STÆRSTI HLUTI VANDANS ER "FLOTTRÆFILSHÁTTUR OG HIMINHÁ VERÐ".....

Það verður að greiða fyrir "flottræfilsháttinn" og auðvitað er það enginn annar en viðskiptavinurinn, sem borgar fyrir ruglið.  Og svo virðist það vera sérstakt vandamál hjá flestum í þessum veitingageira að "skilgreina" ekki hvaða viðskiptamannahópi þeir ætla að leita eftir og sinna.  Heldur er vaðið af stað eins og blindir kettlingar, bara tekið úr lás og beðið eftir að EINHVER komi inn af götunni.  Og vegna þess að allt er svo flott og fínt og hver einasta króna tekin að láni og greiddir himinháir vextir af láninu og mikið færri "gestir" en var gert ráð fyrir, þarf verðið að vera MJÖG HÁTT. Það er fljótt að spyrjast út hvernig verlagið er, þjónustan, maturinn og fleira og hafi staðurinn ENGA sérstöðu á markaðnum liggur leiðin bara í EINA átt og endar bara á því að staðurinn verður GJALDÞROTA með tilheyrandi harmleik fyrir ALLA aðila sem hlut eiga að máli.......


mbl.is Uppstokkun hjá veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband