FRAMSÓKNARFLOKKURINN HAFNAR ÞRIÐJA ORKUPAKKANUM......

Og þá er spurningin hvort eigi ekki að "brýna" þingmenn Sjálfstæðisflokksins og VG (WC).  Þingmenn fara varla gegn vilja grasrótar flokksins og Framsóknarflokkurinn er búinn að "segja" þingmönnum sínum hver vilji flokksins er í þessu máli. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun GEGN því að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur en eitthvað virðist minni forystu flokksins vera "lélegt", því það virðist vera að varaformaður flokksins, formaður og fyrrverandi ritari, ætli að standa að því að SAMÞYKKJA þriðja orkupakkann á Alþingi í febrúar.  En hvernig verður eiginlega tekið á því innan flokksins ef ÖLL FORYSTAN EINS OG HÚN LEGGUR SIG fer á svig við landsfundarsamþykktir?  Það virðist enginn vita hver afstaða VG (WC) er í þessu máli, en þar sem um stjórnarfrumvarp er að ræða verður að reikna með því að þeir ÆTLI að samþykkja þetta.  Þá er nokkuð augljóst að GRASRÓT VG (WC) þarf að láta þingmenn sína vita hver vilji flokksins er í þessu máli...


mbl.is Vilja hafna þriðja orkupakka ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það kom skýrt fram í máli formanns framsóknarfélags reykjavíkur í gærkvöldi að forysta flokksins færi alltaf eftir því sem grasrótin segir.

Afstaða Miðflokksins og Flokk fólksins liggur fyrir, Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins GÞÞ og Þórdís fara vart gegn landsfundarályktun í þessu máli.


VG hefur viljað halda því fram að flokkurinn sé sá flokkur á íslandi sem er mest á móti fullveldisframsali, gleymum samt ekki ESB svikunun í samstarfi við Samfó 2009, mín skoðun , það yrði eitthvað sérstakt ef 3 orkupakkinn yrði samþykktur, 

Óðinn Þórisson, 14.11.2018 kl. 07:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vonandi að forystan fari ekki gegn ályktun landsfundar, Óðinn en ég verð ekki rólegur fyrr en búið er að taka þetta mál fyrir............

Jóhann Elíasson, 14.11.2018 kl. 07:22

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvers er að vænta af þingheimi sem er undirlagður af spillingu, þegið mútur úr hendi ESB-embættismanna. Þetta þarf að rannsaka og draga menn og konur til ábyrgðar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.11.2018 kl. 11:19

4 identicon

Það er ekki og hefur aldrei verið hægt að treysta orðum stjórnmálamanna.

Og nú hafa ríkisskipaðir embættismenn bæst í þann hóp sem eru hvað viðsjárverðastir.

Þjóðin verður sjálf að taka af skarið í þessu orkuframsalsmáli.

Og það er þá ekki í fyrsta skipti sem þjóðin hefur vit fyrir Alþingi.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 14.11.2018 kl. 12:39

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Nú er bakhjarl almennings, Ólafur Ragnar Grímsson, fjarri góðu gamni.  

Benedikt V. Warén, 14.11.2018 kl. 13:09

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það má með sanni segja "AÐ ENGINN VEIT HVAÐ ÁTT HEFUR FYRR EN MISST HEFUR", Benedikt.......

Jóhann Elíasson, 14.11.2018 kl. 14:40

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Merkilegt er, Jóhann, að það var afgerandi "NEI" hjá þjóðinni varðandi ICESAFE og

þökk sé ÓRG fyrir að hafa leyft þjóðinni að kjósa um það.

Án hans, er ekki spurning um það, að þjóðin væri á sömu skör

og Grikkland. Fátækt og ömurlegheit næstu árin.

Þetta vildi samt forseti okkar fá yfir okkur..!!!

Allar hans yfirlýsingar eftir hrun um að Ísland ætti að samþykkja

ICESAFE, segir okkur allt um það hvað við erum heppinn með bóndann á

Bessastöðum. Að almenningur gat ekki séð í gegnum það í

kosningum til forseta Íslands,segir allt um það hvernig áróðurs

maskínan RÚV er, og fyrir hverja hún vinnur.

Þessir kommúnistaflokkar sem samfó,vg og píratar eru, eiga heiðurinn

af því. Sjaldan hefur eins puntudúkka setið á Bessastöðum.

Þar er bara logn og engin gustur af einhverjum sem ætti að

vera leiðtogi þjóðar. Enda komst hann í embættið til þess. 

Mun skrifa undir allt sem fyrir hann er lagt og skítt með þjóðina.

Hér á landi, hætta ekki þessar flokkar sínum áróðri

fyrr en allir hafa það jafn skítt. Nægir að benda a draumaland

þeira Venúsúela. Eitt ríkasta land í suður ameríku, en allt

í klessu vegna vinstra heilkennisins.

Er nema von að fók á besta aldri er farið að yfirgefa þessa eyju.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.11.2018 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband