Föstudagsgrín

Maður nokkur fór til sálfræðings, sem er nú ekki í frásögur færandi en samskipti þeirra voru með nokkuð sérstökum hætti.

Eftir stutt spjall teiknaði sálfræðingurinn hring á blað og spurði manninn að því á hvað þetta minnti hann.

Hinn var fljótur að svara og sagði: - „Beran kvenmann".

Þá teiknaði sálfræðingurinn þríhyrning á blað og spurði manninn á hvað þetta minnti hann.

  •  „Beran kvenmann, sem situr á stól". Sagði maðurinn.

Síðan teiknaði sálfræðingurinn ferhyrning á blað og spurði manninn á hvað þetta minnti hann.

  •  „Beran kvenmann, sem er að fara að gera svolítið, þú veist.........."

Þá sagði sálfræðingurinn: „ Þú virðist svolítið upptekinn af kynferðislífinu og því öllu saman"

  •  „ Hvernig á annað að vera þegar þú ert alltaf að sýna manni þessar klámmyndir???" Svaraði þá maðurinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Snæbjörnsson, 2.7.2010 kl. 08:58

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 góður þessi !!!!,því ekki að hugsa svona,ætli sálfræðingar geri það ekki??Jóhann,en kveðjur og góða helgi /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.7.2010 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband