Þetta lið virðist ekki vita hvaða landi það er í.

Það segist líka vera að mótmæla súrálsframleiðslu og námagreftri Century á Jamaika og Vestur Kongó og Argentínu og svo eru þau eitthvað að mótmæla "náttúruröskun" hér á landi en ég get nú ekki betur séð en að vandinn sé einna minnstur hér á landi og því væri eðlilegast að þessir svokölluðu verndarar færu til landanna þar sem þörfin er meiri.  En vandamálið er bara það að í þessum löndum eru svona "kálfar" ekki teknir neinum vettlingatökum eins og hér á landi og þess vegna sitjum við uppi með þetta lið.
mbl.is „Allt fer friðsamlega fram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef rétt er frá skýrt þá eru nú þessir álrisar ekki neinar félagsmálastofnanir á námasvæðum súrálsins! Satt best að segja þá eru lýsingar þaðan óhugnanlegar. Kannski svo óhugnanlegar að það þykir ekki ráðlegt að ræða þær mikið á hátíðarstundum þegar klippt er á borða í nýju áveri á Íslandi.

Ég játa að ég er orðinn svo mikill kommúnisti af öllu þessu lattéþambi hér á 101 svæðinu, auk þess að rómað listamannseðli mitt hefur bætt þar verulega við í ofanálag við að hafa aldrei dýft hendi í kalt vatn- að ég læt mig varða um hvort við erum að auka hagvöxt okkar með morðum og öðrum mannlegum þjáningum á Jamaica, Vestur-Kongó og Argentínu.

Mannlegar þjáningar í mörgum skipsförmum á viku til Íslands eru vandræðamál í minni lattekaffiveröld.

Eins metnaðarfull og sú veröld er nú að mati Sannra Íslendinga!

Árni Gunnarsson, 22.7.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband