Færsluflokkur: Dægurmál

Enginn er búmaður nema hann barmi sér!

Óli heitinn í Olís, var með afbrigðum duglegur maður og með eindæmum orðheppinn, margar skemmtilegar sögur eru til af Óla og skal ósagt látið um sannleiksgildi þeirra allra en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera skemmtilegar, hér á eftir fer ein:  Eitt sinn sem oftar var Óli að sinna erindum uppi í Hvalfirði og varð hann fyrir því óláni að keyra á hest.  Hesturinn meiddist það mikið að það varð að aflífa hann og bíllinn, sem Óli hafði ekið var óökufær eftir óhappið.  Bóndinn, sem var eigandi hestsins, gerði mikið úr því tjóni sem hann hafði orðið fyrir og meðal annars sagði hann að þetta hefði verið uppáhalds hesturinn sinn.  Óla fannst þetta nú orðið svolítið þreytandi og sagði þá:"Þetta var nú líka uppáhalds bíllinn minn".

Föstudagsgrín

Hjón nokkur eru stödd á mjög fínu veitingahúsi að borða þegar allt í einu birtist gullfalleg stúlka við borðið þeirra og gefur manninum svakalegan koss beint á munninn, segist ætla að hitta hann seinna og hverfur svo jafnskyndilega og hún birtist.  Konan hans starir á hann og segir: "Hver í ósköpunum var þetta??"   - "Ó þessi, þetta var viðhaldið mitt" segir hann rólegur.  "Þetta er nú kornið sem fyllir mælinn" segir þá konan "ég heimta skilnað"  -"Ég get nú ósköp vel skilið það" sagði maðurinn, en bætti svo við: "en mundu eitt, ef við skiljum þá ferðu ekki fleir verslunarferðir til Parísar, ekki fleiri vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir til Toscana og það verða ekki lengur BMW og Porsche í bílskúrnum, þú missir klúbbskírteinið í skútuklúbbnum og þú þarft ekki að mæta meira í golf.  En ákvörðunin er þín."  Í sömu andrá kemur sameiginlegur vinur þeirra inn á veitingahúsið með rosa gellu upp á arminn.  "Hver er þessi kona með Svenna?"  Spyr konan.  "Þetta er viðhaldið hans" svarar eiginmaðurinn.

"Okkar er flottari!" sagði eiginkonan.


Föstudagsgrín

Markaðsfræðingur bankaði upp á hjá fjölskyldu einni og ung kona með þrjú börn kom til dyra.  Maðurinn kynnti sig og sagðist vera að gera könnun á vegum fyrirtækis síns, Skipulags ehf, og spurði konuna hvort hún væri til í að svara nokkrum spurningum.  Hún var til í það og maðurinn byrjaði á því að inna hana eftir því hvort hún kannaðist við fyrirtækið.  Þegar hún svaraði því neitandi sagði maðurinn henni að á meðal vara sem fyrirtækið seldi væri vaselín og konan sagðist nú kannast við það og sagði: “Já, við hjónin notum það einmitt þegar við stundum kynlíf”.  Spyrillinn varð forviða og sagði: “Ég spyr einmitt alltaf þessarar spurningar vegna þess að ég veit að flestir nota vaselín, en það segjast allir nota það til að smyrja með; lamir, hjólakeðjur eða eitthvað slíkt.  Ég veit aftur á móti að fólk notar það mikið í kynlífinu en vill bara ekki viðurkenna það.  Værir þú til í að segja mér hvernig þið hjónin notið það í kynlífinu?"                                                                                                        “Ja, við setjum það á hurðarhúninn til að halda börnunum úti á meðan við gerum það!”

Föstudagsgrín

Maður og sínaggandi kona hans fóru í sumarfrí til Jerúsalem.  Á meðan þau dvöldu þar, lést konan.  Eftirlifandi eiginmanninum var sagt :  "Þú getur fengið hana senda heim fyrir 5.000 dollara, eða þú getur jarðað hana hér, í okkar helga landi, fyrir 150 dollara."  Maðurinn hugsaði sig um í skamma stund og sagðist myndu vilja fá konuna senda til síns og þeirra heimalands.  Maðurinn var umsvifalaust spurður.. "Af hverju viltu eyða 5.000 dollurum til að koma konu þinni heim, þegar að það er frábært að jarða hana hér og aðeins fyrir 150 dollara?"   Maðurinn svaraði,  "Fyrir löngu síðan dó maður hérna, var jarðaður hér og þrem dögum síðar reis hann upp frá dauðum. Ég tek ekki þá áhættu."

Föstudagsgrín

Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á kaffinu.  - "Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu hér einn um miðja nótt,"  spurði hún. Addi leit upp og sagði:  "Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul." - "Já, ég man vel eftir því," sagði Bimba.  - "Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?"  - "Já, ég man líka vel eftir því."  -"Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða verður næstu 20 árin í fangelsi."  - "Já, ég man vel eftir þessu elskan mín," sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði:  "Veistu... ég hefði losnað út í dag!"

Föstudagsgrín

Kona ein var að steikja egg handa sínum heittelskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör!  Guð hjálpi mér...!  Þú ert að steikja Of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!""Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA! Ég sagði VARLEGA! Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT! S A L T!"  Konan horfði á hann og sagði. "Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum."....

Föstudagsgrín

-         Hversu marga karlmenn þarf til að opna bjórdós?

-         Engan, bjórdósin á að vera opin þegar konan færir þér hana!

Föstudagsgrín

Í upphafi skapaði Guð heiminn og hvíldist.  Þá skapaði Guð manninn og hvíldist.  Þá skapaði Guð konuna.  Síðan þá hefur hvorki Guð eða maðurinn hvílst.

Föstudagsgrín

Þrjár konur, ein af þeim ljóska, voru að ræða um dætur sínar á unglingsaldri.  Sú fyrsta sagði: “Ég fékk áfall í síðustu viku.  Ég var að taka til í herberginu hennar Lísu og fann pakka af sígarettum undir koddanum hennar, ég vissi ekki einu sinni að hún reykti”.“Ég lenti nú í því verra” sagði sú næsta “Ég var að þrífa herbergið hennar Gullu og fann vodkaflösku undir rúminu hennar, ég vissi ekki einu sinni að hún drykki.”“Mín saga er nú verri” sagði þá ljóskan “Ég var að taka til í herberginu hjá Pókahontas Dís og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég fann í náttborðsskúffunni hennar – ég fann pakka af smokkum.  Og ég vissi ekki einu sinni að hún væri með typpi!”

Föstudagsgrín

Ungt par sat í stofunni heima hjá stúlkunni, seint að kvöldi og voru að drekka rauðvín og borða osta sem sagt bara huggulegt kvöld við kertaljós og ekki skemmdi snarkið í arninum fyrir.  Þegar komið var vel framyfir miðnætti varð ungi maðurinn að sinna kalli náttúrunnar og spurði því stúlkuna hvar klósettið væri.  Stúlkan sagði honum það en sagði jafnframt að klósettið væri við hliðina á svefnherbergi foreldra hennar og því væri “betra”, svo þau vöknuðu ekki, að hann “notaði” bara eldhúsvaskinn.  Eins og flestir karlmenn þá gerði hann það sem konan sagði, en eftir smástund var kallað úr eldhúsinu: “Áttu ekki klósettpappír?”


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband