Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Maður nokkur fór til sálfræðings, sem er nú ekki í frásögur færandi en samskipti þeirra voru með nokkuð sérstökum hætti.

Eftir stutt spjall teiknaði sálfræðingurinn hring á blað og spurði manninn að því á hvað þetta minnti hann.

Hinn var fljótur að svara og sagði: - „Beran kvenmann".

Þá teiknaði sálfræðingurinn þríhyrning á blað og spurði manninn á hvað þetta minnti hann.

  •  „Beran kvenmann, sem situr á stól". Sagði maðurinn.

Síðan teiknaði sálfræðingurinn ferhyrning á blað og spurði manninn á hvað þetta minnti hann.

  •  „Beran kvenmann, sem er að fara að gera svolítið, þú veist.........."

Þá sagði sálfræðingurinn: „ Þú virðist svolítið upptekinn af kynferðislífinu og því öllu saman"

  •  „ Hvernig á annað að vera þegar þú ert alltaf að sýna manni þessar klámmyndir???" Svaraði þá maðurinn.

Föstudagsgrín

Kona í loftbelg villist af leið.
Hún lækkaði flugið og sá mann einn á jörðu niðri. Hún lækkaði sig enn meira kallaði á manninn. "Afsakið, en getur þú hjálpað mér? Ég átti stefnumót við vinkonu mína fyrir klukkutíma, en ég veit ekki hvar ég er stödd!"
Maðurinn svaraði: Þú ert í rauðum loftbelg í ca 30 feta hæð yfir jörðu á 64º 09´ 117” norðlægrar breiddargráðu og 21º 57´ 144” vestlægrar lengdargráðu.
 "Þú hlýtur að vera tæknimaður." sagði konan.
 "Já það er ég," svaraði maðurinn, " en hvernig vissir þú það?
 Thja," sagði konan, " allt sem þú hefur sagt, er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að nota upplýsingarnar. Staðreyndin er, að ég veit ekki enn hvar ég er og það eina sem ég hef fengið út úr okkar samtali er að mér hefur seinkað enn meira."
 Maðurinn á jörðinni svaraði um hæl: " Þú hlýtur að vera Samfylkingarkona."
 "Það er ég," svaraði konan, "en hvernig vissir þú það?"
 "Það er svo sem einfalt. Þú veist ekki hvar þú ert stödd, né hvert þú stefnir. Þú kemst ferðar þinnar á loftinu einu. þú ert búin að gefa loforð, sem þú ert ekki fær um að efna, og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þitt vandamál. Staðreyndin er, að þú ert í sömu sporum og þú varst áður en að þú hittir mig en allt í einu er það mér að kenna.

 


Föstudagsgrín

Núna þegar „jólasveinarnir“ eru að fara heim til sín svona einn af öðrum.  Og núna bíða engir eftir því að fá eitthvað í skóinn, er ekki úr vegi að varpa aðeins ljósi á þessa þokkapilta og að fólk átti sig á því að þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir  og þá sést að þeir eiga skuggahliðar sem þola illa dagsljósið (hefur það eitthvað með það að gera að þeir eru aðallega á ferðinni á nóttunni?).

Þetta átti að hafa gerst nýlega:  Forstjóri fyrirtækis, í Reykjavík, sat á skrifstofu sinni og var á barmi örvæntingar.  Hann hafði í nokkurn tíma dregið sér fé frá fyrirtækinu og það gat ekki annað en uppgötvast við árlega endurskoðun reikninganna, auk þess var fyrirtækið í alvarlegum fjárhagsvanda, hjónabandið var farið í vaskinn, konan var farin að heiman með börnin.  Þar sem hann sat á skrifstofunni og alltaf lækkaði í viskíflöskunni, ákvað hann að enda þetta ömurlega líf sitt.  Hann settist upp í Landcruserinn og keyrði eins og leið lá upp í Heiðmörk.  Hann lagði bílnum á stæði,drap á honum og náði í reipi aftur í bílnum.  Síðan rölti hann inn í skóginn, klifraði upp í tré, fór út á eina greinina, sem virtist vera nokkuð traust og ætlaði að láta til skarar skríða.  En þá heyrði hann kallað; „Nei. nei bíddu“.....  Forstjórinn leit í kring um sig og sá þá JÓLASVEIN.  Jólasveinninn stökk upp í tréð til hans og spurði svo hvað í ósköpunum hann væri að gera.  Forstjórinn sagði honum allt saman og bætti svo við að hann sæi enga leið út úr þessu og hann ætlaði að hengja sig.  Þá sagði jólasveinninn. „ þú veist það kannski ekki en við jólasveinarnir erum RAMMGÖLDRÓTTIR og ef þú leyfir mér að taka þig í ra........ ég er nefnilega orðinn hundleiður á að hafa ekkert nema bræður mína.  Ef þú samþykkir þetta þá get ég látið þetta allt hverfa. fjárdráttinn og allt innan fyrirtækisins og þegar þú kemur heim verður konan komin heim með börnin og allt verður orðið gott“.  Forstjórinn hugsaði málið og yppti öxlum ástandið gat ekki versnað svo hann hugsaði með sér að hann léti sig bara hafa þetta.  Hann og jólasveinninn komust að samkomulagi og jólasveinninn lauk sér af.  Eftir athöfnina fékk jólasveinninn sér sígarettu og sagði svo við forstjórann: „HVAÐ ERTU GAMALL?“  

ÉG ER FIMMTÍU OG FJÖGURRA ÁRA“ sagði forstjórinn og var undrandi á spurningunni.

Æ, Æ OG TRÚIR ENN Á JÓLASVEININN“...............


Föstudagsgrín

Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman. “Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf!” “Iss” segir hinn. “Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?” “Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera sofandi.”


Föstudagsgrín

Gamall maður kom til læknis og sagðist ætla að fara að gifta sig. Læknirinn óskaði honum til hamingju og spurði: "Hvað er brúðurin gömul?". "Hún er 24 ára", svaraði gamli maðurinn. "Vegna aldurs þíns vil ég ráðleggja þér, að fá þér ungan leigjanda sem getur stytt henni stundir meðan þú ert í strætó að eltast við ellilaunin", sagði læknirinn. Ári seinna hitti læknirinn gamla manninn aftur og spurði hvernig gengi. "Gengur fínt", svaraði hann, "hún er ólétt". "En hvað með leigjandann?", spurði þá læknirinn "Hún er ólétt líka", svaraði sá gamli..............


Föstudagsgrín

Kúreki, sem var búktalari, var á ferðalagi kom gangandi inn í smábæ og sér þar indíána sitjandi á bekk.  Hann ákveður að bregða aðeins á leik og segir við indíánann: „ Hey flottur hundur.  Er þér sama þótt  ég spjalli aðeins við hann???“  „Hundur ekki tala“. sagði indíáninn með vorkunnarsvip.  Þá sagði kúrekinn: „ Heyrðu hundur,  hvernig hefurðu það“?  „ Ég hef það fínt“. Svaraði hundurinn.  Indíáninn varð nokkuð langleitur. „Er þetta eigandi þinn?“ sagði kúrekinn og benti á indíánann. „Jamm“ sagði hundurinn.  „Hvernig fer hann með þig?“ sagði kúrekinn þá.  „Mjög vel.“ sagði hundurinn „Hann fer með mig út að ganga tvisvar á dag, gefur mér góðan mat og fer með mig einu sinni í viku niður að vatninu  og leikur við mig.“  Nú var indíáninn orðinn mjög undrandi og trúði ekki eigin eyrum.  Þá sagði kúrekinn: „ Er þér sama þótt ég tali við hestinn þinn?‘  Og auðvitað var það minnsta mál í heimi en indíáninn lét það fylgja með að hesturinn talaði ekki.  Og kúrekinn lét kné fylgja kviði og sagði við hestinn: „Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?“  „ Komdu sæll kúreki.“ Nú varð indíáninn alveg dolfallinn og ekki minnkaði undrunin þegar kúrekinn bætti við: „Er þetta eigandi þinn?“ og benti á indíánann. „Jamm“ sagði hesturinn og kúrekinn bætti við: „Hvernig fer hann með þig?“  „Bara nokkuð vel þakka þér fyrir“ sagði hesturinn og bætti við: „ Hann fer reglulega í útreiðatúra, kembir mér oft og lætur mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.“  Nú átti indíáninn ekki til eitt einasta orð svo hissa var hann.  En þá sagði kúrekinn: „ Er þér sama þó ég tali við kindina þína.“  „ NEI NEI KIND LJÚGA, KIND LJÚGA!!!!!“  Sagði indíáninn þá.


Föstudagsgrín

Feðgar af Ströndum komu í fyrsta sinn til Reykjavíkur og fóru meðal
annars í fyrsta sinn í Perluna. Hakan á þeim féll oní bringu oft og
einatt í ferðinni svo undrandi voru þeir á mörgu sem fyrir augu bar
sem ekki var að finna í sveitinni.
Sérstaklega vakti þó athygli þeirra í Perlunni tveir glansandi
silfurlitaðir veggir sem ýmist opnuðust eða lokuðust.  
Drenghnokkinn spurði: Hvað er þetta eiginlega, pabbi? Faðirinn, sem
hafði aldrei séð lyftu fyrr á ævinni svaraði: Sonur sæll, ég hef
aldrei séð nokkuð þessu líkt á ævinni og ég veit hreinlega ekki hvað
þetta er. Meðan feðgarnir stóðu hugfangnir fyrir framan veggina með
undrunarsvip á andlitinu bar þar að þéttholda konu í hjólastól sem
ók að hreyfanlegu veggjunum og þrýsti þar á hnapp. Veggirnir
opnuðust og konan í hjólastólnum fór inn í lítið rými. Síðan
lokuðust veggirnir og Strandafeðgar horfðu á litla hringlaga hnappa
með tölustöfum sem blikkuðu með reglulegu millibili.
Þeir fylgdust með þessu uns efstu tölunni var náð og þá fóru ljósin
að blikka í öfugri röð. Að lokum opnuðust veggirnir og út gekk
glæsileg ljóshærð kona á þrítugsaldri.
 Faðirinn sem starði dolfallinn á ungu konuna hnippti í soninn og
hvíslaði í eyra hans: "Farðu og sæktu mömmu þína."


Föstudagsgrín

Hann Skari, sem hafði siglt um öll heimsins höf og komið við í þeim höfnum sem vert er að nefna, var farinn að reskjast og eitthvað hafði nú líferni hans á árunum áður tekið sinn toll en hann varð að fara á hjartadeild LSH, þar átti hann að fara í hjartaþræðingu.Þegar hann var kominn á spítalann fékk hann vægt hjartaáfall og því varð dvölin á spítalanum aðeins lengri en í fyrstu var áætlað.  Þar kom að því að karlinn átti að fara í sturtu, og fékk einn sjúkraliðinn, hún Sigríður (kona á sextugsaldri og alls ekki svo ólöguleg) það verkefni að fylgja karlinum í sturtuna og aðstoða hann ef með þyrfti.Að þessu loknu sagði hún frá því, á kaffistofunni, að hann Skari hefði látið tattóvera orðið ADAM á “jafnaldrann”.Þessu var nýi hjúkrunarfræðineminn hún Ólöf (ekki nema rétt rúmlega tvítug og draumur hvers karlmanns) ekki tilbúin til þess að trúa og ákvað að sannreyna þetta.Hún kom til baka alveg kafrjóð og sagði: Þetta er nú ekki alveg rétt hjá  þér Sigríður, hann hefur ekki látið tattóvera orðið ADAM á “jafnaldrann” heldur AMSTERDAM.


Föstudagsgrín

Maður hringir í 112 og segir: “Er þetta hjá slökkviliðinu?” 

Já er svarað hinum megin á línunni.

“Þið verðið að drífa ykkur það er kviknað í húsinu mínu!”

“Hvernig komumst við til þín?”

“Eigið þið ekki ennþá stóru rauðu bílana?”


Föstudagsgrín

Tveir gamlingjar, Jói og Siggi sitja á garðbekk í miðbænum. Þeir eru að gefa öndunum og spjalla um fótbolta eins og vanalega. Jói snýr sér að Sigga og spyr:

 "Heldurðu að það sé fótbolti í himnaríki?"

Siggi hugsar sig um og segir svo:

 "Ég veit það ekki. En gerum samning, ef ég dey á undan, þá geng ég aftur og segi þér ef það er fótbolti í himnaríki og ef þú deyrð fyrst, þá gerir þú það sama." Þeir handsala samninginn og nokkrum mánuðum síðar deyr Jói. Dag einn er Siggi að gefa öndunum, þegar hann heyrir hvíslað:

 "Siggi, Siggi..."

Siggi svarar:

 "Jói, ert þetta þú?" "Já," hvíslar andi Jóa til baka.

 "Er fótbolti í himnaríki?" spyr Siggi. "Ég er með góðar og slæmar fréttir," hvíslar andi Jóa. "Góðu fréttirnar fyrst," segir Siggi." "Það er fótbolti á himnum...."

 "Það er frábært!!" kallar Siggi upp yfir sig, "Hvaða fréttir gætu verið svo slæmar að þær skyggi á þessa frábæru fréttir,!?"

"Þú ert í marki á föstudaginn."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband