EKKI VERIÐ AÐ GREIÐA ATKVÆÐI UM EVRUNA EÐA ÁFRAMHALDANDI AÐILD AÐ ESB

Heldur um það HVERJIR skuli ákveða um framtíð Grikklands, Grikkir sjálfir eða hvort þeir skuli áfram láta stjórnast af kúgunum ESB.  Grikkir vita sem er að skuldirnar fara ekkert og að þær verður að borga en flest bendir nú til þess að Grikkir hafi fengið sig fullsadda af ofríki ESB og líka að þeir hafi séð það að upptaka evru voru þeirra stærstu mistök.  Eftir þessa atkvæðagreiðslu verður verkefnið að reyna að vinda ofan af þessum mistökum og lágmarka tap ALLRA af þeim.....


mbl.is Evrópusambandið „virðir niðurstöðuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég legg til að þeir verði fyrsta þjóðin til að taka upp Bitcoin sem lögeyri. Hún hefur verið að styrkjast þétt í takt við krísuna í Grikklandi, margir innan Grikklands hafa til dæmis verið að kaupa Bitcoin fyrir evrurnar sínar til að geta komið þeim úr landi framhjá gjaldeyrishöftum. Það myndi styrkja hana enn frekar að hljóta þá viðurkenningu sem felst í því að vera tekin upp sem þjóðargjaldmiðill, og ekki síður ef það er vegna þess að hún hafi reynst betur en evra.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2015 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband