ERU ÍSLENSK STJÓRNVÖLD EKKI HELSTA VANDAMÁLIÐ OG "ÞRÝSTIHÓPAR"???

Ég held að það  sé ekki nokkrum vafa undirorpið að landamærin voru GALOPNUÐ þann 15 júní, vegna þrýstings frá FERÐAÞJÓNUSTUNNI og ekki síður vegna TILSKIPUNAR FRÁ ESB.  Og til þess að láta lýta þannig út að ákvörðunin væri alfarið Íslenskra stjórnvalda, var farið í að "skima" flugfarþega og einnig þá sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar.  Fljótlega kom í ljós að ekki var hægt að "skima" alla sem komu til landsins,því fjöldi ferðamanna var mun meiri en áætlað hafði verð.  Og hvað var gert þá? - JÚ "ÖRUGGUM LÖNDUM" VAR BARA FJÖLGAÐ og aðeins hluti þeirra sem kom til landsins var "skimaður".  OG SVO ERU MENN KJAFTBIT YFIR ÞVÍ AÐ VEIRAN SÉ KOMIN AFTUR INN Í LANDIÐ og til að bæta gráu ofan á svart er verið að verja ákvörðunina um að opna landið.  Það er hætt við því að til lengri tíma eigi þessi ákvörðun eftir að hafa mun alvarlegri afleiðingar fyrir EFNAHAGSLÍF LANDSINS og auki erfiðleika ferðaþjónustunnar, því núna koma sennilega ENGIR erlendir ferðamenn til að fara hringinn í október og aðeins var verið að lengja í "hengingarólinni" hjá þeim fyrirtækjum í ferðaþjónustunni, sem stóðu mjög höllum fæti fyrir.......


mbl.is Ferðamenn ekki vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

þetta allt minnir mig á þátt , í ljósi sögunnar. Í þættinum er fallað um Mary Mallon, matselju í New York sem smitaði á sjötta tug manna af taugaveiki í upphafi 20. aldar, án þess að þó að sýna nokkur einkenni veikinnar sjálf. https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/7hqkps?term=mary&rtype=radio&slot=4  . 

GunniS, 8.8.2020 kl. 17:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kannski er þetta covid-19 dæmi bara taugaveiklun frá upphafi???????

Jóhann Elíasson, 8.8.2020 kl. 18:15

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við erum svo heppin að hafa Svíþjóð til viðmiðunar.  Þar var engin taugaveiklun í gangi og allt opið og frjálst. 
Typhoid-Mary er svo heimsþekkt dæmi og oft vitnað til þegar faraldrar koma upp. 

Kolbrún Hilmars, 9.8.2020 kl. 13:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er útbreiddur misskilningur að landamærin hafi verið lokuð fyrir 15. júní. Hið rétta er að á þeim tíma voru flest önnur lönd lokuð og því nánast enginn að ferðast hingað frá þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2020 kl. 17:40

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur þetta er óþarfa smámunasemi í þér, ég held að það viti það allir að þau voru opin en með miklum takmörkunum.  Ef þér líður betur þá er hægt að orða það svo að þau voru GALOPNUÐ 15 júní og eins og allir vita þá fór allt í klessu.

Jóhann Elíasson, 9.8.2020 kl. 20:57

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég myndi nú ekki kalla það galopnun að þurfa að undirgangast lífsýnatöku og rekjanleika á öllum ferðum sínum, ellegar sitja 14 daga í sóttkví, til að fá að heimsækja landið.

Fyrir mér eru þetta verulega íþyngjandi hindranir fyrir ferðafrelsi. Á sama tíma er þó ljóst að aragrúi grunlausra kjána eru ekki sama sinnis og láta sér í léttu rúmi liggja.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2020 kl. 21:31

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað var þarna um "galopnun" að ræða og ekkert annað og svo þegar ekki hafðist undan að skima, þá sem komu til landsins, var "öruggum löndum" bara fjölgað.........

Jóhann Elíasson, 9.8.2020 kl. 22:03

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Galopnun fyrir margan kjánann á sama hátt og Norður Kórea er opin þeim sem vilja undirgangast skilyrði heimsóknarinnar. Ekki fyrir mig sem kæri mig ekki um slíkt.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2020 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband