja fá konuna senda til síns og þeirra heimalands.
Maðurinn var umsvifalaust spurður.. "Af hverju viltu eyða 5.000 dollurum til að koma konu þinni heim, þegar að það er frábært að jarða hana hér og aðeins fyrir 150 dollara?"
Maðurinn svaraði, "Fyrir löngu síðan dó maður hérna, var jarðaður hér, og þrem dögum síðar reis hann upp frá dauðum. Ég tek ekki þá áhættu."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2008 | 08:05
Er hann ekki orðinn edrú?????
![]() |
Bubbi útilokar ekki pólitískt framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.10.2008 | 05:24
Föstudagsgrín
Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það?" spyr apótekarinn.
"Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér."
"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess," segir apótekarinn, "jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér."
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
"Ó," segir apótekarinn, "ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 05:38
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2008 | 08:29
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)