"MARGT SKRÝTIÐ Í KÝRHAUSNUM"...........................

Það virðist vera ansi margt í gangi þarna hjá Isavia sem er ekki alveg í samræmi við annað sem gengur og gerist.  Getur verið að fyrirtækið notfæri sér þá einokunarstöðu sem því hefur verið sköpuð????  Svo er annað sem ekki hefur komið fram að ekki er svo langt síðan að þarna var alfarið um opinbert fyrirtæki að ræða, því var breitt í ohf fyrirtæki mér er ekki kunnugt um hvort búið er að ganga alla leið og slíta það alveg frá ríkinu.  Það er mikið lagt upp úr sparnaði hjá fyrirtækinu og sá sparnaður kemur mest niður á mannahaldi og t.d eru flugturnar mjög undirmannaðir (þegar menn hefja störf hjá Isavia undirrita þeir yfirlýsingu þess efnis að þeir tjái sig ekki opinberlega um starfið eða starfsemina), viðhald flugvalla og flugbrauta er mjög ábótavant og t.d var einni flugbraut á Keflavíkurflugvelli lokað vegna þess að of mikill kostnaður þótti við að lagfæra lendingarljós á brautinni og svona mætti lengi telja.  Við skulum hafa það í huga að oftast er fleiri en ein hlið á öllum málum............


mbl.is Dómgreindarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband