AÐ BORGA SIG INN Á AUGLÝSINGU......................................

Alveg er merkilegt hversu menn láta framleiðendur vöru og þjónustu teyma sig á "asnaeyrunum".  Vissulega er það gott að framleiðendur og þjónustuaðilar í einni atvinnugrein komi sér saman um einn vettvang til að kynna það nýjasta, sem er í boði innan greinarinnar.  En það er afskaplega aulalegt að ætlast til að væntanlegir notendur viðkomandi þjónustu GREIÐI fyrir upplýsingar um það hvað þeir gætu hugsanlega keypt næst.  Það er svona svipað því að þú greiddir fyrir að sjá hvaða tilboð væru í Fjarðarkaup þessa vikuna.  Ég hef mikinn áhuga á sjávarútvegi og vinnslu sjávarfangs og fylgist með því sem er í gangi á þeim vettvangi en það eru mörg ár síðan ég hætti að borga mig inn á auglýsingar.  Ég viðurkenni alveg að ég fór á þessar sjávarútvegssýningar fyrstu árin sem þær voru haldnar en allar upplýsingar um nýjungar í greininni get ég fengið án þess að fara þarna og greiða fyrir fleiri þúsund krónur................
mbl.is Góð aðsókn að sjávarútvegssýningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband