Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

Íslenskur iðnaðarmaður fór til Parísar á vörusýningu. Þegar henni var lokið ákvað hann að skoða sig um í borginni. Þegar hann þreyttist fékk hann sér sæti á götuveitingahúsi nokkru. Ekki vissi hann fyrri til en ung og falleg stúlka kom og settist í auða stólinn á móti honum. Íslendingurinn kættist mjög, en fljótlega kom í ljós að stúlkan talaði enga ensku og Íslendingurinn talaði enga frönsku. Nú voru góð ráð dýr. En stúlkunni kom ráð í hug. Hún greip penna og servíettu og teiknaði á hana vínflösku og tvö glös. Íslendingurinn skildi þetta og var ekki seinn á sér að kalla á þjón og panta vín.

Þegar vínið kom tók stúlkan aftur pennann og nú teiknaði hún disk og hnífapör, og Íslendingurinn var fljótur að panta mat handa þeim. Þau borðuðu stórkostlega máltíð og þegar henni var lokið teiknaði stúlkan mynd af stóru hjónarúmi á servíettuna.

Íslendingurinn leit steinhissa á hana. „Ja, hérna!“ sagði hann. „Þetta er stórmerkilegt! Hvernig gastu vitað að ég er húsgagnasmiður?”

 


Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

 

Lalli fór á Gaukinn og hitti þar unga konu sem honum leist vel á. Hann tók hana tali og sagði við hana:

„Ef ég borga þér fimmhundruðkall, viltu þá fara í rúmið með mér?“

„Auðvitað ekki! “ hreytti konan út úr sér.

Nokkru seinna kom Lalli aftur til konunnar og spurði nú:

„Mundirðu sofa hjá mér ef ég borgaði þér eina milljón króna?“

Konan hugsaði sig lengi um og sagði svo: „Já.“

„Gott,“ sagði Lalli. „En ef ég borga þér þúsundkall?“

„Nei!“ sagði konan. „Hvers konar kvenmaður heldurðu eiginlega að ég sé?“

„Það er komið á hreint. Nú er bara eftir að semja um verðið.“


Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

Þetta var á litlu hóteli við sjóinn. Ung stúlka sem þar var í fríi lá ein í sólbaði á flötu hótelþakinu, klædd í pínulítið bikiní. Hana langaði til að vera brún allsstaðar og þegar hún hafði gengið úr skugga um að enginn gæti séð yfir þakið frá öðrum húsum fór hún úr baðfötunum og lagðist á magann. Þegar hún hafði legið þar nokkra stund birtist hótelstjórinn og sagði: „Við getum ekki leyft fólki að liggja hér nakið, ungfrú!“

Stúlkan þreif slopp í skyndi og sagði: „En það sér ekki nokkur maður til mín hér uppi!“

„Þú heldur það,“ sagði hótelstjórinn. „En þú liggur á glerþakinu yfir borðsalnum!“


Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

Baldur er mjög graður og veit ekki hvað hann á að gera í þessu. Hann fer í vasa sinn og finnur fimmhundruðkrónaseðil. Hann fer því inn á næsta vændishús. Konan í afgreiðslunni opnar fyrir honum og spyr hvað hún geti gert fyrir hann.

„Ég er mjög graður“ segir Baldur, „En ég á bara 500 kall. Hvað get ég fengið fyrir það?“

Afgreiðslukonan fylgir honum inn í herbergi og þar inni í einu horninu er hæna. Baldur hugsar sig um í dálítinn tíma og hugsar með sér að þetta geti ekki verið svo slæmt. Hann réttir konunni peninginn og hún lokar hurðinni. Baldur klæðir sig úr og tekur hænuna og hefur ekki skemmt sér svona vel í langan tíma.

Einni viku síðar kemur Baldur aftur og er aftur orðinn graður. Núna er hann með 1000 kall á sér og spyr hvað hann geti fengið fyrir hann.

„Við erum með sérstaka sýningu sem kostar einmitt 1000 krónur.“ segir konan og fer með Baldur í sal þar sem fólk situr á bekkjum. Stuttu síðar slökkna ljósin og tjöld fara frá sviði sem er þarna inni. Á sviðinu er spegill og í speglinum sjást tvær konur. Eftir stutta stund byrja þær að afklæða hvor aðra og hefja svo eldheitan ástarleik.

Enn einu sinni finnst Baldri að hann hafi fengið peninganna virði. Hann snýr sér að sessunaut sínum og segir: „Þetta er nú býsna góð sýning fyrir 1000 kall.“

Maðurinn svarar Baldri: „Þetta er nú ekkert. Í síðustu viku sáum við mann sem gerði það með hænu.“


Föstudagsgrín

Jón og Gunna voru búin að vera gift MJÖÖÖÖG lengi, enda voru þau komin vel á áttræðisaldur.  Allt hafði gengið mjög vel og bæði höfðu þau verið mjög heilsuhraust í gegnum tíðina svo allt virtist vera eins og blómstrið eina.  En Jón var farinn að hafa áhyggjur af því að Gunna væri eitthvað farin að heyra illa, en hann var mjög tillitssamur og vildi ekki „særa" Gunnu með því að hafa orð á þessum grunsemdum sínum við hana.  Þess í stað fékk hann tíma hjá heimilislækninum þeirra og ræddi þetta vandamál við hann, hann hafði verið læknirinn þeirra í áratugi og Jón leit meira á hann sem gamlan heimilisvin.  Heimilislækninum fannst þetta líka alvarlegt mál en var Jóni alveg sammála um það að vera ekki að gera mikið úr þessu við Gunnu en Jón skyldi nú fyrst gera „prufu" á þessu og svo skyldu þeir gera eitthvað í málinu.  Hann sagði Jóni alveg af pottþéttri aðferð til að sannprófa þetta; fyrst skyldi hann vera í 40 feta fjarlægð frá henni og þá að spyrja að einhverju - ef hann fengi engin viðbrögð skyldi hann færa sig í 30 feta fjarlægð frá henni og spyrja hana - ef hann fengi engin viðbrögð skyldi hann færa sig í 20 feta fjarlægð og spyrja  - ef þá yrðu engin viðbrögð skyldi hann færa sig í 10 feta fjarlægð og spyrja - ef ekki yrðu nein viðbrögð þá væri vandamálið nokkuð alvarlegt og hann skyldi þá fara alveg upp að henni og spyrja.  Jón þakkaði lækninum fyrir og fór heim ákveðinn í að reyna þetta við fyrsta tækifæri.  En tækifærið kom fyrr en hann grunaði, þegar hann kom heim var Gunna að ljúka við að elda kvöldmatinn og Jón ákvað að prófa það sem læknirinn hafði ráðlagt honum.  Hann fór inn og lokaði útihurðinni og gekk inn þegar hann var í u.þ.b 40 feta fjarlægð frá Gunnu spurði hann:

Hvað er í matinn"????

Engin viðbrögð svo hann færði sig til þar til hann var í c.a 30 feta fjarlægð og spurði aftur:

          „Hvað er í matinn"???

Engin viðbrögð svo hann gekk nær henni þar til hann var í c.a 20 feta fjarlægð frá henni og spurði aftur:

           „Hvað er í matinn"???

Enn komu engin viðbrögð svo Jón færði sig nær henni og þegar hann áætlaði að  hann væri í c.a 10 feta fjarlægð frá henni spurði hann einu sinni enn:

            „Hvað er í matinn"???

Enn voru engin viðbrögð og Jón var orðinn verulega áhyggjufullur en hann ákvað að klára tilraunina og gekk nú alveg upp að Gunnu og spurði enn og aftur:

             „Hvað er í matinn"???

            „Jón í FIMMTA skiptið, það er KJÚKLINGUR" svaraði hún.


Föstudagsgrín

Björn bóndi varð fyrir því óláni að hlaða, full af heyi, brann til kaldra kola.  Björn taldi sig “vel” tryggðan en hann var með hlöðuna tryggða upp á 25 milljónir.  Hann hringdi í tryggingafulltrúann sinn og sagði honum hvað gerst hafði og tjáði honum jafnframt að hann ætlaði að leysa út tryggingafjárhæðina 25 milljónir og hefja byggingu nýrrar hlöðu.  “Þannig virka tryggingarnar ekki”  sagði þá tryggingafulltrúinn.  Björn bóndi var nú ekki alveg sáttur við þetta og sagði: ”En ég var með hlöðuna tryggða fyrir 25 milljónir!”  Þá svaraði tryggingafulltrúinn:   “Jú, það er alveg rétt, en það var hámarkstryggingin, það verður að koma maður frá okkur og meta það hvers virði hlaðan í rauninni var og svo verða greiddar bætur samkvæmt því mati.”  Það varð löng þögn í símanum áður en Björn bóndi sagði:  “Nú er það svoleiðis sem tryggingarnar virka? Þá ætla ég að segja líftryggingu konunnar upp strax”


Föstudagsgrín

Stúdentar í læknisfræði við Háskólann eru að fá sína fyrstu kennslustund í krufningu með alvöru líki. Þeir komu sér allir saman í kringum skurðarborðið þar sem líkið lá undir hvítu laki. Síðan byrjar prófessorinn kennsluna: "Í læknavísindunum er nauðsynlegt að hafa tvo kosti. Sá fyrri er að maður má ekki láta neitt vekja upp hjá sér viðbjóð." Hann tekur síðan lakið af líkinu, stingur puttanum upp í rassinn á því og sýgur síðan puttann. "Núna vil ég að þið gerið slíkt hið sama!" 

Stúdentarnir fengu áfall, en hikandi byrjuðu þeir að stinga puttanum upp í rassinn á líkinu og sjúga síðan puttann. 

Þegar allir voru búnir, segir prófessorinn: "Seinni kosturinn er athygli. 

Ég setti löngutöng inn, en saug vísifingur. Fylgjast með, gott fólk..."


Föstudagsgrín

Svo var það tígrisdýrið sem vaknaði einn morguninn og leið svona ASSGOTI vel.  Hvað um það, svo fór hann á morgungönguna sína og sá þar lítinn apa.  Tígri króaði apann af og öskraði á hann: “HVER ER STÆRSTUR OG STERKASTUR HÉR Í SKÓGINUM?    Aumingja litli apinn nötraði og skalf af hræðslu og svaraði: “þú, að sjálfsögðu, enginn er sterkari en þú”Skömmu síðar síðar þá króaði Tígri af lítið dádýr og öskraði á það: “HVER ER FLOTTASTUR OG STERKASTUR HÉR Í SKÓGINUM?”  Litla dádýrið nötraði og skalf af hræðslu og gat varla andað en það stamaði: “Ó, stóri tígri, þú ert flottastur allra í skóginum”.Tígra var nú farið að líða MJÖG vel og þar sem honum var nú farið að ganga virkilega vel þá rölti hann upp að fíl, sem var að narta í laufblöð og öskraði: “HVER ER STÆRSTUR ALLRA DÝRA HÉR Í SKÓGINUM?”  Nú jæja, fíllinn tók Tígra upp með rananum, lamdi honum utan í tré, hristi hann svo sundur og saman og endaði á því að henda honum upp í tré þar rétt hjá.  Tígri dröslaðist á fætur, leit til fílsins og sagði: “Það er nú óþarfi að brjálast svona þó svo að þú vitir ekki svarið”.


Föstudagsgrín

Kennari er að kenna líffræði og hvernig blóðið ferðast um líkamann.  Hann reynir að útskýra efnið og segir að ef hann myndi standa á haus myndi blóðið renna í hausinn á honum og hann yrði rauður  í framan.  Svo spyr hann bekkkinn,  „En af hverju verða þá ekki lappirnar á mér rauðar þegar ég stend á löppunum"?  „Nú af því að lappirnar á þér eru ekki tómar fyrir eins og hausinn"  svarar einn nemandinn.


Föstudagsgrín

Maður hringir í 112 og segir: “Er þetta hjá slökkviliðinu?” 

Já er svarað hinu megin á línunni. 

“Þið verðið að drífa ykkur það er kviknað í húsinu mínu!”

“Hvernig komumst við til þín?”

“Eigið þið ekki ennþá stóru rauðu bílana?”


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband