Föstudagsgrín

Þessi saga gerðist á “fraktara” og mér er sagt að hún sé alveg sönn. Þannig var að þarna var “handstýrt” og var fyrirkomulagið þannig að vakthafandi hásetar “stýrðu” á 4 klst vöktum og að sjálfsögðu hafði vakthafandi stýrimaður umsjón með siglingu skipsins.Nýliði kom upp í brú til að handstýra.  Þegar vaktin hjá nýliðanum var að verða hálfnuð fannst vakthafandi stýrimanni þó nokkuð athugavert við siglingu skipsins svo hann spurði þann á stýrinu:  “Heyrðu, hvaða stefnu stýrir þú eiginlega”?“ Ha, stefnu hvað”? Sagði strákurinn, “það veit ég ekki, þegar ég tók við var sólin beint framundan”.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hehe.

Svona snillingar eru enn á ferðinni.

Einar Örn Einarsson, 8.2.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þessi saga minnir mig sterkt á sumarið 1972 þegar fært var út í 50 mílurnar og ég bara 15 ára. Ég var yngstur um borð í Kaldbak EA 1 og því oft "misnotaður" á stíminu þegar stóru strákarnir (17-19 ára) voru kannski að spila afturí. Maður lagði sig að sjálfsögðu allan fram og sýndi brjálaðan metnað á þeim sviðum sem maður réði við. Því sá ég t.d. um benslakörfuna á hinni vaktinni líka. En skrautlegt gat það verið stundum að ná tökum á stýrinu.  Því það var við afturþilið og staðið framan við það, eða öfugt miðað við stefnu skipsins. Þá þurfti maður alltaf að snúa sér við til að lesa á  gráðurnar á kompásnum sem hreyfðust að mig minnir annað hvort öfugt miðað við hreyfingu skipsins eða þá áttina sem maður snéri stýrinu. Allavega fannst manni stundum lítil lógík í því sem maður varð að gera... en maður passaði sig alltaf á því að fara austan við Hrísey... hehehe   

Atli Hermannsson., 8.2.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haraldur Haraldsson, 8.2.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góður Jóhann. kveðja úr rokinu.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 16:41

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Magnús Paul Korntop, 8.2.2008 kl. 16:44

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 20:50

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

 

Ólafur Ragnarsson, 8.2.2008 kl. 23:50

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Alltaf góður Jói....

Hallgrímur Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 01:24

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Æ já Sólargangurinn, kv .

Georg Eiður Arnarson, 9.2.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband