16.4.2008 | 09:08
Er ekki of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í?
Þegar ég var í sveitinni var líka sagt að það væri of seint að fara á klósettið þegar "slysið" væri skeð. það hafa margir skrifað um þetta mál í blöð og bloggað um þetta og hefur umræðan verið all fjörug á köflum, þarna hafa komið fram rök þeirra sem eru með og á móti þessari framkvæmd og verð ég að segja að rök þeirra sem eru á móti Bakkafjöruhöfn hafa verið mun sterkarien þeirra sem eru þessari framkvæmt meðmæltir. En það fer ansi lítið fyrir þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki þessari framkvæmd. En hvað sem öllu líður þá virðist vera búið að ákveða þetta og maður spyr bara; er þessi undirskriftasöfnun ekki of seint á ferðinni? Vonandi hef ég rangt fyrir mér en ég held að ef þessi framkvæmd verður að veruleika, þá verði þessi ferjuhuhöfn orðin ónothæf eftir fyrsta veturinn, vegna sandburðar, sem þýði það að Vestmannaeyingar þurfi aftur að fara að berjast fyrir samgöngumálum sínum. Ég sé það ekki fyrir mér að þegar stjórnvöld eru búin að setja marga milljarða í tilraunaverkefni, sem fer í vaskinn (eins og hjónabandið hjá heita og kalda krananum), séu tilbúin til að setja miklar fjárhæðir í samgöngur milli Lands og Eyja. Að margra mati er þarna um það að ræða hvort heilsársbúseta verði í Eyjum eftir þetta ævintýri.
Nýr Herjólfur mun betri kostur en Bakkafjöruhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 32
- Sl. sólarhring: 135
- Sl. viku: 1562
- Frá upphafi: 1855221
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 989
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður verður þessi vitleysa ekki stoppuð úr þessu, en á móti kemur að undirskriftalistin sýnir áþreifanlega andstöðu ekki síst eyjamanna sjálfra við þessari framkvæmd. Svo skrítið sem það er þá virðist áhuginn vera mestur fyrir þessu í landi (Landeyjunum), eins og við urðum varir við hérna um daginn, þegar maður að nafni Hjalti fór miklum orðum um andstöðu okkar við þetta, á bloggsíðunum okkar. Það eru reynda miklir hagsmunir að fá meiri umferð þarna í gegn, en svo er nú eitt að Suðurlandsvegurinn er kannski er tilbúinn til að taka við meiri umferð en nú er. Ég spái miklu klúðri og mikili óánægju í Eyjum þegar upp verður staðið.
Sigurbrandur Jakobsson, 16.4.2008 kl. 14:19
Það er morgunljóst Sigurbrandur, en verða þeir ekki kosnir samt fram á gamalsaldur sem bera á þessu ábyrgð? Það tel ég víst og þá er von að enginn skammist sín á endanum....?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 14:33
Það væri þá líka nýtt ef þeir sem við tölum um færu að skammast sínn á mistökum sínum. En gaman væri að vita hver þrýsti á þá ákvörðun að fara þessa leið, sem mætir mikili andstöður í Vestmannaeyjum.
Sigurbrandur Jakobsson, 16.4.2008 kl. 17:44
Það eru einhverra hluta vegna Sjálfstæðismenn í Eyjum, sem sækja þetta fastast, með bæjarstjórann í fararbroddi. Hvað þeim gengur til vita fáir.
Jóhann Elíasson, 16.4.2008 kl. 17:55
Það hljóta nú að hafa verið fleiri, og eitthvað hafa þeir skotið sig í fótinn sjálfstæðismenn í Eyjum fyrst Magnús Kristinsson er á móti.
Sigurbrandur Jakobsson, 16.4.2008 kl. 20:27
Magnús stýrir náttúrulega fyrirtæki í Eyjum sem er mjög háð flutningum og hann er bara búinn að sjá hversu þetta Bakkafjörudæmi er "hæpið" en í upphafi fylgdi hann "flokkslínunni". Mér er ekki kunnugt um aðra "sterka" hópa sem eru þessu ævintýri meðmæltir.
Jóhann Elíasson, 16.4.2008 kl. 20:42
Nei eins og er að þá er hópurinn móti þessu stærri þeir sem eru með þessu. Þessi höfn mun aldrei nýtast Eyjamönnum sem flutningshöfn, enda fáránlegt þegar millilandaskipin sigla framhjá Eyjum í báðar áttir og geta átt örugga viðkomu í Eyjum. Eins er líka búin að vera mikil uppbygging í Þorlákshöfn síðustu árin, ekki bara höfnin. Heldur t.d. frystigeymslan o.fl. Því ekki að stuðla betur að nýtingu á því, auk þess sem stutt er til Reykjavíkur frá Þorlákshöfn.
Sigurbrandur Jakobsson, 16.4.2008 kl. 21:13
Það má kannski orða það þannig að helmingur íhaldsmanna og v lista manna sé með þessu , og einnig sýnist mér meirihluti Framsóknarfólks vera með þessu . kv .
PS. Magnús skrifaði grein gegn Bakkafjöru fyrir ári síðan , en kannski hélt hann að það væri bara nóg .
Georg Eiður Arnarson, 16.4.2008 kl. 21:14
Þetta mál er allt með ólíkindum verð ég að segja. Ef svo fer sem horfir og þið haldið, þá verður að draga þá til ábyrgðar sem halda svona á málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 12:03
Það verður enginn dreginn til ábyrgðar Ásthildur. Grímseyjarferjan er dæmi um það. Að vísu var í því máli fátt með svo öllu illt að skipið er líkleg nánast eins og nýtt fyrir vikið. En þarna verða hlutirnir ekki aftur teknir. Ég er á móti þessu vegna þess að þetta verður óþörf og dýr viðbót og mun aldrei nýtast sem skildi vegna slæmrar staðsetningar. Svo er búið að byggja svo vel upp í Þorlákshöfn að næsta skref væri frekar að láta smíða nýjan, hraðskreyðari og stærri, Herjólf. Það yrði allavega þægilegri ferð með honum heldur en að standa í brimlendingum í Bakkafjöru. Ég held að ósjóvant fólk láti ekki bjóða sér uppá það nema einusinni, sem vonlegt er. Og en og aftur myndbandið úr Bakkafjöru síðan fyrir um ári síðan sýnir mjög vel hvað um er að ræða, því það er tekið við ekkert svo óvenjulega aðstæður miðað við vindátt.
Sigurbrandur Jakobsson, 17.4.2008 kl. 17:27
Sæll Jóhann, það er enginn furða að Sjálfstæðismenn vilji Bakkafjöruhöfn, þetta eru allt saman Sjálfstæðismenn sem eiga og reka skipafélögin. Ekki veit ég nú hvernig ég á að bregðast við nýjustu fréttum af úrboðinu, VSV og Vestm.bær virðast fá rekstur nýju ferjunar upp í hendurnar, vonandi verður ekki það sama upp á teningum og þegar Herjólfur HF rak þennan Herjólf sem er núna. Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 17.4.2008 kl. 23:08
Þetta er Helgi minn, dæmi um frysihúsaíhaldið og Herjólf endurborið, ekki vafi á því.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.4.2008 kl. 13:52
Mikið rétt Hafsteinn, hafið þið góða ósk um góða helgi héðan úr Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.