FINNST FÓLKI RÉTT AÐ MENN VERÐI "DÆMDIR" TIL ÆVILANGRAR ÚTSKÚFUNAR ÚR ÞJÓÐFÉLAGINU EF ÞEIR ÓVART EÐA MEÐVITAÐ ERU ÞÁTTTAKENDUR Í VIÐBURÐI SEM EKKI HEFUR EINU SINNI VERIÐ DÆMT Í??????

Það má eiginlega segja að þetta hafi verið innihald þess sem Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var að segja í "Silfrinu".  Mér finnst þessi málflutningur alveg út í hött.   Þetta fyllirísröfl á Klausturbar átti sér stað fyrir nokkuð mörgum árum og það er alveg með ólíkindum hvað fólk virðist FESTAST í svona löngu liðnum atburðum og "spóla í hjólförum löngu  liðinna atburða" og uppskera svo ekkert nema leiðindi og nagandi hatur sem gerir ekkert annað en að valda viðkomandi sjálfum sársauka og leiðindum.  Það er rétt að minna á að ENGINN þeirra sem áttu hlut að máli þarna hefur verið DÆMDUR af opinberum dómstólum heldur er þarna eingöngu á ferðinni svokallaður "dómstóll götunnar" og er það þannig að menn sem lenda í þeirri "HAKKAVÉL", þurfi bara helst að   flýja land því lífinu á Íslandi sé lokið?????


mbl.is „Þetta var ekkert smá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband