FRAMSÓKNARFLOKKURINN HAFNAR ÞRIÐJA ORKUPAKKANUM......

Og þá er spurningin hvort eigi ekki að "brýna" þingmenn Sjálfstæðisflokksins og VG (WC).  Þingmenn fara varla gegn vilja grasrótar flokksins og Framsóknarflokkurinn er búinn að "segja" þingmönnum sínum hver vilji flokksins er í þessu máli. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun GEGN því að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur en eitthvað virðist minni forystu flokksins vera "lélegt", því það virðist vera að varaformaður flokksins, formaður og fyrrverandi ritari, ætli að standa að því að SAMÞYKKJA þriðja orkupakkann á Alþingi í febrúar.  En hvernig verður eiginlega tekið á því innan flokksins ef ÖLL FORYSTAN EINS OG HÚN LEGGUR SIG fer á svig við landsfundarsamþykktir?  Það virðist enginn vita hver afstaða VG (WC) er í þessu máli, en þar sem um stjórnarfrumvarp er að ræða verður að reikna með því að þeir ÆTLI að samþykkja þetta.  Þá er nokkuð augljóst að GRASRÓT VG (WC) þarf að láta þingmenn sína vita hver vilji flokksins er í þessu máli...


mbl.is Vilja hafna þriðja orkupakka ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband