ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA VITAÐ Í NOKKUR ÁR - EN.............

Hvalaskoðunarmenn hafa forðast alla umræðu um þetta alveg frá því að fyrstu hugmyndir um það að vélarhljóð hvalaskoðunarbátanna hefðu áhrif á hegðan hvalanna og rugluðu innbyggðan staðsetningarbúnað þeirra.  Og jafnvel væri komin þarna skýringin á auknum árekstrum hvala og skipa og auknum hvalrekum á land nú seinni árin.  Kannski er hvalaskoðun ekki eins umhverfisvæn og sumir vilja láta.  Skaðinn sem hvalirnir verða fyrir er ekki sjáanlegur.....
mbl.is Skipaumferðin truflar hrefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já ég tek undir þetta með þér Jóhann. Þetta hefur lengi verið hugleitt og nú virðist komin vísindaleg sönnun með háskólarannsókn þeirri sem fréttin getur um.

Því skal ekki gleyma að hvalaskoðunarfyrirtækin hafa haft hátt um hvalveiðar Hvals hf. og hrefnuveiðimenn, en virðast nú sjálfir valda skaða langt umfram það sem þeir saka veiðimenn um.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.9.2013 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband