ÞAÐ "VANTAR" TÖLUVERT MIKIÐ Í ÞESSA "SÖGU"...............

Ég dreg þessar tölur í efa.  Ég er ekki að segja að maðurinn fari visvítandi með rangt mál en þær tölu sem ég hef undir höndum eru "kaup á vörum og þjónustu MEÐ rafmagni" árið 2015, sem voru á verðlagi þess árs 247 milljarðar 884 milljónir 780 þúsund 868 krónur, á verðlagi ársins 2015.  Hvernig getur þá verið að "kaup á vörum og þjónustu ÁN rafmagns" árið 2018 sé einungis 23 milljarðar?  Árið 2015 fékk ÁLIÐNAÐURINN endurgreiddan VSK að upphæð 47 milljarða 965 milljónir 705 þúsund 098 krónur, á verðlagi ársins 2015.  Miðað við þessar tölur fyrir árið 2015 getur ekki staðist að "kaup á vörum og þjónustu ÁN rafmagns" séu einungis 23 milljarðar.  Kannski gæti staðist að áliðnaðurinn hafi fengið ENDURGREIDDAN VSK AÐ UPPHÆÐ (fyrir utan rafmagn) um 23 MILLJARÐA eða að "kaup á vörum og þjónustu ÁN rafmagns" hafi verið 118 milljarðar 863milljónir 049 þúsund 096 krónur.  Nú svo er rafmagnið með 24% virðisaukaskatti og þar með er hægt að segja að það er ekki nóg með að álfyrirtækin fái rafmagnið fyrir lítið, fæst rafmagnið einnig með 19,35% AFSLÆTTI........


mbl.is Innkaup fyrir 23 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Reyndar er rafmagn og flutningur þess með 24% VSK. Heita vatnið hins vegar með 11% VSK.

Kolbrún Hilmars, 9.5.2019 kl. 11:10

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir að láta mig vita af þessu, Kolbrún.  Hvenær breyttist þetta????

Jóhann Elíasson, 9.5.2019 kl. 13:20

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einhverjir áratugir líklega, man ekki upphafið.  En áreiðanlega hefur þetta áhrif á endurgreiddan innskatt hjá þeim sem eiga rétt á honum.

Kolbrún Hilmars, 9.5.2019 kl. 13:28

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta hefur heldur betur áhrif á innskattinn hjá þessum fyrirtækjum að fá 19,35% AFSLÁTT af rafmagninu, sem er á mjög lágu verði fyrir.  Á árunum 2011-2015 (bæði ár meðtalin) fengu álfyrirtækin 256,5 MILLJARÐA króna í innskatt.  Mér finnst alveg STÓRFURÐULEGT að enginn skuli gera athugasemd við þetta, ég held að ESA lýti svo á að þarna sé um ríkisstyrk að ræða til einstakra atvinnuvega.......

Jóhann Elíasson, 9.5.2019 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband