ÞETTA ERU MJÖG DÆMIGERÐ VIÐBRÖGÐ OG SÝNIR HVERSU MIKIL MÁLEFNAFÁTÆKTIN ER HJÁ ÞESSU FÓLKI....

Ég er búinn að fara nokkuð vel yfir þessa skýrslu og get ekki betur séð en að til dæmis sé gagnaöflun til mikillar fyrirmyndar og úrvinnsla þeirra einnig.  Hvergi hef ég orðið var við áróður heldur er aðeins verið að vinna með staðreyndir og útfrá því sem staðreyndir segja, þá eru dregnar fram niðurstöður.  Hvergi gat ég séð að fjallað væri um náttúruverndarsamtök eins og "hryðjuverkasamtök" eins og FORSÆTISRÁÐHERRA, UMHVERFISRÁÐHERRA OG FORMAÐUR SAMTAKA HVALASKOÐUNARFYRIRTÆKJA héldu fram og finnst mér að þessir aðilar eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum.  Mín niðurstaða eftir að hafa lesið yfir skýrsluna er að hún byggi á staðreyndum og að sú gagnrýniá hana sem komið hefur fram, sé alveg úr lausu lofti gripin og sé frekar vitni um aumkunarvert rökþrot þeirra aðila sem hafa hana uppi......


mbl.is „Illa rökstudd áróðursskýrsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband