15.8.2011 | 08:47
ÞAÐ ER EITTHVAÐ MIKIÐ AÐ.............................
Það er þungbært að sjá þessar myndir en við verðum að skoða ástæðurnar fyrir því að þetta er svona. Gjaldtakan fyrir sorpförgun er orðin með ólíkindum. Kunningi minn fékk um daginn "dugnaðarkast" og tók sig til og lagaði til í bílskúrnum hjá sér. Þegar yfir lauk var hann búinn að fylla jeppakerru af alls konar drasli til að henda, hann sorteraði þetta rusl eins og hann hélt að ætti að gera og fór svo í Sorpu í Hafnarfirði til að henda þessu drasli. Þá fyrst byrjaði fjörið, þetta var ekki "rétt" flokkað hjá honum og svo fyrir það að henda þessu átti hann að greiða rúmlega 22.000 krónur, þegar þarna var komið var honum öllum lokið hann hafði búist við því að þetta yrðu um fimm þúsund krónur og hefði fundist það allt í lagi en ef hann hefði grunað þetta hefði hann nú bara farið með þetta rusl út í hraun, eins og aðrir virðast hafa gert. Kannski ástæðan fyrir þessum sóðaskap liggi að einhverju leiti í þessu?????
Yfirgengilegur sóðaskapur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 264
- Sl. sólarhring: 381
- Sl. viku: 2413
- Frá upphafi: 1837397
Annað
- Innlit í dag: 161
- Innlit sl. viku: 1373
- Gestir í dag: 147
- IP-tölur í dag: 146
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér - þessi ofurgjaldtaka á öllum sviðum er mál sem þarf að taka á og koma verulega vel inní umræðuna..........
Eyþór Örn Óskarsson, 15.8.2011 kl. 09:16
Sorpa mætti gjarnan auglýsa betur flokkunarkerfi sín og verðskrá. Það á ekki og má ekki vera alltof flókið að flokka rétt, en skiljanlega verður að flokka rétt til að hægt sé að endurvinna á sem hagkvæmastan hátt.
En af hverju hélt vinur þinn að það myndi kosta 5000 krónur að losna við draslið? Veit hann hvað það kostar í raun að farga t.d. gamalli olíumálningu, gömlum barnavagni, bíldekkjum o.þ.h.?
Við ættum að hafa þetta oftar í huga þegar við kaupum allra handa dót, að það er á okkar ábyrgð (en ekki Sorpu eða sveitarfélags okkar) að losa okkur við sama dót þegar við viljum losna við það, og ég trúi því ekki að óreyndu að vinur þinn hefði í alvöru hugleitt að henda sínu drasli út í hraun.
Skeggi Skaftason, 15.8.2011 kl. 11:06
Þessi vinur minn skaut þessari tölu fram af einhverri rælni og vegna þess að honum fannst þetta nokkuð nærri lagi. Ekki veit ég hvort vinur minn íhugaði í alvöru að fara með draslið út í hraun en það er greinilegt að fleiri en hann hafa íhugað þetta og gert alvöru úr því. Víst er kostnaðurinn nokkur við að farga spilliefnum og öðru rusli en á móti kemur að það er ekkert sem segir að það eigi að reka Sorpu sem gróðafyrirtæki, heldur er hlutverk þessara stöðva meira samfélagslegt.
Jóhann Elíasson, 15.8.2011 kl. 11:29
Þetta lýtur nú að hafa verið risa stór jeppakerra Jóhann. En gjaldið var óheyrilegt. Var honum gert að greiða fyrir allt drasleið sem spilliefni eða hvað. Það kostar ekkert eftir því sem ég best veit að henda járni, umbúðum, garðúrgangi, húsgögnum og heimilistækjum. Ég fór einu sinni með gamalt vinnuborð úr skúrnum hjá mér en af því að það hafði á sínum tíma (fyrir 27 árum) verið smíðað úr mótatimbri var mér gert að greiða fyrir það því byggingarúrgangur er gjaldskyldur. Mér fannst þetta skondið en það voru engnir fimm þúsundkallar sem mér var gert að greiða.
Landfari, 15.8.2011 kl. 12:21
Ekki hef ég trú á því að hann hafi verið að safna garðúrgangi og umbúðum og þess háttar drasli í bílskúrinn hjá sér og ekki tók ég sérstaklega út stærðina á kerrunni og ekki hef ég nokkra ástæðu til þess að ætla að maðurinn hafi verið að ljúga að mér hvað varðar þetta en ég vildi benda á að yfirleitt er nú fleiri en ein hlið á þessum málum og kannski ekki rétt að rjúka strax til að dæma áður en allt er skoðað............
Jóhann Elíasson, 15.8.2011 kl. 13:16
Mig langar að benda á það að bæði verðskrá og flokkunarreglur SORPU eru aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins. Tekin var ákvörðun út frá stefnu fyrirtækisins að láta ekki prenta þessa bæklinga til dreifingar, til að sporna við pappírsbruðli, þar sem lang flestir landsmenn hafa aðgang að tölvum. Einnig er hægt að fá að fletta í gegnum þá á endurvinnslustöðvum þar sem þeir liggja frammi.
Í sambandi við gjaldskrá SOPRU er hún í samræmi við vísitölu og er hún sett fram með þeim hætti að sveitarfélögin beri ekki kostnað af rekstri fyrirtækisins og að það standi undir sér. Það er langt í frá að SORPA sé gróðafyrirtæki. Gjaldskrá endurvinnslustöðvanna er sett upp með sömu formerkjum og þar er gengið út frá því að sá greiðir sem veldur í þeim flokkum sem greitt er fyrir.
Það er rétt sem Landfari segir að almenningur getur skilað inn pappír, plasti, járni, garðaúrgangi, húsgögnum, fatnaði, heimilistækjum og spilliefnum endurgjaldslaust, nema að verið sé í framkvæmdum eins og byggingu eða breytingu á húsi eða lóð. Er hámark farmastærðar 2 m2 í hverri ferð.
SORPA bs, 16.8.2011 kl. 11:10
Það er náttúrlega lang sniðugast að rukka þessi förgunargjöld þegar varan er flutt inn eins og gert er við rafgeyma og raftæki.
Landfari, 16.8.2011 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.