ENN HALDA MENN SIG VIÐ ÞESSA VILLIMENNSKU.......

Að opna fyrir stangveiði svona snemma er ekkert annað en GLÆPUR og ætti að flokkast undir DÝRANÍÐ.  Þarna er um að ræða fisk sem hefur verið allan veturinn innilokaður í ánni, hann hefur ekkert étið allan þennan tíma og hefur þannig séð bara étið sjálfan sig þennan tíma (þannig að hann lifir á eigin fituforða og þegar fitan er búin þá er gengið á vöðva og aðra vefi).  Þessi fiskur er óætur með öllu, enda áður en þetta "veiða - sleppa" æði byrjaði, voru allar ruslatunnur fyrir austan Hveragerði og austur að Kirkjubæjarklaustri, fullar af þessum fiski fram yfir miðjan maí.  En nú er komin "lausn" á þessu vandamáli - fiskinum er bara sleppt og þannig er vandamálið bara flutt annað.  Það þarf nú engin gáfnaljós til að skilja það að fiskur sem notar síðustu kraftana til að komast til sjávar og lendir svo í því að "taka" beitu veiðimannanna og berst við hann, fyrir lífi sínu og er svo dreginn á land alveg örmagna og er svo síðan "sleppt" aftur út í ána.  Þessi fiskur DREPST eftir smátíma og  kemst aldrei til sjávar.  Sem dæmi má nefna að fiskur sem er aðeins þrjú pund að þyngd við opnun 1 apríl, ÞREFALDAR þyngd sína ef hann kemst til sjávar þegar hann kemur aftur í ána að hausti......


mbl.is Urriðaboltar í kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann.

Athyglisverður pistill, tekið sterkt til orða
en að því slepptu stendur eftir að síðuhafi blogghlaðs
þessa hefur þekkingu á því máli sem um ræðir.

Ég legg til orðalagsbreytingu í einum hlut og til athugunar þar til úr hefur veri bætt:

meiða - sleppa.

Þannig blasir sá hlutur við mér.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.4.2020 kl. 11:29

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þú segir fréttir. Hef aldrei velt þessu fyrir mér og er væntanlega ekki einn um það.

Sigurður I B Guðmundsson, 2.4.2020 kl. 13:29

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður er allt í þessum pistli satt og rétt.  Ég viðurkenni það alveg að fyrstu árin, sem ég var í stangveiðinni, beið ég eftir því að 1 apríl rynni upp þannig að ég gæti farið að veiða.  En sem betur fer þá var það reyndur veiðimaður sem benti mér á hvaða vitleysu ég væri að gera og sem betur fer hugsaði ég minn gang.  Og fyrir utan það þá veiði ég til að hafa gaman af því.  Ég sé afskaplega litla skemmtun í því að vera að veiða í skítakulda, alltaf að berja ís úr lykkjunum á stönginni og vera með "sultardropana" niður á tær og alveg að drepast úr kulda.  Það gefur auga leið að ef fiski er sleppt eftir að búið er að setja í hann og ná honum á land, þá er hann helsærður og drepst síðan mjög fljótlega.

Jóhann Elíasson, 2.4.2020 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband