ER GUNGUSKAPUR HELSTA VANDAMÁLIÐ??????????????????

Það var afar "fróðlegt" að horfa og hlusta á Sighvat Björgvinsson fyrrverandi ráðherra, í Kastljósinu í gær.  Sighvatur lá ekkert á skoðunum sínum (enda er hann þekktur fyrir ákveðni og að koma hreint og beint fram og skiptir þá ekki máli hver á í hlut).  Hann vildi meina það að sá sem fyrst og síðast beri ábyrgð á málaflokknum, sé ráðherra viðkomandi málaflokks og það sé með öllu ólíðandi að ráðherrann sé að skýla sér á bakvið embættismenn og láta þá taka skellinn af því sem sé gert.  Nefndi hann sérstaklega niðurskurðinn á Landspítalanum í því sambandi.  Það vantar menn eins og Sighvat Björgvinsson til þess að taka til í stjórnkerfinu, það voru ekki allir ánægðir með hann á sínum tíma, en hann stóð og féll með því sem hann gerði.....  Það er meira en sagt verður um marga  stjórnmálamennina í dag..................
mbl.is Harma lokun líknardeildar á Landakoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að hafa lesið þessa færslu hlustaði ég á viðtalið við Sighvat Björgvinsson í Kastljósinu og ég hvet sem flesta til að gera það sama.

Agla (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 12:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já enda er Sighvatur ísfirðingur eins og ég og Jón Baldvin og fleiri kjaftaskar, við erum svona vestfirðingar segjum okkar meiningu, og ég er ánægð með það. Hlustaði líka á þetta viðtal það var honum til sóma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2011 kl. 13:30

3 identicon

Já það eru margar pólitískar gungur á Alþingi, pólitískur gunguskapur er í raun landlægur, enda hefur það nánast verið hefð að beita fyrir sig embættismönnum þegar tilkynna þarf erfiðar aðgerðir. Sighvatur er í raun ein af fáum undantekningum. Þessi ár voru í raun erfiðir tíma með í raun niðurskurði og sparnaði.

Eins finnst mér sorglegt hvernig afstaða geðlæknastéttarinnar var á þessum tíma á Íslandi en augljóslega hefur þarna komið yngra fólk sem hefur aðra afstöðu til þessa ógæfufólks komið inn í stéttina og stýra núna málum. Enn og aftur sýnir þetta hvers konar öndvegis maður Ólafur Ólafsson landlæknir var. Hann var ekki þessi dæmigerði kerfiskarl.

Gunnr (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband