ÞAÐ ER ALLS EKKI Í LAGI MEÐ ÞETTA LIÐ...............

Þau voru að koma úr ríkisstjórn, sem skar svo heiftarlega niður á þessum sviðum að þjóðfélagið ber þess seint bætur.  Ögmundur ríður á vaðið með því að fara fram á að nauðungaruppboð verði stöðvuð og þetta er maðurinn sem var Innanríkisráðherra í síðustu ríkisstjórn og var ekki Katrín Jakobsdóttir Menntamálaráðherra, hvernig stóð eiginlega á því að í þeirra ráðuneytum var niðurskurðurinn einna verstur?? .  Orðið vindhanar fær sterkari merkingu þegar þessir vindhanar eiga í hlut.  Hver skyldi svo áherslan verða í norðanáttum???????
mbl.is Vilja efla heilbrigðis-, velferðar- og menntamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ég legg til að Vinstri brúnir .. úps ... Vinstri grænir fái hræsnisverðlaunin í ár. Eins og þú skrifar, þá skar þetta lið fyrst inn að beinmergi í heilbrigðismálum, lugu til um ríkisfjármálin og þykjast núna vera einhverjir bjargvættir.

Skv. rannsókn muna gullfiskar 3 mánuði aftur í tímann. Það eru aðeins liðnir tæpir 2 mánuðir frá kosningum, en VG hefur þegar gleymt öllum sínum skaðræðisverkum. Þeir megna ekki einu sinni að hafa gullfiskaminni.

Austmann,félagasamtök, 18.6.2013 kl. 11:48

2 identicon

Sæll.

Tekur undir með JE og nr. 1 hér að ofan.

Hvaðan á svo að fá fjármuni í þetta? Ríkissjóður skuldar nú í kringum 710 milljarða og er stór hluti þeirrar skuldasúpu fyrrverandi stjórn að "þakka". Í lok þessa árs verða skuldir ríkissjóðs sennilega í kringum 750 milljarða eða svo.

Svo þarf ríkið að reiða fram um 400 milljarða á næstu 20 árum eða svo í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna - lífeyrissjóð sem þetta lið fær miklu meira úr en það greiðir í. Við þurfum að viðurkenna hið augljósa - íslenska ríkið er því sem næst gjaldþrota!! Samt á að auka útgjöldin?!

Helgi (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband