Færsluflokkur: Dægurmál
15.6.2018 | 05:41
Föstudagsgrín
Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vöknuðu síðan upp í helvíti. Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn.
"Hvað eruð þið eiginlega að gera?" spyr Djöfullinn, "Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur?"
Gaurarnir svara: "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn." Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.
Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir enn í úlpunum og með húfurnar og vettlingana. "Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?"
Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn!
Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt"
Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór. Djöfsi verður steinhissa og segir: "Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"
"Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli."
Alveg óður af bræði strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna séu þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.
Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það getur vart annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæfði samt að mestu veinin.
Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi. Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole Ole af mikilli gleði.
"Ég skil ekki", sagði Djöfsi, "ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði", "Hvað í fjáranum er að ykkur tveimur?"
Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum: "Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani í fótbolta, loksins, á Parken!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2018 | 04:58
Föstudagsgrín
Þessi kemur frá Dublin á Írlandi. Kona nokkur var að kenna börnum í sunnudagaskóla.
Hún var að prófa þau í hinum ýmsu siðferðisgildum, mikilvægi náungakærleika og hvað þyrfti að gera til að komast til himna.
Hún spurði börnin: Ef ég seldi húsið og bílinn, héldi heilmikla bílskúrssölu" og ánafnaði kirkjunni alla peningana, kæmist ég þá til himna????
NEI" svöruðu börnin.
Ef ég þrifi kirkjuna á hverjum degi. Hugsaði um garðinn og héldi öllu við, myndi það koma mér til himna"???
NEI" svöruðu börnin aftur. (Nú var konan farin að brosa)
En ef ég verð góð við öll dýr, gef börnum sælgæti, verð góð við manninn minn (hvað sem hún hefur átt við með því), kemur það mér til himna"????
Aftur svöruðu allir NEI" (Nú var hún alveg að springa úr stolti yfir því hversu vel þau höfðu lært).
En hvernig kemst ég þá til himna"???? Hélt hún áfram.
Þá kallaði lítill sex ára strákur: YUV GOTTA BE FOOKN´ DEAD!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2018 | 00:13
Föstudagsgrín
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.
Unga ljóskan kom til læknis mjög áhyggjufull.
"Ég hef ekki verið á blæðingum í 4 mánuði!"
Læknirinn spyr hvort hún sé ekki bara ófrísk. "Nei það getur ekki verið! Ég á ekki mann, engan kærasta og þekki barasta engan karlmann!!...ja nema náttúrulega nágrannan sem kemur stundum yfir til að hlusta á tónlist"
Læknirinn var búinn að átta sig á því að ekki væri nú allt með felldu hjá þessari ungu konu og segir því, "Nú - gerir hann það".
"Já þá leggur hann höfuðið ofan á brjóstin á mér og heyrir þá tónlist!"
Læknirinn leggur höfuðið á brjóstin á konunni og segist nú enga tónlist heyra. Ljóskan horfir á hann með vorkunn í augunum og segir hátt og snjallt "Þú átt líka eftir að stinga í samband"!!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2018 | 06:57
Föstudagsgrín
Virðuleg frú gekk að prestinum og sagði honum frá vandamáli sínu: Ég á í mestu erfiðleikum með fuglana mína, ég á tvo talandi kvenpáfagauka, en þeir segja bara eina setningu Nú hvað segja þeir? Spurði presturinn.Hæ við erum vændiskonur villtu bregða á leik! Þetta er hræðilegt! hrópaði presturinn en ég held að ég hafi lausn á þessu vandamáli þínu. Komdu með páfagaukana heim til mín og ég skal kynna þá fyrir gaukunum mínum, sem ég hef kennt að biðja bænir og lesa biblíuna.Frúin varð ógurlega ánægð og strax næsta dag mætir hún með páfagaukana til prestsins, sem skellir þeim beint í búrið til karlpáfagaukanna, sem héldu á talnaböndum og báðu til Guðs. Kvenpáfagaukarnir heilsuðu hinum með virktum og sögðu: Hæ við erum vændiskonur, viltu bregða á leik?Annar karlpáfagaukurinn leit á hinn og sagði æstur: Leggðu frá þér talnabandið, bænum okkar hefur verið svarað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2018 | 05:36
Föstudagsgrín
Ungt fólk var, af sitthvoru kyni, bjó á sitthvorum bænum í Skagafirði. Það var stutt á milli bæjanna og eins og gengur og gerist þá var þetta unga fólk að dragasig saman". En það var einn galli á gjöf Njarðar, þetta átti að fara leynt en í sveitinni var símkerfi upp á gamla" mátann eða sveitasíminn eins og við þekkjum sem erum komin um og yfir fertugt. Til þess að engan grunaði neitt gerðu þau með sér samkomulag, að þegar þau mæltu sér mót til að fara í rúmið þá töluðu þau um það í símann að TAKA Í SPIL" eða TAKA SLAG".
Eitt sinn hringdi strákurinn og stakk upp á því að þau hittust til að taka í spil. Stelpan sagðist ekki vera í stuði" og þar með lauk símtalinu. Hún fór svo eitthvað að dútla en fór svo að hugsa að hún hefði nú verið svolítið fljótfær og hringdi í strákinn og sagði að sér hefði snúist hugur það væri ekkert að því að taka að minnsta kosti einn slag.
Nei það gengur ekki" sagði þá strákurinn Ég var að LEGGJA KAPAL".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2018 | 04:44
Föstudagsgrín
Vodka og klaki skemma nýrun.
Romm og klaki lifrina.
Viskí og klaki hjartað.
Gin og klaki heilann.
Bölvaður klakinn er stórhættulegur.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2018 | 01:14
Föstudagsgrín
Einu sinni fóru hjón í ferð til Englands, Þau fengu fallegt herbergi á hóteli og planið var að fara á leikinn Manchester United-Arsenal. Þegar þau koma inn á baðherbergið sjá þau að það er enginn krókur til þess að hengja handklæði á. Þau ákveða að skrúfa nokkra króka í vegginn, en þeim finnst betra að hringja, og biðjast leyfis hjá húsverðinum.
Þau ákveða að kallinn fari og kaupi skrúfur og hún hringi..en hún var ekki góð í ensku og hljóðaði símtal konunnar svona:
Konan: jess, hello, ken æ tokk tú ðe hotels janitor..
Bryti: yes, hold one moment.
Konan: þank jú..
Húsvörður: Yeah hello?
Konan: Jess, is þiss ðe janitor?
Húsvörður: Yeahh i am the janitor,how can i help you?
Konan: æ was wondering..ken mæ hösband skrúf som húkkers in ár baþþrúm?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2018 | 01:16
Föstudagsgrín
Þrír fótboltaáhugamenn voru að þvælast um Saudi Arabíu. Einn hélt með Leeds, annar hélt með Manchester United og sá þriðji hélt með Liverpool.Auðvitað voru þeir allir fullir, en eins og allir vita þá er það stranglega bannað í Saudi Arabíu. Þannig að þeir voru allir handteknir. Þeir voru voru leiddir fyrir shjeikinn sem mælti svo fyrir að vegna drykkjuskapar á almannfæri þyrftu þeir að þola 50 svipuhögg hver en bætti svo við: En vegna þess að það er þjóðhátíðardagur okkar ætla ég að veita ykkur TVÆR óskir hverjum.Þegar kom að því að það átti að hýða Leeds-arann bað hann um að fá kodda bundinn á bakið og bestu fáanlega læknisþjónustu ef með þyrfti. Svo var byrjað að hýða hann. Koddinn þoldi aðeins 15 svipuhögg og var þá orðinn með öllu gagnslaus, þannig að Leeds-arinn varð alblóðugur og hálfdauður eftir þessa hrikalegu meðferð, en hann fékk góða læknishjálp.Þá var komið að United-manninum. Hann sagðist vilja TVO kodda bundna á bakið á sér og bestu læknisaðstoð sem í boði væri.Svo kom að hýðingunni. Eftir 30 svipuhögg voru koddarnir orðnir gagnslausir. Blóðugur en á lífi fékk United-maðurinn góða aðhlynningu og var nokkuð kátur.Loksins var komið að Liverpool-manninum. Hann sagði hátt og snjallt:Bætið við 200 höggum og bindið helvítis United-manninn á bakið á mér.............
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2018 | 00:06
Föstudagsgrín
Ungt par sat í stofunni heima hjá stúlkunni, seint að kvöldi og voru að drekka rauðvín og borða osta sem sagt bara huggulegt kvöld við kertaljós og ekki skemmdi snarkið í arninum fyrir. Þegar komið var vel framyfir miðnætti varð ungi maðurinn að sinna kalli náttúrunnar og spurði því stúlkuna hvar klósettið væri. Stúlkan sagði honum það en sagði jafnframt að klósettið væri við hliðina á svefnherbergi foreldra hennar og því væri betra, svo þau vöknuðu ekki, að hann notaði bara eldhúsvaskinn. Eins og flestir karlmenn þá gerði hann það sem konan sagði, en eftir smástund var kallað úr eldhúsinu: Áttu ekki klósettpappír?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2018 | 00:15
Föstudagsgrín
Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes sportbíl til að halda uppá það að konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin. Hmrmff... þeir ná mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í... og gaf aftur í Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að mér?" ..hægði á og keyrði út í vegarkantinn. Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn: "Þetta hefur verið langur vinnudagur" sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á, betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn" Karlinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks: "Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var, skal ég segja þér, svo hræddur um að þú værir að skila henni"
"Góða helgi" sagði löggan
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)