Föstudagsgrín

Hann Skari, sem hafði siglt um öll heimsins höf og komið við í þeim höfnum sem vert er að nefna, var farinn að reskjast og eitthvað hafði nú líferni hans á árunum áður tekið sinn toll en hann varð að fara á hjartadeild LSH, þar átti hann að fara í hjartaþræðingu.Þegar hann var kominn á spítalann fékk hann vægt hjartaáfall og því varð dvölin á spítalanum aðeins lengri en í fyrstu var áætlað.  Þar kom að því að karlinn átti að fara í sturtu, og fékk einn sjúkraliðinn, hún Sigríður (kona á sextugsaldri og alls ekki svo ólöguleg) það verkefni að fylgja karlinum í sturtuna og aðstoða hann ef með þyrfti.Að þessu loknu sagði hún frá því, á kaffistofunni, að hann Skari hefði látið tattóvera orðið ADAM á “jafnaldrann”.Þessu var nýi hjúkrunarfræðineminn hún Ólöf (ekki nema rétt rúmlega tvítug og draumur hvers karlmanns) ekki tilbúin til þess að trúa og ákvað að sannreyna þetta.Hún kom til baka alveg kafrjóð og sagði: Þetta er nú ekki alveg rétt hjá  þér Sigríður, hann hefur ekki látið tattóvera orðið ADAM á “jafnaldrann” heldur AMSTERDAM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður! laughing

Jón Valur Jensson, 20.10.2017 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband