Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

 

Lalli fór á Gaukinn og hitti þar unga konu sem honum leist vel á. Hann tók hana tali og sagði við hana:

„Ef ég borga þér fimmhundruðkall, viltu þá fara í rúmið með mér?“

„Auðvitað ekki! “ hreytti konan út úr sér.

Nokkru seinna kom Lalli aftur til konunnar og spurði nú:

„Mundirðu sofa hjá mér ef ég borgaði þér eina milljón króna?“

Konan hugsaði sig lengi um og sagði svo: „Já.“

„Gott,“ sagði Lalli. „En ef ég borga þér þúsundkall?“

„Nei!“ sagði konan. „Hvers konar kvenmaður heldurðu eiginlega að ég sé?“

„Það er komið á hreint. Nú er bara eftir að semja um verðið.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband