ALLT ANNAÐ AÐ SJÁ TIL ÍSLENSKA LIÐSINS EN Á MIÐVIKUDAGINN VAR.......

Liðið spilaði mjög vel, að undanskildum tveimur fremur slæmum köflum. Mestu munaði þó um markvörsluna og á Guðmundur Þórður Guðmundsson hól skilið fyrir þá djörfu ákvörðun sína að taka 17 ára strák og veðja á hann.  Í rauninni hafði hann svo sem engu að tapa en það er alla vega komin upp "samkeppni" um markvarðastöðuna í landsliðinu, sem er bara af hinu góða, því að mínu mati var Björgvin Páll bara orðinn "værukær" og hélt að hann væri "áskrifandi" að markmannsstöðuna" í landsliðinu.  Ekki má gleyma þætti Ómars Inga en hann átti hreint og beint stórleik í gær og svaraði vel fyrir sig eftir mistökin á miðvikudag eða eins og hann sagði sjálfur; "ÞAÐ VAR ANNAÐHVORT AÐ FARA Í FÝLU EÐA "GÍRA" SIG UPP FYRIR NÆSTA LEIK" og það gerði hann svo sannarlega......


mbl.is Sannkallað baráttustig íslenska landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

En mikið pirrar mig þetta "empty goal".  

Sigurður I B Guðmundsson, 15.4.2019 kl. 19:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, þar er ég alveg sammála og við þá reglubreytingu fannst mér handboltann setja mikið niður.........

Jóhann Elíasson, 15.4.2019 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband