Færsluflokkur: Dægurmál
4.7.2008 | 09:50
Föstudagsgrín
Maður hringir í 112 og segir: Er þetta hjá slökkviliðinu? Já er svarað hinu megin á línunni.Þið verðið að drífa ykkur það er kviknað í húsinu mínu!Hvernig komumst við til þín?Eigið þið ekki ennþá stóru rauðu bílana?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2008 | 06:48
Föstudagsgrín
Björn bóndi varð fyrir því óláni að hlaða, full af heyi, brann til kaldra kola. Björn taldi sig vel tryggðan en hann var með hlöðuna tryggða upp á 25 milljónir. Hann hringdi í tryggingafulltrúann sinn og sagði honum hvað gerst hafði og tjáði honum jafnframt að hann ætlaði að leysa út tryggingafjárhæðina 25 milljónir og hefja byggingu nýrrar hlöðu.Þannig virka tryggingarnar ekki sagði þá tryggingafulltrúinn.Björn bóndi var nú ekki alveg sáttur við þetta og sagði:En ég var með hlöðuna tryggða fyrir 25 milljónir!Þá svaraði tryggingafulltrúinn: Jú, það er alveg rétt, en það var hámarkstryggingin, það verður að koma maður frá okkur og meta það hvers virði hlaðan í rauninni var og svo verða greiddar bætur samkvæmt því mati.Það varð löng þögn í símanum áður en Björn bóndi sagði: Nú er það svoleiðis sem tryggingarnar virka? Þá ætla ég að segja líftryggingu konunnar upp strax
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.6.2008 | 09:41
Föstudagsgrín
Maður nokkur var að aka bíl sínum heim í mikilli rigningu, þegar hann sér unga konu við bilaðan bíl sem veifar til hans, Maðurinn tekur konuna gegnvota upp í, og spyr hvert hún sé að fara, hún segist vera á leið í næsta bæ, Maðurinn býður henni því heim, þar sem stutt var heim til hans og hún rennvot.Þegar heim er komið, eru skilaboð frá konunni hans að hún hafi fariðút að hitta vinkonur sínar. Nokkru seinna kemur frúin heim og fer upp í svefnherbergi, og sér þar manninn sinn vera í samförum við ókunnuga konu. Konan hleypur niður og maðurinn á eftir, og í miðjum stiganum meðan hann hysjar upp um sig buxurnar kallar hann, "ég get útskýrt"konan stoppar og segir "ég myndi elska að heyra þig útskýra þetta"." Sko, ég var að keyra heim og stoppa fyrir konunni þar sem hún stóð út í rigningunni og bauð hjálp mína, svo komum við hingað og hún spurði mig hvort konan mín ætti einhver gömul föt til að lána henni", "ég sagði þá að þú ættir buxur sem þú væri löngu hætt að nota, og blússu sem þú værir löngu, löngu hætt að nota, einnig lét ég hana hafa sokka og skó sem þú varst löngu síðan hætt að nota, og að endingu lét ég hana hafa jakka sem þú varst fyrir lifandis löngu hætt að nota". Svo sagði maðurinn daufum orðum, "svo spurði stúlkan mig hvort það væri eitthvað fleira sem þú værir hætt að nota".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2008 | 07:01
Föstudagsgrín
Virðuleg frú gekk að prestinum og sagði honum frá vandamáli sínu: Ég á í mestu erfiðleikum með fuglana mína, ég á tvo talandi kvenpáfagauka, en þeir segja bara eina setningu Nú hvað segja þeir? Spurði presturinn.Hæ við erum vændiskonur villtu bregða á leik! Þetta er hræðilegt! hrópaði presturinn en ég held að ég hafi lausn á þessu vandamáli þínu. Komdu með páfagaukana heim til mín og ég skal kynna þá fyrir gaukunum mínum, sem ég hef kennt að biðja bænir og lesa biblíuna.Frúin varð ógurlega ánægð og strax næsta dag mætir hún með páfagaukana til prestsins, sem skellir þeim beint í búrið til karlpáfagaukanna, sem héldu á talnaböndum og báðu til Guðs. Kvenpáfagaukarnir heilsuðu hinum með virktum og sögðu: Hæ við erum vændiskonur, viltu bregða á leik?Annar karlpáfagaukurinn leit á hinn og sagði æstur: Leggðu frá þér talnabandið, bænum okkar hefur verið svarað.
6.6.2008 | 07:18
Föstudagsgrín
Maður einn gekk inn í stórmarkað í Bandaríkjunum og spurði einn af starfsmönnunum hvort ekki væri hægt að fá hálft salathöfuð. Ungi maðurinn sem tók á móti viðskiptavininum sagði honum að ekki væri hægt að kaupa hálft salathöfuð það yrði að kaupa heilt. Viðskiptavinurinn gafst ekki upp þannig að ungi maðurinn ákvað að spyrja verslunarstjórann hvort þetta væri mögulegt. Hann gekk á bak við og sagði við verslunarstjórann: Það er eitthvert fífl þarna frammi sem vill kaupa hálft salathöfuð um leið og hann lauk setningunni sá hann að maðurinn stóð fyrir aftan hann og þá bætti hann við: og þessi herramaður fyrir aftan mig vill kaupa hinn helminginn!Verslunarstjórinn var fljótur að ná þessu og leyfði honum að selja viðskiptavininum hálft salathöfuð. Á eftir kom hann að máli við unga manninn og sagði: Okkur hérna líkar vel við starfsmenn sem geta hugsað. Hvaðan ert þú góði minn?Ég er frá Minnesota svaraði ungi maðurinn.Jæja af hverju fórstu þaðan? spurði verslunarstjórinn.Ungi maðurinn svaraði: Æ, það eru bara hórur og íshokkíspilarar í MinnesotaVirkilega sagði verslunarstjórinn undrandi konan mín er einmitt frá Minnesota!Virkilega! sagði ungi maðurinn, með hvaða liði spilar hún?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2008 | 08:21
Föstudagsgrín
Rauðhetta, var valhoppandi niður götu eina í skóginum, þegar hún sér stóra, slæma úlfinn fyrir aftan trjádrumb. Þá segir hún: Mikið svakalega ertu með stór augu, herra úlfur. Úlfurinn hoppar þá upp og hleypur í burtu. Stuttu seinna sér Rauðhetta úlfinn aftur en nú er hann á bak við tré. Mikið svakalega ertu með stór eyru, herra úlfur. Segir Rauðhetta. Úlfurinn hoppar upp aftur og hleypur í burtu. Stuttu seinna sér Rauðhetta úlfinn í þriðja skiptið og nú er hann á bak við vegaskilti.Mikið svakalega ert þú með stórar tennur, herra úlfur sagði Rauðhetta.Í sömu andrá hoppar úlfurinn upp og öskrar: Drullaðu þér í burtu, ég er að reyna að skíta!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.5.2008 | 11:57
Föstudagsgrín
Tvær konur eru að bíða á biðstofunni við Gullna hliðið og eru að bera saman sögurnar af því þegar þær dóu. Sú fyrri segir: Ég fraus til bana. En hræðilegt Segir hin. Að frjósa til bana það hlýtur að vera kvalafullt?Ekkert svo Segir sú fyrri þegar maður er hættur að skjálfa af kulda verður maður bara syfjaður og finnur fyrir hlýju. Loks dettur maður bara út. Hvað með þig, hvað gerðist?Ég fékk hjartaáfall. Mig var lengi búið að gruna manninn minn um framhjáhald og ákvað að koma snemma heim úr vinnunni einn daginn. En þegar ég kom heim, sat hann í stofunni og horfði á sjónvarpið.Nú? Sagði sú fyrri. Hvað gerðist?Ég var alveg viss um að það væri önnur kona í spilinu, svo ég hljóp um allt að leita. Upp á háaloft, niður í kjallara, inn í alla skápa og undir öll rúm. Ég hélt þessu áfram þar til ég var búin að kemba allt húsið. Þegar því var lokið var ég svo örmagna að ég hné niður og fékk hjartaáfall og dó.Hmm,sagði sú fyrri leitt að þú skyldir ekki líta í frystikistuna. Þá værum við báðar á lífi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2008 | 07:54
Föstudagsgrín
Maður nokkur var í leigubíl og pikkaði í öxlina á bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar. Leigubílstjórinn öskraði upp yfir sig, missti stjórn á bílnum, var næstum búinn að keyra í veg fyrir strætó, fór upp á gangstétt og stoppaði örfáum sentímetrum frá búðarglugga. Í nokkrar sekúndur er allt hljótt í bílnum. Síðan segir bílstjórinn: Heyrðu félagi, þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna!. Farþeganum var illa brugðið en sagði að lokum: Fyrirgefðu ég vissi ekki að smápikk í öxlina myndi valda þessum viðbrögðum.Æ fyrirgefðu, sagði bílstjórinn Þetta var nú reyndar ekki þín sök. Í dag er fyrsti dagurinn hjá mér sem leigubílstjóri, ég er búinn að keyra líkbíl í 25 ár.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.5.2008 | 11:05
Föstudagsgrín
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum. Hann lagði sérstaka áherslu á að enginn gæti útskrifast úr faginu nema að kunna skil á verkefninu. Hann bætti svo við að hann myndi fara ýtarlega í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væru ef dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið.Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði: En hvað ef maður er alveg búinn eftir geggjað kynlíf, kennari?Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var ánægður með sig að hafa valtað yfir kennarann.Þegar nemendurnir höfðu jafnað sig eftir hláturinn leit kennarinn á gæjann og sagði: Ég býst við að þú verðir þá að reyna að skrifa með hinni hendinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2008 | 07:47
Föstudagsgrín
Gömul hjón höfðu verið gift í fjöldamörg ár þrátt fyrir að vera afskaplega í nöp við hvort annað. Hjónin voru sífellt að rífast og oft mátti heyra öskur og læti frá íbúð þeirra fram á nótt. Sá gamli var gjarn á að hóta konu sinni því að þegar dagar hans væru taldir myndi hann grafa sig upp úr jörðinni og ofsækja hana. Þessar hótanir fóru ekki fram hjá nágrönnum hjónanna sem voru skíthæddir við gamla karlinn sem þeir töldu rammgöldróttan. Síðan kom að því að gamli maðurinn lést, við dularfullar aðstæður. Eftir jarðarförina var sú gamla mætt á barinn þar sem hún lék á alls oddi og djammaði og djúsaði langt fram á nótt.Nágrönnum hennar kom þetta Spánskt fyrir sjónir og gengu á kellu og spurðu hana hvort hún væri ekki hrædd við að karlinn myndi grafa sig upp og ofsækja hana?Sú gamla lagði frá sér vodkaflöskuna, brosti og sagði: Látum gamla skrattann grafa, ég lét jarða hann öfugan í kistunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)